Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 21
^ekkzt hafa hér á landi, bæði fyrr og síðar. Um 1455 fór Björn utan með konu sína. Fengu þau veður stór, og hraktist skipið undir Orkn- eyjar. Þar kom að þeim skozkur víkingur, rændi þeim og flutti þau til Skotlands. En er það spurði Kristján Danakonungur, lét hann Íeysa þau út, og komu þau til Dan- merkur og fengu hinar beztu viðtök ur hjá konungi. Konungur fékk þá Birni hirðstjóra embætti yfir öllu íslandi, og átti hann að hefta ólög- lega verzlun Englendinga á íslandi, hvað sem það kostaði. Strax eftir að hirðstjórahjónin komu heim, fóru' þau um landið með marga sveina og heftu yfirgang Englendinga, ýmist með því að drepa þá eða reka þá af landi burt og gera fé þeirra upp- tækt. Leið svo fram til ársins 1467, að þau hjón fóru með flokk vopn- aðra sveina vestur á Rif á Snæfells nesi, þar sem enskir höfðu verzlun. Sló þá í bardaga, og féll Björn hirð stjóri þar, ásamt sjö sveinum sínum, en Þorleif Björnsson fönguðu þeir og höfðu í haldi, þar til að hann var útleystur með miklu fé. Ólöf komst nauðulega undan, því að Englending ar veittu henni eftirför, og flúði hún suður yfir Fróðárheiði og inn Stað- arsveit. Maður er nefndur Ólafur og var Ge'irmundsson, kallaður tóni ftir móðurföður sínum, Ólafi tóna eldri, Þorleifssonar, Svartssonar, Þorleifs- sonar á Reykhólum. Guðrún, móðir Ólafs þessa, var systir Árna biskups milda í Skálholti. Ólafur var i æsku uppfóstraður af Straumfjarðar- Höllu, er var haldin mjög fjölkunn ug, og var almælt, að Ólafur hefði numið af henni þessi vísindi. Þar eftir fór Ólafur til hirðstjórahjón- anna á Skarði og gerðist sveinn þeirra hjóna og verkstjóri. Hann lét þá ryðja Tónavör á Skarði. Síðar með tilstyrk þeirra hjóna kvongaðist Ólafur Sigríði Þor- steinsdóttur frá Hróðnýjarstöðuní í Dalasýslu og settust þau að á Rauðamel á Snæfellsnesi. Dóttir Ólafs og Sigríðar á Ytri-Rauðamel var Þorbjörg, sem átti Andrés Guð- mundsson ríka, Arasonar á Reyk- hólum. Eins og fyrr er sagt hélt Ólöf inn Staðarsveit og beina leið að Ytri-Rauðamel til Ólafs tóna, og tók hann við henni tveim höndum og gerði henni allan fararbeina. Og þá þau höfðu gert ráð sín undir Háa hjalla, reið Ólöf inn Rauðamels- heiði og komst undan. Ólafur fór á móti Englendingum og fyllti flokk þeirra og gerðist leiðsögumaður þeirra. Sló þá yfir þoku, og varaði þá Ólafur Englendinga við, að fyrir- sát mundi vera, er þeir sáu í þok- unni stróka marga, sem voru raunar hraundrangar. Sneru þá Englepding- ar við og launuðu Ólafi vel fylgd og T I M I N N - SUNNUDAGSBLÁÐ viðvörun. En Ólöf rika gaf Ólafi síð- ar jörðina Snorrastaði fyrir liðsinni við sig, þá er mest á reið. Nokkru sfðar móttók Ólöf frá Englending- um Björn bónda sinn, stykkjaðan niður í poka. Mælti hún þó: „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur hefna.“ Með hjálp milligöngumanna fékk hún útleystan Þorleif, son sinn, frá Englendingum með miklu fé. Þar eftir fór hún utan á fund Danakon- ungs og klagaði fyrir honum víg Björns. Er mælt, að konungi litist vel og stórmannlega á Ólöfu, og klög un hennar hafi jafnvel orsakað fimm ára stríð milli Dana og Eng- lendinga. Þegar Ólöf ríka kom hetm úr ut- anför sinni, tók hún til óspilltra mál- anna og herjaði á Englendinga, hvar sem hún náði til þeirra, og voru synir hennar, einkum Þorleifur, fyr- ir því liði. Gátu þau tekið á ísafirði þrjár enskar duggur með allri áhöfn, voru sumir drepnir, en fimmtíu teknir til fanga og fluttir að Skarði í höftum. Var þeim byggð ur þar skáli, er síðan nefnast Man- heimar og gerðist hjáleiga. Englend inga þessa hafði hún í haldi um hríð og lét þá vinna öll erfiðustu grjótverkin á Skarði, svo sem að garðhleðslu, strætislagningu til kirkjunnar, húsagerð og fleira. Sleppti þeim síðar og sendi þá utan. Ólöf var hin mesta framkvæmda- kona. Lét hún byggja Skarðskirkju mjög vandaða með spónþaki, og stóð kirkja sú um þrjú hundruð ára tímabil. Kirkjunni gaf hún stóra klukku og mjög vandaða altaris- í Sunnudagsblaði Tímans þann 3. maí síðast liðinn, birtist dágóð rit- smíð, Ilofteigur á Jökuldal, eftir einhvern guðfræðinema, Ágúst Sig- urðsson að nafni. En þar sem í henni er að finna nokkur villandi og raunar staðlaus ummæli um föð- ur minn látinn, séra Harald Þór- arinsson, tel ég óþarft og nánast fráleitt að láta þau óleiðrétt. Þar segir:........en þótti ólið- ugur við messuembætti.“ Þetta eru ómakleg orð og hin mesta fjarstæða og augljóst, að hinn ungi guðfræðinemi hefur aldrei verið við -messu hjá föður minum. Munu bæði Jökuldælir og Mjófirð- ingar á einu máli um það, að séra Haraldur hafi einmitt verið rögg- samlegur klerkur og góður ræðu- 'maður. Ræðuflutningur hans var al- mennt talinn áheyrilegur. Aukaverk (skírn, hjónavígslur, fermingar og greftranir) fórust honum mjög vel töflu, sem er hið rnesta listaverk og er enn þann í dag í kirkjunni á Skarði, öllum, sem hana sjá, til augnayndis og ánægju. Eins og ég hef áður minnzt á, réðu hirðstjórahjónin á Skarði yfir óhemju auðæfum eftir íslenzkum mælikvarða. Til dæmis áttu þau mik inn fjölda af eirkötlum, sem þau leigðu — hvert tíu potta rúm fyrir fimm fiska. Er það að orði gert, að þau hafi átt flest öll húsgögn og eldsgögn í nálægum sveit- um á leigujörðum. Var þá langt- um meiri landskyld og kúgilda- fjöldi á jörðum en síðar varð. Var því ekki að undra, þótt þau græddu stórfé árlega, þar sem þau áttu feiknin öll af jarðagóssi. Ekki gátu kotungar og smábændur lif'að á eignarjörðum sínum, ef höfðingj- arnir vildu ná þeim til eignar, því að annars báru höfðingar sakir smábændurna og urðu þeir þá fegnir að selja jarðir sínar, oft fyrir lítið, til stórbændanna. Það er sagt, að Ólöf haíi oft beð- ið guð að Iáta eitthvað aftirmir.ni- legt gerast við dauða sinn, enda hafi nafntogað veður brostið á við lát hennar, svo kallaður var Ólafarbyl- ur. Braut þá víðar kirkjur og önnur hús og báta hér á landi. Við Eng- land er mælt, að farizt hafi fimmtíu hafskip og í Noregi mörg hús fokið af grunni. Ólöf ríka dó 1479, og þykir ekki stórmannlegri rausnarkona hafa verið á landi hér og fornu og nýju en Ólöf Loftsdóttir, hin glæsilega að- alsfrú á hinu forna höfðingjasetri, Skarði á Skarðströnd. úr hendi. í fyrrnefndri ritsmíð segir svo meðal annars: „ . . . og ekki alltaf upprifinn, ef sóknarfólk bar að Hof- teigi á helgum dögum“. Hvernig á að skilja þetta? Að hann hafi verið maður ógestrisinn og allt að því amazt við kirkjugest- um sínum? Þetta er svo mikil fjarstæða, að hún er naumast svara verð. Faðir minn var maður svo gestrisinn, að þá fyrst sá ég hann glaðan og ánægð- an, ef nógu marga gesti bar að garöi, Það, sem honum féll þyngst í starfi sínu, var, ef kirkjugestir voru færri en skyldi. Trúi því þá hver, sem trúa vill, að hann hafi allt að því amazt við kirkjugestunum. Nei, slíkt var hon- um ólíkt. Helzt hefði hann alltaf viljað hafa fulla kirkjuna og gefa svo öllum kirkjugestunum kaffisppa á eftir. Ég hef nú þessi orð ekki fleiri, 597 NOKKRAR ATHUGASEMDIR

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.