Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 4
XXIV. Þess er ekki getið, að Ólafur á Munaðarhóli hafi lent í fleiri stór- deilum en þeim, er áður hefur verið sagt frá. En í smáskærum átti hann oftar, enda gátu hnippíngar orðið af litlu tilefni, þegar það var mann- dómsskylda að bíta sem harðast frá sér, ef eitthvað bar út af í orði eða verki. Gátu þessar hnippingar stund- um farið fram á einkennilegan hátt. Einu sinni var það, að Ólafur varð þess var, að á skemmu hans hafði verið fest blað, sem á voru krifaðar vísur, er honum þótti stefnt ð sér, vafalaust réttilega. Þá var uovitað sjálfsagt, að hann léti hinn ókunna vísnagerðarmann ekki eiga hjá sér. Orti hann þegar svar við skemmuvísunum með ýmsum níðr- XXV. Þær dætur tvær, sem lifandi voru af hjónabandsbörnum Ólafs, Sigríður og Kristín, höfðu báðar gifzt um svip- að leyti. Efnilegur bóndasonur frá Snóksdal, Jón Sveinsson að nafni, gekk að eiga Kristínu haustið 1809, og var hún þá aðeins seytján ára gömul. En Sigríði, sem komin var á rífan giftingaraldur, gekk Ágúst Erdtmann að eiga sumarið eftir. Var hann fluttur frá Keflavík að Mun- aðarhóli í skjól Ólafs og hafði litlu áður átt barn með Sigríði. Má geta sér þess til, að Ágústi hafi lítt bún- azt í Keflavík og verið nokkuð farið að lækka á honum risið. Að minnsta kosti barmaði hann sér sáran um fátækt sína, er hann meðgekk fyrir sýslumannsrétti barn það, er hann hagur hans nú örðugri en margan grunaði. Það er vant að sjá, hvað þessu hefur valdið. Þessi ár hlupu marsvín hvað eftir annað á land á Snæfellsnesi, eitt sinn jafnvel fimm- tán hundruð á sömu fjöru, svo að oft hefur verið gnægð matbjargar, og þó að fískafli væri misjafn, var hann góður annað veífið. Vera má, að drykkjuskapur hafi valdið því, sem afskeiðis gekk á Munaðarhóli. Einn- ig kann Ólafur að hafa orðið fyrir sköðum, og víst er það, að skiptapar urðu á Sandi þessi ár. í slíkum til- vikum hefur verið til Ólafs litið með- al búðsetufólksins. Sést það og, að maður einn sagði að Ólafi látnum, þótt ekki væru orð hans metin gild, að hann hafi gefið sér bát. Þetta kann að styðja það, að hann hafi III unarorðum um þann, er þær hafftt kveJið. Var þetta ein vísan í þeim brag: Lg itef fundið, ég hef fundið á mitt skemmuþil ljótan seðil ltmdan, f.á íist og prýði rýmdan, í ho/.um varla. i honum varla orða finn þó skil. En hinn var ekki af baki dottinn. Ekki var langt um liðið, er nýjar vísur voru komnar á skemmuþilið, og var nú tekin að harðna deilan. Meðai annars var Ólafur minntur á kerlingarsálminn og útlát þau, sem hann hafði bakað honum: Það má muna. bað má nnina, þú hefur fyrri ort, af því ei fékkst hróður, enn, þó þykist góður, — af því nógan, af því nógan auðnu beiðstu skort. Af þessu má ráða, sem raunar kemur ekki á óvænt, að þeir, sem Ólafur átti í útistöðum við eða þótt- ust eiga honum grátt að gjalda, hafi á stundum núið honum því um nas- ir, er til ávirðingar mátti horfa í málavafstri hans. Sá sigur, sem hann hafði 1 kerlingarmálinu, hefur ef- laust orðið honum r.okkuð dýrkeypt- ur, og skapraunir þær, sem hann hafði af barneignarmáiinu, hafa að líkindum fylgt honum til æviloka. Virðist margt hafa orðið honum önd- vert hjn síðustu ár. hafði átt með Sigríði. Þó getur það hafa verið hræsni ein, því að þar var um það að tefla, hvort hann fengi lækkaða eða gefna eftir sekt þá, er hann hafði fellt á sig með barneigninni. Voru þingvitnin látin staðfesta það, að þau Sigríður væru bæði bláfátæk og gætu ekki borgað fulla sekt og „vogaði“ sýslumaður sér þá að ákvarða sakeyri beggja hálfan annan dal. En staðfesting þingvitna á því, er sýslumaður vildi vera láta, var að jafnaði auðfengin. Kjartan var ókvæntur heima á Munaðarhóli, og mun hann hafa ver- ið hægri hönd föður síns, er nú var tekinn að reskjast og lýjast. Samt sem áður stundaði Ólafur enn báta- smíðar af kappi, og var hann all- hreykinn af því, hve margar fleytur með handbragði hans flutu á sjó, enda fáir jafnokar hans víð slíkar smíðar. Einhvern tíma á efstu dög- um sínum orti hann þessa vísu, er síðan hefur borið hinum mikla iðju- manni vitni í hálfa aðra öld: Hundrað eitt með höfuð sveitt hlunnajóa fríða, þrjátíu tvenna og átta enn, eg hef gert að smíða. En atorka Ólafs nægði ekki til þess, að hann fengi haldið í horfinu. Á þessum árum tók að ganga af hon- um. Þótt hann væri aðfaramikill verkmaður og dugmikill útvegsbóndi, er hafði með höndum margs konar umsýslu og forsjárlítið fólk fæli hon- um umsjá fjármuna sinna, gerðist verið örlátur maður, þegar hann vildi svo við bregðast, og tæpast hefði nokkur maður hermt slíka gjöf á svíðing. Fleira var til mæðu en fjárhagur- inn. Munaðarhólsfólk var mjög geð- ríkt, og Sigríður Ólafsdóttir virðist hafa verið allmikill svarri. Ágúst, maður hennar, var aftur á móti hrokafullur, og gerðist sambúð þeirra afarstormasöm. Og nú tók sjúkleiki að hrjá Ólaf, og virðist fólki hafa verið ljóst, að senn myndi komið að lokadægri hans. Hitt var bót í máli, að óþokki sá, er verið hafði milli hans og sumra sveitunga hans, var nú rénaður, og verður ekki annað séð en fullar sættir hafi komizt á með þeim séra Jóni Ásgeirssyni. Sumaríð 1818 var Ólafur með fleira fólki að bera upp hey í garði. Kom þá þar séra Jón, og tóku þeir Ólafur tal saman. Sennilega hefur þá borið á góma, að Ólafur kynni að eiga skammt ólifað. Eins og gefur að skilja var margt góðra muna til á Munaðarhóli, og voru þar á meðal sjaldséðir gripir. Til dæmis átti Ólafur sjónauka, er hann hafði keypt fyrr á árum af útlendum skipstjóra í Ólafsvík, og gat enginn maður í sveitinni, nema Stefán Scheving á Ingjaldshóli, hrós- að sér af slíkum grip. Séra Jóní, sem var ágjarn maður, lék hugur á að eignast sjónaukann, og nú færði hann það í tal við Ólaf, hvort hann vildi ekki gefa sér hann. Ólafur sagði, að hann ætti að eiga hann eftir sig dauðan, svo sem í líksöngs- 868 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.