Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 5
Við Austfirði eru þokur tíðar, og þœr eru ekki, hvað léttastar á Djúpavogi. Þegar sú ferð, sem sagt er Frá í meðfylgjandi grein, var farin, sást hvergi handi sinna skll á öllu svæðinu frá Papoy að Gerpl. Þessl mynd er hlns vegar tekin í sólskinl, og sýnir það, al þarna þekkist annað veðurfar en þokur. hefði ég getað gengið yfir eyna aft- ur og farið um borð á sama stað og ég steig á land, en þokan var orðin svo svört, að ég hefði getað villzt og enda ekki heldur neitt að sjá í dimmunni. Við sjáum Árvakur ekki, en Krist- ján veit, hvar hann liggur, og allt í einu rís hann upp úr hafinu stjórn- borðsmegin við bátinn. Allt er tekið um borð, menn, hylki og bátur, og akkerum er létt. Það er farið hægt af stað, því nú verður að sigla ein- göngu eftir radar, kompás og korti. Ætlunin var að fara með hylki í vitann á Kétilboðafles, sem er skammt frá eynni, en þegar til kem- ur, reynist það ekki.hægt. Það rofar örlítið í þokuna, þegar skerið nálg- ast, en þar er lítið að sjá nema hvítt brot, og þvl er haldið til Djúpavogs. Siglingaleið þangað er óhrein, og því hefði verið ógerlegt að fara þangað þessu sinni, hefði ratsjáin ekki verið. En hún er það töfratæki, sem varar við hættunni áður en hún dynur yfir og gerir siglingar í þoku og nátt- myrkri öruggari, enda erum við komnir að bryggju á Djúpavogi áður en varir. Þokan yfirgaf okkur ekki þennan dag. Frá Djúpavogi fórum við til Breiðdalsvíkur, frá Breiðdalsvík til Stöðvarfjarðar og frá Stöðvarfirði til Eskifjarðar, og nær alls staðar var þokan með. Það aðeins rofaði til inni á fjörðunum, og þegar við vorum komnir nokkuð inn á Reyðarfjörð, glaðnaði til, og síðan var siglt í stilltu og fögru kvöldveðri inn á Eskifjörð. En þegar aftur var haldið þaðan undir morguninn, var sú gráa mætt til leiks. Út allan fjörðinn sá hvergi til stranda, og Seley varð ekki greind fyrr en í sama mund og komið var svo nærri, að nær varð ekki farið og akkerum varpað. Seley er heldur lág eyja út af Reyðarfirði norðanverðum. Hún er óbyggð, en fyrr á öldum og allt fram á þessa öld var þaðan talsvert útræði. Lending er þar allgóð landmegin, en að austan rís hún lóðrétt úr hafi og er hyldýpi fast upp að berginu. Fyrir nokkuð mörgum árum kom það fyrir, að brezkur togari sigldi á eyna þeim megin. Þetta var í þoku og skipið á heldur hægri ferð, en mun þó hafa fengið allþungt högg og komst við illan leik til hafnar. En ekki kenndi skipið grunns við þennan árekstur og sýnir það, að út frá eynni þeim megin eru ekki grynningar. Minjar um útgerðina frá Seley eru ýmsar í eynni. Þar eru á ýmsum stöðum gamlar verðbúðatóftir, og til skamms tíma stóðu þar steinsteyptir veggir skammt sunnan lendingarvogs- ins. Þessi steintóft var af fiskverk- unarhúsi eða salthúsi, sem reist var, þegar nokkuð var komið fram á þessa öld. Þá ætluðu framtakssamir menn að hefja útræði á ný frá eynni, en sú tilraun féll þó fljótlega um sjálfa sig, og tóftin stóð þar ein eftir til minja um hana. En síðast liðinn vet- ur hrundi hún saman, og nú er stein- hýsið gamla eklú annað en óskipuleg grjóthrúga. Sementið var dýrmætt á fyrstu árum steinsteypu á íslandi, (enda- ekki farið að flytja það þá í bréfpokum, sem rifna við minnsta hnjask, heldur vandlega varðveitt í trétunnum) og þess vegna hefur bygg ingin kannski ekki verið eins traust og skyldi. Að minnsta kosti er svo komið nú, að Ægir hefur reynzt henni yfirsterkari. í þjóðsögum Jóns Árnasonar kem- ur Seley við sögu í einhverri merk- ustu frásögn, sem þar er að finna. Það er sagan um Álfa-Árna eða Ljúflinga-Árna, og er sú saga á sinn hátt heimild um verbúðalíf í eynni. Árni var innan úr Reyðarfirði, en reri úr Seley. Er hann hafði verið nokkurt skeið í eynni, tekur hann að verða var álfkonu, er taldi sig búa þar í eynni, og er hún stöðugt að færa sig upp á skaptið. Hún vill fá Árna til eiginorðs við sig, en hann færist undan, með hægð þó í fyrstu, og væntir þess, að aðsókninni linni, þegar einverunni í eynni ljúki. En það merkilega við söguna er, að svo verður ekki, heldur vitrast álfkonan honum ekki síður, þegar hann er kom- inn heim aftur, og heldur upptekn- um hætti. Þessi saga er alkunn og verður ekki rakin hér nánar, en hún er rituð eftir Árna sjálfan og mun vera í öllum aðalatriðum rétt sjúk- dómslýsing og skýra frá reynslu, sem Árni hefur talið algeran veruleika. Og það var ekkert undarlegt, að álfa mærin skyldi komast í tæri við Árna í Seley, því að þar hefur löngum ver- 581 T I M I N N — StJNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.