Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 2
Guðjón á Kýrunnarstöðum:
HVALKAUPFERÐ
UM ALDAMÓTIN
Nokkru fyrir síðustu aldamót,
eitthvað kringum 1890, komu til
Vestfjarða hvalveiðamennirnir
Hans Ellefsen og Berg, báðir frá
Noregi — Ellefsen til Önundar-
fjarðar, en hinn til Dýrafjarðar.
Settist Ellefsen að á Sólbakka, en
þaðan er um það bil fimmtán mín-
útna gangur frá býlinu Hvilft.
Ellefsen byrjaði á því að gefa
hreppsbúum fyrsta hvalinn, sem
veiddist rengi og undanfláttu, en
hana minnir mig, að þeir yrðu að
skera sjálfir. Og svo þvesti eftir
vild. handa mönnum og skepnum.
Bein og spik hirti hann sjálfur,
það sem ekki taldist mannamatur.
Var þetta hið mesta happ fyrir
hreppsbúa, ásamt fjölmörgu
öðru, sem hann lét gera á sinn
kostnað. Til dæmis lét h'ann brúa
allar ár og læki í hreppnum,
byggði barnaskóla og kostaði
hann, ásamt fleira. Hann sem sagt
umskapaði hreppsfélagið á nokkr-
um árum. Og hvalgjöfunum mun
hann hafa haldið áfram árlega eft-
ir þetta.
Ellefsen mun oftast hafa komið
um sumarmál með megnið
af starfsfólkinu með sér, en auk
þess fékk hann það hingað og
þangað að, talsvert úr Reykjavík
og svo voru stöku menn héðan
úr sveitum. Fengu þeir þegar í
stað hval með sér lieim, auk þess
sem þeir útveguðu hann eftir at-
vikum, því að þetta þótti bæði góð
ur og ódýr matur. Þó voru ekki
nema örfáir, sem i þetta náðu
mest vegna ílátaskorts, því að
ekkert fékkst flutt í pokum utan
sporðurinn, en hann var slæmur
nema helzt af ungum hvölum.
Það fréttist, að Ellefsen gæfi
öllum undanfláttuna, en seldi
rengi á tólf aura hvert kíló og
sporð á átta aura. En svo bættust
við ílát, sem erfitt var að fá, og
flutningur, sem var einungis með
strandferðaskipunum, svo að það
voru flestir tregir til þess að
standa i útvegum fyrlr aðra en
þá sjálfa sig.
Sumarið 1898 var ég, sem þetta
rita, í vinnu við hvalstöðina á
Sólbakka og kynntist þá ýmsu við
víkjandi meðferð hvals. Að vísu
ekki neitt sérstaklega mikið, því
að þessa vinnu hugsaði ég ekki
til þess að stunda framvegis. Þó
féll mér starfið ekki beinlínis illa,
en frekar starfsfólkið. Þar var
misjafn sauður í mörgu fé eins
og oft gengur í margmenni.
Eftir tvö ár kom ég heim til
mín. Var ég þá spurður, hvernig
ég héldi, að tiltækilegast væri að
ná í hval, helzt fyrir alla sýsluna.
Benti ég undir eins á, að það
væri ekki unnt nema með því
móti að taka skip á leigu, því að
þá þyrfti engin ílát. En það þótti
flestum of mikil áhætta og ekki
yrði séð ofan á neinn til þess að
gangast fyrir því, enda flestar
skútur þá á veiðum. Stungu þá
einhverjir upp á því við mig, að
ég færi fyrir þá með tunnur og
útvegaði þeim hval — það yrði
ekki dýrara. En ég sagði, að aldrei
yrði svo mikil þátttaka, að slíkt
gæti borið sig og líka mikil áhætta
sem og reyndist.
En samt mun nú þetta spjall
hafa orðið orsök til þess, að odd-
viti hreppsins boðaði til fundar að
Hvammi í Dölum, mig minnir
snemma í marz-mánuði veturinn
1901, og var ég beðinn að koma
á fundinn til skrafs og ráðagerða.
Fundínn sóttu flestir bændur í
Hvammshreppi. Oddviti til-
kynnti fundarefni, sem var að
reyna að fá mig til að útvega
hval á einhvern þann hátt, sem
ég teldi tiltækilegan — helzt að
fara með tunnur undir hann. Eft-
ir talsvert þjark gaf ég kost á að
fara með því móti, að útvegaður
væri annar maður, sem yrði beyk-
ir og til hjálpar á annan hátt.
Stakk ég upp á Ólafi Magnússyni,
bónda á Hafursstöðum, sem var
þekktur ágætismaður og vanur
beykir. Sjálfur átti ég að hafa all-
ar framkvæmdir og ábyrgð, eftir
því sem unnt var. Áttum við að
fara með tunnur undir rengi og
undanfláttu, en poka undir sporð.
Var gert ráð fyrir renginu á tólf
aura kílóið, en sporði á átta aura
Undanflátta hélt ég, að fengist
ókeypis, sem þó brást, svo og salt
í rengi og undanfláttu.
Við áttum að hafa þáverandi
vorkaup, sem var almennt tíu til
tólf krónur á viku, frá því við
færum og þar til við kæmum aft-
ur, sem var mánuður eða meðan
strandferðaskipið var i ferðinni,
en það var Skálholt. Ferðir áttu
að vera ókeypis báðar leiðir, en
fæði skyldum við borga sjálfir, þar
sem við héldum til meðan við
dveldumst fyrir vestan.
Þegar allur hugsanlegur kostn-
aður hafði verið samantekinn eft-
ir áætlun, fóru beztu reikn-
ingsmenn fundarins að reikna,
hve mikill hvalurinn þyrfti
að vera til þess að bera
áætlaðan kostnað. Var það
þó erfitt, þar sem engar pant-
anir voru komnar, svo að þetta
hlaut allt að vera vafaatriði fyrst
um sinn, unz allar pantanir hefðu
borizt. Átti það að vera í síðasta
lagi á sveitarfundi sama vor um
sumarmál, enda eftir að semja við
Ólaf, en ferð mín byggðist alveg
á svörum hans.
Var nú fundi slitið, og hafa
sumir eflaust hugsað gott til, en
aðrir verið smeykir að fá mér svo
mikla peninga í hendur, því að
allt átti að borgast í peningum.
Samt varð ég aldrei var við tor-
tryggni í minn garð, þótt óreynd-
ur væri. Hins vegar var Ólafur
alþekktur og talinn ábyggilegur á
allan hátt sem og mátti.
Eins og ákveðið hafði verið var
sveitarfundur haldinn um sumar-
mál, og voru þá komnar íast-
ákveðnar pantanir og ýmislegt
þar að lútandi. Tunnur og oliuföt
reyndust þurfa áttatíu talsins, þar
af var fullur helmingur olíuföt,
til þess að spara flutningsgjald
með því að láta tunnurnar ofan í
fötin á vesturleið. Áttu allar tunn
urnar að vera laggaheilar með
botni í báðum endum.. En það
reyndist mjög í molum eins og
gengur.
Peningar áttu að fylgja hverri
pöntun eftir áætluðu verði, og
stóð það allt heima. Var þá næst
að taka saman pöntunina og fá
mitt samþykki til þess að fara
þessa glæfraför, sem ég hef siðan
talið, að hafi verið.
Við áttum að leggja af stað
með Skálholti svo snemma, að við
værum komnir aftur fyrir slátt.
Man ég ekki, hvaða mánaðardag
við fórum, en það mun hafa verið
um mánaðamótin maí og júní.
Alltaf bættust við pantanir, unz
við hættum að taka á móti þeim,
enda var alveg nóg að fara með
áttatíu tunnuskrifli og ellefu
578
T I M I N (M — SUNNUDAGSBLAU