Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 3
hundruð krónur í silfri og gulli, er jafngilti þá rösklega hundrað vikna karlmannskaupi að vorinu. Lét ég sauma peningana innan í skyrtuna mína á brjóstinu, og þótti mér það harður rekkjunaut- ur. Fannst mér þetta öruggara, því að orðið hafði ég var við vasa þjófa. Skálholt kom alltaf á réttum tíma til Búðardals í vesturleið, en seinkaði stundum að vestan. Við Ólafur vorum ferðbúnir á réttum tíma með hafurtask okkar. Þegar við lögðum af stað, var hið indæl- asta veður, svo að ferðin vestur gekk ágætlega. Skipið lagðist að bryggju á Sólbakka að venju, svo að uppskipun varð þægileg og ódýr. Var nú næst að finna Ellef- sen, fá rúm fyrir tunnurnar, biðja hann fyrir peningana og semja um kaup á hvalnum. Þetta gekk allt vel, nema undanfláttuna vildi hann ekki gefa, enda hafði ég ekki skap til þess að sækja það fast. Hún átti að kosta tvo aura kílóið. Þetta var að vísu lágt verð, en gerði þó talsverða skekkju á út reikninginn. Að öðru leyf var Hans Ellefsen hinn alúðlegasti. Skekkjan, sem varð á útreikn- ingi, nam sem svaraði kaupi mínu, og stóð ég allvel að vígi, þótt ég fengi þa'ff ekki borgað. En til þess kom aldrei, því að allir borg- uðu þetta möglunarlaust. Þá var næst að útvega okkur verustað meðan við dýeldumst fyrir vestan, allt að mánaðartíma. Gekk það greiðlega á næsta bæ, Hvilft, hinu mesta myndarheimili, hjá hjónunum Sigríði Sveinbjarn ardóttur og manni hennar, Sveini bónda Sveinssyni. Þarna fór eins vel um okkur og við værum heima. svo að nú lék allt í lyndi. Og nú var tekið ti! óspilltra mála að undirbúa móttöku á hvalnum. eftir þvi sem hann veidd ist, og mátti heita. að allt gengi tafalitið svona í hálfan mánuð. En þá fórum við að veita því eftir tekt, að lagartunnurnar tóku að hverfa og þær ekki allfáar, svo að nú vandaðist málið. Þá stakk Ólaf ur upp á þvi. að ég kærði þetta fyrir Ellefsen, sem ég féllst á og gerði En hverju haldið þið, les- endur góðir, að Ellefsen hafi svar að? ,,Þefta eru þínir landar“, sagði hann. Hefi ég aldrei farið sneyptari frá manni. Við nánari athugun komst ég að því, að það voru aðeins íslend- ingar sem stálu. Norðmenn tóku víst aldrei hval heim með sér. Það var því fljótræðisheimska að fara svona að. Nú var.ekki um annað að gera en fara að vaka nótt og dag yfir öllu saman og reyna að leita uppi týndu tunnurnar. Upp frá því vöktum við sína nóttina hvor og borðuðum á víxl, þar til við fórum. Megnið af töpuðum tunnunum fundum við með aftálguðum brennimörkum, og keyptum síðan eitthvað í skarðið, svo að við gæt- um staðið við pöntunina. Móttaka hvalsins mátti heita að gengi vel, nema hvað oft vantaði okkur börur og fleira til þess að bera að okkur, þangað sem tunn- urnar voru. Auk þess reyndust tunnurnar býsna gallaðar, en úr því bætti minn ágæti samverka- maður. En af því að tunnurnar voru allar brennimerktar, var unnt að sjá, hver átti hverja, því að skrá fylgdi líka. Brátt kom þar, að við vorum búnir að fylla allar tunnurnar og fórum að búa okkur undir heim- ferð. Hugsuðum við gott til þess og bjuggumst ekki við, að orðið gætu neinar tálmanir í vegi. Ég fór að gera upp við Ellefsen, sem allt gekk vel, og tók á móti leif- um peninganna sem auðvitað höfðu nú létzt mikið. Hafði ég þá í vösum mínum síðan. Óðum leið að skipskomu, og var henni jafnvel farið að seinka, svo að við hófum að velta tunnun- um fram á bryggju, eftir því sem fengum pláss. Töldu allir víst, að að skipið legðist að bryggju. En reyndin varð önnur. Loks kom Skálholt og var nú Gotfredsen skipstjóri i stað Ásbergs. Annars var Ásberg ævinlega með \Skál- holt, hinn ágætasti maður, en Got fredsen þótti stirður og erfiður viðureignar. Stormar höfðu geng- ið að undanförnu, og þess vegna seinkaði skipinu. En nú var að- eins gjálfrandi, svo að auðvelt var að leggjast að bryggju. Það brást þó, og var ekki við það komandi. Bar skipstjóri ýmsu við, svo sem að sér hefði ekki verið tilkynnt- ur farmurinn. Eftir mikið 'þjark leyfði skip- stjóri að Ieggja lausan fleka af skipinu upp á bryggjuendann, sem þó var hálfgert glæfraspil með svona varning. Og við áttum að vera búnir á tilteknum tíma, sem víst var ekki of langur. Þetta var allsæmilegt meðan lágt var í sjó, en illfært úr því. Þó slampað- ist allt slysalaust af. En ekki er of sagt, að hurð skylli þar nærri hæl- um, að allt kæmist um borð óhappalaust. Að allt gekk nógu greiðlega, var að þakka aðstoð Dal-min-.a, sem voru með skipinu á heimlei ð úr verðstöðvum og hjálpuðu okk- ur drengilega og svo til endur- gjaldslaust. Fæstum þeirra fékk ég því miður tækifæri til þess að greiða á móti síðar. Eins og allir geta skilið, seni þetta lesa, töldum við Ólafur okk- ur sloppna úr heljargreipum. Þó að við þekktum til þess, að upp- skipun væri erfið í Búðardal, gerð um við ekki ráð fyrir, að skip- stjóri yrði svo afleitur að fara með farminn aftur. En það hefði hann þó áreiðanlega gert, ef veðr ið og dugnaður sjómannanna hefðu ekki hjálpazt að við að koma öllu á land. Þá var nú samt verulega erfið aðstaða til upp- skipunar í Búðadal um lágsævi og það með svona varning. En allt komst af. Við gátum skilað hvalnum í all- góðu ásigkomulagi. Hlutaðeigend- ur voru, að ég held, ánægðir, en lítil urðu laun til okkar Ólafs nema talsverð lífsreynsla, sem alltaf er mikilsvirði. Að lokum endaði ferðin vel, því að okkur var tekið opnum örmum og hlut- um þakkir fyrir. En æðioft í þess- ari glæfraferð skall hurð nærri hælum, svo að við lá að förin yrði okkur til skammar og skap- raunar. En sem oftast í lífinu var sem einhver hulin hönd hefði bet ur og sneri öllu til hamingju. Næsta vetur var mjög lagt að okkur að fara aðra ferð. En við höfðum fengið nóg af þessari einu ferð, var þá talsvert reynt til þess að fá einhverja fyrir vestan til þess að koma með hval á báti eða skútu. En það tókst ekki, og þar með dóu þessi bjargráð alveg út. í sambandi við það, sem nú hefur verið sagt, hefði verið freist andi að festa á blað eitthvað um kynni mín af Hans Ellefsen, hátt- semi hans og kenjum, sumarið sem ég var á Sólbakka. Hann var á margan hátt sérkennilegur mað- ur, þó að höfðingi væri í sjón og raun. * flHINN - SUNNUDAGSBI.AÐ 579

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.