Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Side 10

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Side 10
Manarkötturinn er eitthvert furSuleg- asta kattarkyniö, því að hann skortir höfuðprýði kattarins, skottið. margra fara stöðugt vaxandi. í Bandaríkjunum er Síamskötturinn trúlega vinsælastur allra. Austrænt ævintýri segir, að guð sá, er skóp Síamsköttinn, hafi gefið honum „tign pardusdýrsins, vit fílsins, tryggð ást- arfuglsins, fegurð hindarkálfsins, bláma safírsins, mýkt dúnsins, hraða ljóssins.“ Margir kattavinir segja, að Síamskettir séu greindastir allra katta, en um leið sjálfstæðastir. Og þeir hafa fjarska gaman af að hreykja sér hátt og eru katta mest fyrir að klifra upp gluggatjöld og staura. Þess eru einnig dæmi, f6 kett ir af þessu kyni hafi lagt fyrir sig söng með góðum árangri. í einni af myndum Walts Disneys kemur fyrir söngur, sem heíti „Söngur Síams- kattarins." Einn Síamskattareigandi tók upp á því að leika þetta lag og syngja fyrir köttinn sínn, og honum tókst von bráðar að kenna kettinum að taka undir með mjálmi á ákveðn- um stöðum í laginu. Fyrst þurftí hann að veifa hendinni fyrir fram- an köttinn til þess að fá hann til söngsins, en innan tíðar þurfti þess ekki lengur með. Kötturinn tók und- ir af sjálfsdáðum, þar sem það átti við. Á síðari hluta nítjándu aldar var brezkur ræðismaður í Bangkok, sem hét Owen Gould, og það var hann, sem flutti Síamsköttinn til Vestur- landa. Þegar hann hélt alfarinn heim frá Bangkok árið 1884, gaf Síams- konungur honum kattarhjón af þessu kyni, sem hafði verið ræktað við hirðina um aldir. Síamskettirnir voru nefnilega engir venjulegir kettir austur þar, heldur heilagir hofkettir, sem konungurinn einn hafði rétt til þess að eiga. Frá þessum köttum Goulds eru Síamskettir nútímans flestir komnir, og það gefur auga leið, að þeir voru afar sjaldgæfir lengi framan af. Það er aðeins síð- ustu þrjátíu árin, sem tekið hefur að bera á þeim að ráðí á kattasýn- ingum, en nú eru þeir að verða vin- sælastir allra katta. Síamskettir eru flokkaðir í fjögur afbrigði á kattasýningum eftir litar- hætti, en af Burmaköttum er flokk- urinn aðeins einn. Burmakettir eru sagðir stilítari og hógværari en Síamskettirnir og eru eflaust þægi- legri á heímili. Það kattakyn, sem gengur undir þessu nafni vestra, er algerlega ræktað þar í landi. Nálægt 1930 kom sjómaður til Bandaríkj- anna frá Austurlöndum og hafði með sér læðu, sem var kölluð Wong Mau. Hann gaf þessa læðu áhugamanni um kattarækt og er síðan úr sög- unni. Kattamaðurinn lét læðuna fá Síamskött fyrir maka, og af þeirri blöndu er Burmakyníð komið. Af Abessiníukyni er ekki heldur nema einn flokkur. Það kyn befur ekkert breytt séf um aldir og egypzku kettirnir fornu, sem algeng- ustu húskettirnir eru komnir af, eru taldir hafa verið sama kyns. Abess- íníukettir eru sagðir kvikir og eins og ekki góðir á taugum, og þeir hafa undarlega ánægju af að sulla í vatni, sem köttum er annars ekki titt. Þeir kettir, sem nú hafa verið tald- ir, eru allir stutthærðir, en af loð- köttum eru Persíukettir langalgeng- astir. Þeir eru nauðalíkir Angóra- köttum og oft ruglað saman við þá, en þó er þar um tvö aðgreind kyn að ræða. Angórakettir eru orðnir af- ar sjaldgæfir, en Persíukettir eru til í óteljandi afbrigðum. Annar loð- köttur, sem nokkuð er farið að bera á á Sýningum vestra, er Himalaya- kötturínn, en ennþá er útbreiðsla hans þó lítil. Burmakettirnir eru móleitir á hár og hýrieglr 6 svip eins og sjá má á myndlnni 754 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.