Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 7
hertir þorskhausar og dálkar frá því um haustið, sem svo var kallað. Þetta var haft í stað fóðurbætis handa kúnufn. Ég mun tæplega hafa verið í með- allagi á stærð eftir aldri og krafta smár. Veðrið var eins og áður segir, svo að ekki var mér úti vært að þessu sinni við að berja raskið. En steinn einn allstór hafði verið látinn inn í bæjardyrnar, sem ég átti að berja raskið á, þegar ekki væri verandi við það úti veðurs vegna. Sleggja lá á steininum, sem höfð var til að berja hausana með. Þetta verk varð að vinnast þannig, að helzt ekkert VETTLINGARNIR Þetta mun hafa verið um þorra- komuna eða snemma á þorranum, og ég hef verið langt kominn á sjöunda árið. Það hafði snjóað í logni dagana á undan og lausamjöll- in mundi hafa tekið mér í eyrna- snepla eða meira, ef ég hefði árætt að leggja slóð spölkorn frá bæjar- dyrunum. En svo hvessti i alla mulluna og nú geisaði ægilegur norðanbylur. Stormurinn hamaðist, það gnast og brast í sperrunum í baðstofunni svona andartaki áður en byljirnir geistust að. Það var eins og allt ætlaði um koll að keyra. Andardrátt kóngsins á norðurhveli jarðar lagði svo fast að gluggunum, að rúðurn- ar urðu kafloðnar af hélu, og hélu- skaflar héngu fram af gluggapóstun- um, svo að þeir líktust helzt kafloðn- uni augabrúnum. Væri bæjarhurð- inni lyft frá stöfum, þeyttist mjall- rokið inn um allar bæjardyr, og sóttist eftir bæði að blinda mann og kæfa. En kófsallinn, sem ýrðist inn um einfalt gisið bæjardyraþilið, varð að tveimur hvítklæddum vofum, sem stóðu sín hvorum megin hurðarinnar, en snjóflygsur, sem festust neðan í loftbitunum í bæjardyrunum, héngu þar rétt eins og þær hefðu klær til þess að halda sér með. Steinarnir í veggjunum voru líka orðnir með mjallhvítar, dúnmjúkar slæður, sem þeir höfðu vafið að höfði sér. Svona var nú upplitið á þorra gamla í þetta skipti. þó ekki verra en stundum áður, þegar hann sá vold- ugi víkingur hefur komið þramm- andi heim í ríki sitt í gráa kuflin- um og sótt eftir að nísta allt, sem lifsanda dregur, með sínum heljar- klóm og hlegið tröllslegum kulda- hlátri. Ég var mesti ólmanda- og ódæld- arstrákur ekki samt beinlínis bendl- aður við óknytti, en yfirsjónir átti ég margar. Ég gekkst við því, sem ég var sekur um, en var á stundum grunaður um fleira. Ég fór of hratt innanbæjar og lét hurðirnar ekki nógu hæversklega aftur á eftir mér. En væri ég sendur eitthvað frá bæn- um, var ekki fengizt um, þó að ég flýtti mér. Það var óumflýjanlegt með stráka eins og mig að þjálfa þá dálítlð við vinnu, ef vera skyldi, að mætti takast að gera nýtan mann, sem kallað var, úr þeim. Það, sem ég átti að inna af hendi þennan vetur dagsdaglega, var að berja rask handa kúnum, en það voru bein yrði eftir óbrotið í hausum og dálkum, svo að kúnum væri hægara að nota sér þetta lostæti. — En svo nefni ég það, af því að kýrnar átu þetta með græðgi mikilli, auðsjáan- lega af því, að þeim þótti það gott. Nú fór ég dálítilli stund fyrir há- degi fram í bæjardyrnar til þess að berja raskið, svo að ég yrði búinn að því áður enn miðdagsmatur yrði skammtaður. Tók ég hæfilega mikið til þess að berja af stafla, sem var rétt uppi á loftsbrúninni yfir bæjar- dyrunum, lagði fyrsta, annan og þriðja hausinn á steininn og kurlaði þá með sleggjunni, svo að rétt þeir héngu saman á roðinu, en beinin orðin mjölsmá. Ekki gat ég valdið sleggjunni nema halda báðum hönd- um um skaftið, og var hún þó ekki þung. Þegar ég byrjaði á verkinu, var ég berhentur. Snjóföl var á sleggju- skaftinu til að byrja með — svo var nú kuldinn þarna frammi. Þetta hvort tveggja olli því að ég varð fljótt hálfloppinn af kulda á lúkunum. ,,Góði guð - þú hefur náttúrlega séð til mín, þegar ég barði vettlingana 03 velrt, hvernig það fór . .* HALLDÓR ÁRMANNSSON: T I M I N N - SUNNUDAtíSBLAÐ 583

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.