Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 10
Þessi mynd er frá dögum, er ráðin var vegagerð undir Ólafsvíkurenni. — Verkfræðingur mælir fyrir veginum. skortur, og þá varð þrautaráðið að ganga út í hagann og rífa þar upp hverja lyngkló og allt það, er brunn- ið gat í hlóðum, og hrökk þó ekki til. Eldsneytishrakið var meðal þess, sem hrjáðí fjölda fólks á slíkum stöð- um, og það kemur alls ekki á óvart, að eitt af því, sem séðir menn og harðdrægir höfðu sér að féþúfu í veiðistöðunum á Snæfellsnesi fyrr á tímum, var móokui Þeir, sem mó- mýrar áttu eða höfðu ráð á mótekju, lágu á eldsneytinu, þar til verulega fór að kreppa að náunganum. Þá mátti koma móhlaða í gott verð, ef nógu nett var skammtað og vorkunn- semin ekki látin riða húsum. En arðbærara hefur þó tóbaksokur og brennívínsokur sjálfsagt verið, enda 874 I jafnan stundað í veiðistöðunum. Tóbaksmenn, sem komnir voru í þrot, borguðu fúslega eina tuggu margföldu verði, þegar þeir komu af sjónum. En eyðimelurinn kemur í góðar þarfir, þegar tekið verður að hrópa á byggingarlóðir. Rif, sem bíður nú nýs blómaskeiðs, var fyrrum frægur staður, enda var þar ágæt höfn fram eftir öldum í Rifsós. En á seytjándu öld gerðist það, að Hólmkelsá, sem í ósinn fell- ur, breytti farvegi sínum, og tók þá sandur að fylla skipaleguna, unz ós- inn var orðinn svo grunnur, að haf- skip gátu vart flotiö. Þetta hafa ekki þótt góð tíðindi, en lítið var aðhafzt. AS vísu gekk um að dómur k Ingjaldshólí árið 1686, hvort til- tækilegt myndi að veita ánni aftur í fornan farveg sinn, og var málinu vísað til alþingisúrskurðar, en fram- kvæmdir allar fórust fyrir. Var svo þessi misséri leyft að reisa nýjan kaupstað í Ólafsvík. Samt var enn baslað við kaupskap í Rifi í fáa ára- tugi, en á öðrum tug átjándu aldar var staðurinn gefinn með öllu upp á bátinn. Bátaútvegur var samt enn lengi í Rifi, og hafðist þar víð fjöldi búð- setumanna, sem landsdrottinn, ábú- andi Ingjaldshóls, lét manna báta sína. En ósinn hélt áfram að grynn- ast, og þegar leið á nítjándu öldina, var tæpast lengur viðvært í Rifi. Fólkið flúði úr búðum sínum, því að útvegurinn var að syngja sítt síðasta vers. í kringum 1880 reyndi sveitar- stjórnin að fá því framgengt, að eitt- hvað yrði gert verstöðinni til bjarg- ar. Komst svo langt, að grafinn var skurður, sem veita átti Hólmkelsá í, svo að hún næði fornum farvegi sín- um. En þá vantaði fyrirhleðsluna í ána, og sat við það hin næstu ár. Loks var þó veitt fé úr almanna- sjóði til þess að ljúka verkinu. Gekk það greitt, og var lokið við fyrir- hleðsluna og ánni veitt í skurðinn.En nóttina eftir brast garðurinn, og Hólmkela leitaði á ný í þann farveg, er hún hafði runnið um síðustu ald- irnar. Við það gáfust menn upp, og um skeið kom engum til hugar, að oftar yrði haldið tíl fiskjar úr Rifi. En undir stórgrýtinu, sem brimið hafði bylt í Rifsvör, mátti sjá djúpar rákir, sem kilir skipa höfðu rist á klöppína. Á fornri tíð var Rif víðkunn bæki- stöð enskra kaupmanna, og það var til þess að heimta af Englendingum sekkjagjöld þau eða toll, er Dana- konungur vildi fá þeim frá, en þeir ekki borga, að Björn hirðstjóri Þor- leifsson á Skarði reið í Rif árið 1467 — riddari með aðalsbréf upp á vas- ann og hvítabjörn á lijálmi sínum. En Englendingunum var nauðugt að opna pyngju sína og gripu til vopna til þess að verja hana. Þeirri viður- eign lauk svo, að Björn féll og sjö menn með honum við stein þann, er hann hafði leitað athvarfs við í bardaganum og siðan var við hann kenndur. En þegar þessi tíð- indi spurðust heim að Skarði, mælti Ólöf Loftsdóttir, kona hans, hin frægu orð: „Ekki slcal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ Og Rif var í þá daga ekki nein kríuvík á hjara veraldar —þau drógu dilk á eftir sér, tíðindin, sem þar ge'rðust. Ólöf á Skarði sigldi á fund herra síns, Kristjáns I., er brást á þann veg við kærum hennar, að hann lét hertaka ensk kaupför, hvar sem til þeirra náðist. Þetta leiddi tíl fimm ára styrjaldar á sjónum milli Dana T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.