Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 17
Gripir sem fundizt hatn í bóistöSum fólks, er hafSi tileinkað cer Thúlemenninj- una. Það kunni aS fara með bora. í þriSja sæti neðs^ á mync'inni eru beinhlíf, er fest var á selskinnsfingurbjargir. Hans skoðun er sem sé sú, að hinn íslenzki kynstofn á Grænlandi hafi alls ekki dáið út. Meðal Eskimóa í hinum norðlægu löndum Vesturheims eru miklar sagn- ir um þjóðflokk, sem þeir nefna Túnníta, stórvaxna menn, sem þeir telja, að hafi átt heima á norðaustur- strönd Labrador, við Hudssonssund og á Baffinslandi. Benda þeir á marg- víslegar rústir og dysjar til sann- indamerkis og eigna Túnnítum ýmis nýmæli í lífsháttum í þessum lönd- um. Tryggvi J. Oleson segir þegar í upphafi bókar sinnar: „Það hefur verið fjallað um Túnn- íta sem dularfullan þjóðflokk, er menn hafa viljað telja annað Eski- móakyn, Indíána frá Norður-Ameríku og nú síðast fólk það, er skóp hina svonefndu Dorsetmenningu. Engin þessara skoðana fær staðizt. Munn- mælin greina vendilega á milli þeirra og Eskimóa. Indíánar eru alþekktir í sögnum Eskimóa og lýsingin á Túnnítum getur með engu móti átt við þá. Það er höfuðkenning þessar- ar bókar, að Dorsetfólkið hafi verið eldra í hettunni en Túnnítarnir. Þar séu á ferð Skrælingjar fotosagnanna, smávaxið, frumstætt fólk af óþekktu kyni og uppruna, og Eskimóar nú- tímans séu til komnir við kynblönd- un Dorsetfólks og Túnníta — með öðrum orðum íslendingar, sem yfir- gáfu bændabyggðirnar og tóku upp það, sem við nefnum lifnaðarhætti Eskimóa. Upp úr þessari blöndu kom Thúlemenningin, undanfari Eskimóa- menningar nútímans". Kanadamaðurinn Diamond Jen- ess uppgötvaði fyrstur manna leifar Dorsetmenningarinnar árið 1925, er hann rannsakaði fjölda muna, er fundizt höfðu við Dorsethöfða á Baffinslandi. Hann rakti uppruna þessa menningarskeiðs til síðustu þúsund áranna fyrir tímatal okkar og taldi það ná nokkuð fram á ann- að árþúsundið að okkar tali. Síðan hafa menjar Dorsetmenningarinnar fundizt víða á eyjum norðan Kanada, í Labrador, á Nýfundnalandi og Grænlandi. Við fornleifarannsóknir þessar hefur komið í ljós, að undan- fari Dorsetmenningarinnar var menn ingarskeið sem kennt er Sarqaq. Loks uppgötvaðist hin svonefnda Thúle- menning við Thúle á Norður-Græn- landi og varð enn frekar kunn af fornleifafundum á eyjunum norðan Kanada í fimmta Thúleleiðangrin- um. Fólk það, sem skilið hefur eftir sig þessar menjar, hafði fasta vetur- setu og bjó í húsum, sem það hlóð úr grjóti og torfi eða gerði sér af hvalbeinum. Rústir þessar hafa fund- izt á Baffinslandi, Vilhjálmslandi, Southamptoney og við flca þann, sem kallaður hefur verið Afturreki. Menjar um dvöl þessa fólks hafa ennfremur komið í leitirnar á Norð- austur-Grænlandi og Vestur-Græn- landi. Menn hafa ekki treyst til þess að ákvarða, hvenær þetta fólk var uppi, en landið umhverfis Hudsons- flóann hefur hækkað um tíu metra síðan það byggði þar elztu hús sín. Þorri vísindamanna hafa talið full- víst og álitið það ótvírætt sannað, að þessi menning hafi borizt vestan frá Alaska og ætla, að í henni gæti áhrifa frá Asíu. Við Íglúlík hefur fundizt sambland Thúlemenningar og Dorsetmenningar. Það er áður að því vikið, að Tryggvi J. Oleson hyggur menjar þær, sem kenndar eru við Dorsetmenningu, stafa frá Skrælingjum fornsagnanna. Margir þeirra muna, sem sérkenna Eskimóa, hafa ekki fundizt í bólstöð- um Dorsetfólksins, svo sem sleðadrög, leifar aktygja, kasttré og margt fleira. Það þekkti ekki bora, heldur meitl- aði eða hjó göt á verkfæri sín. Það veiddi rostunga, seli, hvítabirni, hrein dýr, héra og tófur, en ekki náhveli, hvíthveli né annað hvalakyn, og þa.ð átti ekki sleðahunda og notaði þess vegna einungis litla dráttarsleða. Um híbýli þess er engin fullnaðarvissa fengin, en dr. Tryggvi ætlar, að það hafi hafzt við í gryfjum, er það hafi grafið í jörðina og reft yfir. Telur það koma heim við vistir Skrælingja, r i m > \ \ SUNNUUAOSttLAÖ 593

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.