Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 19
Meðan fjárvarzlan var á Kalda- dal, var Sigvaldi tíður gestur í Efstabæ og þeir fleiri, þótt hinna sé ekki lengur að neinu getið. Allt varð honum tilefni vísu, jafn vel sykurkarið hennar Herdísar i Efstabæ, er enn til í einni stök- unni: Hvergi er ég hjartahreinn, harla tamur vélunum, sykurmola sé ég einn situr í mér að stel’ ’onum. Þeir Þorbjörn í Efstabæ glett- ust jafnan, er fundum þeirra bar saman. Glötuð mun vísa Þorbjarn ar, þar sem hann bregður Sigvalda um skalla. En Sigvaldi lét ekki eiga hjá sér: Heldur kýs ég hreinan skalla, sem hylur stundum mikið vit, en það hár, sem er að kalla alveg fullt með lús og nit. Ekki er ég alveg örugg um að muna það rétt, að sú vísa sem hér fer á eftir, sé þeim eignuð. Læt hana þó flakka, og leiðrétti þeir, sem betur vita. Þorbjörn: Karlmenn voru kvalarar konungsins á himnum. Sigvaldi: Allt frá því hún Eva skar eplið trés af limnum. Sigvaldi var einn þeirra, sem tóku þátt í norðurreiðinni forð- um, er aðför var gerð að Grími amtmapni á Möðruvöllun og þótti einna sögulegastur viðburður þeirra tíma. Mikið var þá kveðið og misjafnt, og er ein stakan eign uð Sigvalda. Þórður segir það við Briem: Þú átt að geyja að Skagfirðingum fyrir hann Eyjarfjarðar-Grím, flýttu þér, greyið mitt, í kringum. Guðrún Þorsteinsdóttir hét fyrri kona Sigvalda Skagfirðings. Hvort heldur hún hefur lært list- ina af bónda sínum eða haft hana með sér sem heimanmund, þá hef ur hún verið veí liðtæk. Ekki er mér kunnugt um annað eftir hana en þessa litlu stöku, sem hún kvað, þegar bóndi hennar var í þingum við Áslaugu Hannesdótt- ur á Reykjarhóli: Reykjarhóls á lóni. Sigvaldi Jónsson Skagfirðlngur var fæddur 29. október 1814, dá- inn 13. janúar 1879. Ljóðmæli hans voru gefin.út í Reykjavík Í88Í. í íslenzkum æviskrám er hann sagður dáinn 1883. Halldóra B. Björnsson tók saman Ei þó haldi um árar tvær ama frí af tjóni, IV. Enn um Sigvalda minn Sigvaldi röskur rær sund og Smiðssund. Landkönnuður- inn Georg Nares fann árið 1878 tvær vörður á lítilli ey undan Ellesmeres- landi á 79. breiddarstigi, svo ellileg- ar útlits, að þær gátu ekki verið hlaðnar af landkönnuðum eða hval- veiðimönnum á seinni öldum, og laust fyrir síðustu aldamót fann Fram leiðangurinn, sem Ottó Sverdrup stjórnaði, tvær vörður til viðbótar á 88.—89. lengdarstigi á strönd Elles- mereslands, svipaðar að gerð og aldri. Edvard L. Moss, læknir í leiðangri Georgs Nares, fann á 79. breiddar- stigi hreiðurskjól, gerð af manna- höndum i varplandi æðarfugls, og kringum aldamótin fundu Sverdrup og Isachsen fjölda slíkra hreiður- skjóla langt vestan við Jonessund, á Elínarey og Djöflaey, sum þeirra vest an við 80. lengdarstig. Slík hreiður- skjól er talið óhugsandi, að Eski- móar hafi gert, því að þeir eru ein- vörðungu veiðimenn. Bak við slíka athöfn hlýtur að vaka andi búand- manns. Á höfðum og fjallabrúnum hafa víða fundizt rústir grjótbyrgja, þar sem ætlað er, að mienn hafi stað- ið á varðbergi og haft auga með hvalavöðum og öðrum veiðidýrum og hugað að skipaferðum, en slíkt var einmitt algengt á Grænlandi, bæði í grennd við bændabyggðirnar fornu og á eyðislóðum. Það þykir eftir- tektarvert, að rústir af þessu tagi eru víða á fjöllum við sjó fram á strönd Labrador. Tjaldhringir, sem gerðir eru af miklu stærri steinum en Eskimóar hafa notað til slíks um- búnaðar á seinni tímum, hafa fundizt víða, svo sem norðan við flóann Afturreka, á Baffinslandi sunnan- verðu, á Raeeiði, Viíhjálmslandi, Mel- villeskaga, Southamptoney, í Labra- dor og miklu víðar. Á stöðum, þar sem ætla má, að fornum sæförum hefði þótt girnileg höfn, eru víða rústir, sem sumir hafa haldið, að væru gömul skipshróf eða naust, og sýnist þá oft svo sem burtu hafi ver- ið hreinsaðir allir stórir steinar í flæðarmálinu. Therkel Mathiasson hefur þó hallazt að því, að þetta séu rústir gamalla samkomustaða Eski- móa. Borghlaðin skýli hafi komið í leitirnar á austanverðu svæði því, sem Thúlemenningin náði til. Þessi mannvirki taldi Knútur Rasmussen, að myndu vera gildrur, er refum hafi verið ætlað að stökkva niður í, en aðrir telja, að þarna hafi kjöt verið vindþurrkað og fiskur hert- ur. Þessar borgir eru þekktar um allt Grænland og langt vestur á bóginn, allt til, Viktoríueyjar. Slíkt byrgi fann Hudson árið 1609, og voru í því fuglar, sem hengdir voru upp á hálsunum. Grjótgarðar, sem eru eins og V i lögun, eru algengir, þar sem hreindýraveiðar hafa verið stundað- ar, og slíkt hið sama gæsaréttir og ótal mörg önnur mannvirki, sem hníga að veiði á landi og í vötnum. Loks er því haldið fram í bók Tryggva, að hamar Þórs hafi víða í rústum fundizt meitlaðar á steina, sem og merki það, er hann hyggur manrúnir, en Therkel Mathiassen ætlar, að tákna eigi tré. Allt þetta telur Tryggvi sýna, að menn af íslenzku kyni hafi verið að verki á þessum slóðum og borizt frá Grænlandi allt vestur til meginlands Ameríku. Þegar kemur að því, hvers vegna áhrifa frá íslenzkri tungu gætir ekki í máli Eskimóar, ef þeir eru til komn- ir kynblöndun Dorsetfólks og græn- lenzks fólks af bændakyni, ályktar hann sem svo: Það voru fyrst og fremst kafl- menn, sem héldu úr bændabyggðum Grænlands á fjarlægar veiðislóðir í norðri og vestri. Þeir tóku sér konur af kyni Skrælingja, og börnin námu málið af vörum mæðra sinna. Þann- ig koðnaði íslenzk tunga, er stundir liðu fram. Þó ætlar hann, að heiti Eskimóa á kolu, kolek, sé úr íslenzku T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 595

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.