Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 18
enda hafi slíkar grófir víða fundizt. Ekki hafa fundizt neinar beinagrind- ur, sem ótvírætt verða taldar stafa frá Dorsetfólki, en það hyggur dr. Tryggvi eðlilegt, ef rétt sé ályktað hjá Jóni Dúasyni, að það hafi varp- að Iíkunum í sjóinn. Þó hafa nýlega komið í leitirnar tveir kjálkar úr karlmönnum í vistum Dorsetfólks við Hudsonsflóa og Hudsonssund, er sennilega eru frá tímum þess, en aftur á móti er örðugt að ákvarða, hvort þar hefur ekki verið komin til kynblöndun. En hvort heldur er, þá telur höfundur þessa kjálka heldur styrkja það, að Dorsetfólkið hafi ver- ið smávaxið, því að þeir eru öllu minni en úr Eskimóum nú á dögum. Svo að vikið sé á ný að Thúle- menningunni, þá hefur því verið fast haldið fram, að hún hafi borizt úr vestri. Það er ljóst af því, sem áður er sagt, að dr. Tryggvi er á öndverðri skoðun. Hann telur hana tilkomna við kynni og kynblöndun Grænlendinga og Dorsetfólks og þess vegna borizt að austan til hinna vestlægari landa. Færir hann þar meðal annars til, að elztu menjar Thúlemenningarinnar hafi fundizt á Grænlandi og í hinum austlægari löndum, en yngstar þær, sem komið hafa í leitirnar i Alaska. Hann held- ur því fram, að verkfæri Thúlefólks- ins séu eftirlíkingar verkfæra járn- aldarmanna, enda sum þeirra úr járni, er hafi á þessum slóðum ein- ungis verið að fá hjá Grænlending- um af íslenzku kyni, þar eð ekki sé líklegt, að frumbyggjar þessara landa hafi kunnað að afla sér járns úr loft- steinum, fyrr en til komu áhrif þjóðflokks, er þekkti járn frá fornu fari. Hann segir um dr. Therkel Mathiassen, sem fyrstur uppgötvaði Thúlemenninguna og mjög hefur lagt stund á að rannsaka hana: „Við gaumgæfilega rannsókn á verkmenningu Thúle-Eskimóa hefur Therkel Mathiassen veitt því athygli, að listfengi Thúlefólksins fer smám saman og sífellt hnignandi á leiðinni austur á bóginn frá Alaska. Það er undarleg og nálega óskýran- leg þróun. Eigi Thúlemenningin á hinn bóginn uppruna sinn sem járn- aldarmenning á Grænlandi, er smám saman hafi borizt vestur á bóginn til Alaska og Síberíu, 'er enginn vandi að skýra vaxandi listfengi og fram- farir við gerð muna. Járnaldarfólk, sem sífellt á örðugra með að ná í járn, neyðist til þess að búa til verk- færi úr steini og beini. og það nær tökum á hinni nýju tækni, þegar það hefur glímt við þetta kynslóð eftir kynslóð". Það eru að dómi Tryggva Túnnítarn ir, veiðimenn af kyni Grænlendinga hinna fornu, búðsetumenn í Norður- setu og þeirra niðjar, sem ólu af scr Thúlemenninguna, er þeir samlöguð- ust Dorsetfólkinu, og hið nýja fólk, sem spratt af þessari kynblöndu, bar hana með sér lengra og lengra vestur á bóginn, að hans ætlan. Sú spurning vaknar auðvitað, hvers vegna menn af bændakyni hafi yfir- gefið heimkynni sín í Eystribyggð og Vestribyggð. Svör dr. Tryggva eru einkum þau, að þeir hafi verið að nytja auðug veiðisvæði, þar sem þeir fengu ekki einungis nauðþurft- ir sínar, heldur og varning, sem var mjög verðmætur á mörkuðum í Evrópu. Tennur úr rostungum og náhvölum voru mjög eftirsóttir grip- ir, því að það var ekki aðeins fíla- bein miðaldanna, heldur líka torfeng- inn læknisdómur. Úr húðum stórra sjávardýra voru gerð svarðreipi, hvít- ir fálkar voru hið mesta keppikefli þjóðhöfðingja og ríkismanna suður í löndum, og lifandi hvítabirnir mikill fengur, sem greiddur var mjög háu verði við hirðir konunga. „Jafnskjótt og íslendingar höfðu fest byggð á Grænlandí", segir dr. Tryggvi, „hófu þeir siglingar og bjuggust um utan landbúnaðarhérað- anna. Þeir sigldu til austurstrandar Grænlands, einkum svæðisins í grennd við Angmagssalik, þar sem Krosseyjar voru og mergð hvítabjarna, og einnig Finns- búða, sem voru sunnar. Eftir- sóttust voru hin suðlægari svæði: Greipar, firðirnir í grennd við Hol- steinsborg og Sykurtoppinn, Karl- búðir. suðurhluti DisRóflóans, og Króksfjarðarheiði, svæði, sem byrj- ar við Úmanakflóa og nær ef til vill norður að Melvilleflóa. Tíðar ferðir voru einnig gerðar á hinar norðlæg- ari slóðir — norður í Smiðssund og ef til vill Kennedýssund. Eisunes, sem dregur nafn sitt af kolum, sem þar hafa fundizt, var á_ Núgssúak- skaga, rétt sunnan við Úmanak, og lengra norður Æðarnes, sem kennt var við æðarfuglinn. Það er augljóst, að þeir könnuðu svæðið milli Mel- villeflóans og Inglefieldslands, því að þeir kölluðu það Skagann og töldu það vesturþröm landbrúar þeirrar, sem tengdi Grænland Rússlandi. Aft- ur á móti var Landsendi hinn nyrðri sennilega skagj&n við Etah. Til vest- urs voru könfiunarferðir farnar til Ellesmereslands, Devoneyjar og Baff- inslands, gegnum Hudsonssund og til svæðanna umhverfis Melvilleskaga og Southamptoney og sennilega lengra inn í Hudsonflóann. Öll þessi svæði, og þó einkum Norður-Græn- land, nefndust Norðurseta. Labrador kann að hafa verið þar með, því að þangað voru gerðar tíðar ferðir til þess að sækja við“. Enn fremur segir: „Það var náttúruauður þessara svæða, sem hrundu af stað þessum siglingum og bólfestu í öllum þeim löndum, er Norðurseta tók til. Þar var miklu meiri mergð landdýra og sjávardýra en í bændabyggðunum. Þar voru hvalavöður og gnægð rost- unga. Af selum, sem voru uppistað- an í daglegri fæðu manna, var þrot- laus mergð, og margt hvítabjama, er bæði voru felldir og fangaðir lif- andi. Hvítir fálkar, sem þóttu dýrð- legastir fugla meðal tiginna veiði- manna á miðöldum, voru margir á Baffinslandi. Ekki var heldur hörg- ull á náhvölum og æðarfugli. Reka- viður frá hinum miklu fljótum Sí- beríu lá víða í hrönnum. Allt þetta skýrir ekki einungis árlegar sigling- ar til þessara svæða, heldur einnig hitt, að um alla Norðursetu risu upp mannabyggðir, sem héldust um lang- an eða skamman tíma. Brottflutninginn úr bændabyggð- unum má skýra á ýmsa vegu. Lönd- in í norðri og vestri voru auðug veiðilönd og seiddu til sín margt manna, sem annað tveggja. fannst búskapurinn of fyrirhafnarsamur eða höfðu komið of seint til þess að hreppa góðar bújarðir. Þeir, sem dæmdir höfðu verið fyrir lögbrot, hafa af sjálfsdáðum eða tilneyddir horfið brott úr heimkynnum sínum um nokkurra ára skeið eða fyrir fullt og allt. Hér getur einnig hafa komið til greina vaxandi ásælni kirkjunnar til jarðeigna í Eystribyggð og Vestri- byggð. Það er alkunna, að á fjór- tándu öld átti kirkjan orðið allt land í þessum byggðum báðum. Framan af gat lika hollusta við heiðinn dóm hafa knúð suma til þess að víkja á brott úr byggðum landnemanna, þeg- ar kristin trú varð þar allsráðandi". Því til stuðnings, hve víða Græn- lendingar hinir fornu hafa farið, nefnir höfundur ýmsar skráð- ar heimildir, en víkur síðan að marg- víslegum menjum víðs vegar um Norður-Grænland og eyjarnar norð- an Kanada, er hann telur sanna, að þeir hafi þangað komið. Er þar fyrst á það að drepa, að árið 1824 fann Eskimóinn Pelimút þrjár vörður og lítinn rúnastein á eynni Kingíktórs- súak, sem er á 72 breiddarstigi, nokk- uð norðan við Úpernivík, og sagði á þessum rúnasteini, að Erlingur Sig- hvatsson, Bjarni Þórðarson og Ind- riði Oddsson hefðu hlaðið vörðurnar laugardaginn fyrir gangdag, hinn 24. april að fornu tímatali: Þessi rúna steinn er talinn vera frá fyrri hluta fjórtándu aldar, og þeir, sem rún- irnar gerðu, hafa sýnilega haft vetur- setu á þessum slóðum. Danski vísinda maðurinn Therkel Mathiassen fann líka á eynni Inúgsúk litla brúðu úr viði í þröngum kyrtli og með hettu á höfði, bersýnilega eftirlíking af klæðaburði grænlenzks fólks af ís- lenzku kyni. Bjarnargildrur hafa fundizt á Eisunesi og ýmsum öðrum stöðum, svo sem á Melvilleskaga og í grennd við Lancastersund, Jones- 594 TllUIN^ - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.