Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 15
HVER URDU ÖRLÖG ÍS- LENDINGA Á GRÆNLANDI? Hver urðu örlög hins íslenzka kyn- stofns á Grænlandi? Fór tíðarfar versnandi, þegar leið á míðaldir, unz svo svarf að Grænlendingum, að þeir dóu úr kröm og kvöl? Þraut land- gæði eftir margra alda rányrkju? Eyddu stórsóttir byggðína eða urðu Eskimóar Grænlendingum yfirsterk- ari í vopnaviðskiptum? Komu sjó- ræningjar af hafi, rændu fólki og fén aði eða stökktu bændum á brott? Eða tóku grænlenzku bændurnir sig upp og fluttust vestur á bóginn? Þannig hefur oft verið spurt. Og enginn veit hið rétta svar, þrátt fyr- ir miklar rannsóknir. Síðasta skipið, sem vitað er um, að lagt hafi út frá grænlenzkri byggð, sigldi þaðan ár- ið 1410. Síðan liðu tvö hundrað ár, unz siglingar til Grænlands hófust að nýju, og á því tímabili hvarf hinn íslenzki kynstofn. Um þetta efni er fjallað í nýrri bók eftir dr. Tryggva J. Oleson, prófessor við Manitóbaháskóla, Early Voyages and Northern Approaches, er gefin var út að honum látnum. Dr. Tryggvi J. Oleson vann, sem kunnugt er, árum saman að þýðing- um á ritum dr. Jóns Dúasonar um landkönnun og' landnám íslendinga í Vesturheimi, en hóf jafnframt sjálf ur að kanna efnið. Niðurstaða þeirrr- ar könnunar er hin nýja bók. Hallast hann mjög á sveif með dr. Jóni Dúa- syni, þó að þá greini á í sumum efnum. Eru skoðanir Tryggva því allmjög frábrugðnar því, er almennt hefur verið viðurkennt meðal þeirra manna, ér hafa látið sig þetta efni nokkru skipta. Heimildir um líf og örlög hinna grænlenzku bænda eru af skornum skammti. Það er talið, að í Eystri- byggð hafi verið um 190 býli, tólf kirkjur og tvö klaustur, auk biskups- setursins, þegar bezt lét, en í Vestri- byggð níutíu býli og fjórar kirkjur. Á hinni grænlenzku landnámsöld og lengi síðan voru engir menn af Eski- móakyni á syðri hluta vesturstrandar Grænlands. Um 1266 bárust þær fregnir með veiðimönnum, er komu úr svonefndri Norðursetu, að þeir hefðu fundið merki um vistir frum- byggjanna á Króksfjarðarheiði, land- svæði norður á móts við Úpernivík. Gísli biskup Oddsson, sem að vísu var uppi á seytjándu öld, segir svo frá, að árið 1342 hafi allir íbúar Vestribyggðar fallið frá kristinni trú og flutzt vestur í lönd. Hið sama ár er talið, að ívar Bárðarson, er hafði umsjón biskupsstólsins í Görðum, hafi farið til Vestribyggðar og ekki fundið þar neinn mann, heldur ein- ungis séð sauðfé og nautgripi. En ekki ber þó öllum heimildum saman, því að aðrar herma, að árið 1379 hafi Eskimóar ráðizt á Vestribyggð og drepið nálega alla íbúana. Eystri- byggð hélzt lengur, þó að allt sé í óvissu um það, hversu lengi bændur hjörðu þar. Svo er -hermt, að þegar Ögmundur Pálsson var á leið til Kaupmannahafnar árið 1519 til biskupsvígslu, hrekti skip hans vest- ur um Grænland. Þegar siglt var fyr- ir Herjólfsnes, taldi biskup sig hafa séð fólk á landi og fé á stekk. í Grænlandsannál Björns Jónssonar frá Skarðsá, er hann ritaði, þegar fjórðungur var af seytjándu öld, seg- ir og af manni þeim, er nefndur var Jón Grænlendingur og var lengi með kaupmönnum í Hamborg, að hann hafi rekið til Grænlands um miðja sextándu öld og fundið þar á útey naust og verbúðir og grjóthjalla og þar hjá dauðan mann, liggjandi á grúfu, í fötum úr selskinni og vað- máli, og tálguhníf, mjög slitinn, er þeir tóku með sér og höfðu til sýnis. Staðfest er í afgjaldareikningum Kristjáns skrifara, að þessi Jón Græn- lendingur var til og var þá bátsfor- maður á Seltjarnarnesi. Fjölmörg dæmi önnur eru um menn af ýmsu þjóðerni, sem veður höfðu df Græn- landi á þessu tímabili og tóku þar land. En þrátt fyrir þessar heimildir allar, eru menn jafnnær um það, hvað í rauninni eyddi grænlenzku. bændabyggðunum. Sú skoðun, að úrkynjun og eymd hafi orðið Grænlendingum að aldur- tila, er að miklu leyti byggð á rann- sóknum, sem dr. Poul Nörlund gerði í kirkjugarðinum á Herjólfsnesi árið 1921. Hann gróf þar upp um tvö hundruð grafir og komst að raun um, að alsiða hafði verið að grafa fólk án kistu. Hann fann beinaleifar lir um það bil tuttugu og fimm líkum, bæði barna og fullorðinna, og hafði þær með sér til Kaupmannahafnar, þar sem þau voru rannsökuð af dr. Fr. C. C. Hansen, prófessor í líffæra- fræði við Hafnarháskóla. Hann fann á mörgum þessara beina augljós merki sjúkdóma og næringarskorts, og tennur báru Vitni um mikið slit. Hann ályktaði á þessa ieið: „Hinn þróttmikli, norræni kyn- stofn, sem upphaflega nam Græn- land, úrkynjaðist, þegar aldir liðu sakir harðrar lífsbaráttu og síversn- andi lífsskilyrða og annarra óhag- Úr oýrrl bék eftlr dr. Tryggva J. OBeson, er gefSn var út að Bion- um látnum. Rúnirnar ór vörðunri é Kingigterssúa k, þar sem bi emenningarnir voru iaugar- daginn fyrir gangdag og „rýndu vel“ T I M I N N — ! \UNNUDAGSBLAD 591

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.