Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 14
ur hér ekki langur á þeim árstíma, og ég hugsa þetta láti nærri. En það merkilega var, að það var Aust- firðingur, sem sagði mér þetta, og ég hef verið að spyrja gamla Gríms eyinga um þetta, en þeir könnuðust ekki við að hafa heyrt það. Þó ber öllum saman um, að þetta sé nokk- uð rétt lýsing. — Hún er yfir 5 kílómetrar á lengd, segir Alfreð, og eitthvað um 3 kílómetrar, þar sem hún er breið- ust. Að flatarmáli mun Grímsey vera aðeins minni en Heimaey í Vestmannaeyjum. — Og heimskautsbaugurinn ligg- ur um eyna? Hvar er hann nákvæm lega? — Allir spyrja að þessu, og það er eins og sumir haldi, að hann sé eitthvað sýnilegt tákn. Mér er sagt, að þeir hjá Flugfélaginu láti vélarn- ar oft hoppa hér yfir eynni eins og þeir væru að fara yfir eitthvað. En samkvæmt nýjustu mælingum land- helgisgæzlunnar liggur baugurinn hér rétt norðan við húsið á Básum, en hann var áður lengi talinn liggja um prestsetrið á Miðgörðum. Séra Róbert var vanur að segja, að hann skipti stofunni hjá sér í tvennt. — Hér eru fuglabjörg mikil. Fæst ekki mikil búbjörg úr þeim? — Egg og fugl eru hér mest orð- in hobbí. Margir ná sér í eitthvað af eggjum og gefa kunningjunum út og suður, en eggjatakan er ekkert hjá því, sem var. Það er alltaf farið í björgin og þau nytjuð, en þau eru hvergi nærri eins nýtt og gert var áður. Fyrir svona þrjátíu árum voru eggin það eina, sem gaf peninga, — þá var fiskurinn lagður inn á reikn- ing og fengin úttekt fyrir hann, en eggin gáfu reiðufé, — og þá var þrautsigið í hvert einasta bjarg. En vorin eru hér bezti veiðitíminn, og því er lítill tími aflögu til að sinna fuglinum. Menn eru sumir að skjót- ast í björgin á kvöldin eftir róðra, en eggin verður að taka á ákveðn- um tíma, annars skemmast þau. Og fuglinn bíður ekki eftir, áð vel standi á hjá mönnunum. — En er hér æðarvarp? — Ekki sem hægt er að kalla varp. Hér er mikið af æðarfugli, og hann verpir á strjálingi út um alla eyju. Ég hugsa, að á flestum bæjum megi fá sem svarar í eina sæng af dúni á ári, en það hefur engin rækt verið lögð að koma upp því, sem kalla mætti varp. Þetta er eingöngu strjálfugl á víð og dreif. — Hvaða fugli ætli hér sé mest af? — Hér er geysimikið af bæði rytu og skeglu, en hér eru alveg ótrúlega margar tegundir. Við sendum ný- lega Finni fugl, sem náttúrugripa- safnið átti ekki til. Það var fjalla- kjói, sem ég hafði náð í og ætlaði mér að eiga, en Finnur sótti fast að fá hann fyrir safnið. — En svartbakur, er hann mikið hér? — Nei, við höfum gert mikið til að útrýma honum, og hér sést varla orðið veiðibjalla. Eins viljum við ekki sjá hér hettumáf, og það hafa verið með okkur samtök um að leyfa honum ekki landvist. Hann þykir slæmur með það að taka varplönd frá öðrum fuglum og flæma þá burt, til dæmis hefur hann sums staðar hrakið kríuna úr varplöndum sín- um. Og hér er ákaflega mikið af kríu, og hún verpir hér alveg heim undir bæ á Básum. Það er geysi- mikið af henni á flugvellinum, en það kemur aldrei fyrir, að hún verði fyrir vélinni, þótt aðrir fuglar geti orðið of seinir að bjarga sér undan. Tryggvi flugmaður segist fyrst hafa flogið yfir völlinn einn hring til að reka kríuna upp áður en hann lenti, en hann hætti því fljótt, því að þeg- ar hann kom aftur, var krían setzt á ný. En það getur verið varasamt fyrir ókunnuga að koma hér, þegar ungarnir eru nýkomnir úr eggjun- um, en hún lætur heimilisfólkið allt- af í friði. Það er eins og hún þekki það úr og viti, að því megi treysta. Þegar hér er komið samtal- inu hringir sími einhvers staðar Frh. á bls. 596. Höfnin í Sandvík í Grfmsey. Skipin. sem sjást við bryggjona, eru vitaskipið Árvakur og vélbátorinn Hafbjörg, sem nýlega hefur verlð keyptur til Grímseyjar. Allar myndirnar eru Tímamyndir-KB. 590 TlNINN - SUNNTJDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.