Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 6
ið talin álfabyggð mikil. f eynni eru klettar, sem í álfatrúarlandi er erf- itt að hugsa sér óbyggða. Þokur eru þar einnig tíðar, og slíku veðurlagi fylgja oft margháttaðar missýningar, og auk þess hefur langvarandi ein- vera vermanna í eynni haft sín áhrif á ímyndunaraflið. Seleyjarvitinn er byggður sumar- ið 1956. Það er síðasti vitinn, sem Sigurður Pétursson byggði, en hann var um árabil verkstjóri við vita- tyggingar. Hann mun hafa byggt fleiri vita við strendur landsins en nokkur maður, annar, og því standa um hann traustir minnisvarðar á öll- um landshornum, þótt sjálfur sé Sig- urður allur fyrir sex árum. Sigurður Pétursson var Skagfirðingur og taldi sig þar lengst af til heimilis, og for- sjónin hafði séð honum fyrir óvenju drjúgum skammti af skagfirzku þreki og traustleika. Sigurður var það merkilegur maður, að ástæða væri til að helga honum sérstakan kapítula, ,og verði einhvern tima skrifuð saga íslenzkra vita, verður ekki hjá því komizt. Hér verður þó ekki skrifuð ævisaga Sigurðar, því að til þess brestur mig þekkingu, þótt ég ætti þvi láni að fagna að vinna undir stjórn hans nokkur síðustu sumrin, sem hann hélt heilsu. Og það tel ég alltaf einhvern ágætasta skóla, sem ég hef komið í, að öðrum skólum þó ólöstuðum. Papey, séS úr loftl. Vitabygging er talsvert fyrirtæki, og eins var í Seley. Aðstæður voru þar þó heldur í betra lagi, eftir því sem gerist í úteyjum. Inn í eyna miðja landmegin skerst dálítill vog- ur og norðan til í honum eru klapp- ir, sem bátur flýtur vel upp að. Þai var byggður pallur og á honum kom- ið fyrir sþili, sem dró allan flutning upjj úr skipsbát vitaskipsins. Frá gálgapallinum var síðan lögð braul upp að vitastæðinu, og þannig var unnt að draga allan flutning á sleða þangað, sem þurfti að nota hann. En vitar eru ekki byggðir úr loft- inu tómu, og til Séleyjar þurfti að flytja allt efni, sement, möl, sand og meira að segja vatn. Vitaskipið Ilermóður, sem þá var enn ofan sjávar, annaðist alla þessa flutninga. Steypuefnið var tekið um borð á Eskifirði, og þar var því mokað í poka, áður en það var látið í lest- ina. Við Seley var það flutt yfir í skipsbátinn og tekið í honum til lands, þar látið á sleða og ekið til vitastæðisins. Þessir flutningar tóku alllangan tíma, því að margar ferð- irnar þurfti Hermóður að fara milli Eskifjarðar og Seleyjar, og ferðir bátsins milli skips og lands voru hart nær óteljandi. í einni þessara ferða gerðist lítið atvik, sem lengi var í minnum haft. Stýrimaður á Hermóði þetta sumar var ungur maður, sem þá hafði ný- lega lokið skipstjórnarprófi. Hann sat við stjórnvöl í skipsbátnum, þeg- ar efnið var flutt i land. Við bryggju- klöppina í Seley var strengdur kað- all yfir voginn, sem festur var í bát- inn meðan dregið var upp úr honum. Var þetta gert til að halda bátnum frá klöppinni, svo að hann berðist ekki eins upp við hana og ella hefði verið. Milli ferða var þessum kaðli fest í gálgann uppi á pallinum. Einu sinni brá svo við, er báturinn renndi upp að klöppinni, að enginn land- mannanna var staddur við gálgann og kaðalinn rígbundinn í gálgann. Báturinn nálgast, en bandið er hærra en svo, að bátverjar nái til þess með höndunum. Þeir reyna að krækja í það með ár og krókstjaka, en ná því ekki. En í sama mund og báturinn rennur undir kaðalinn, leggur stýri- maður frá sér stýrissveifina, stend- ur upp á öftustu þóftuna og stekk- ur upp og aftur frá bátnum. Hann fer hátt í loft upp, að vísu nokkuð frá kaðlinum, en báturinn er á ferð og heldur auðvitað áfram, svo að stýrimaður kemur niður úr loftferð- inni spölkorn fyrir aftan hann. Þarna var djúpt, svo að hann hverfur, en húfan ein flaut i kjölfarinu. Þeir, sem á þetta horfðu, minntust þess ekki, að hafa fyrr séð mann fara í sjóinn með jafníþróttamannslegum og tign- arlegum tilburðum, því að þegar Pramhald á 598. síðu. Ljósniynd: Þorstelnn Jósepsso-i. 582 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.