Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 20
Tilsvör og tiltektir Ouðmundur J. Einarsson safnaði En þu fussar. Steindór hét maður og var Hinriks son. Hann var póstur fyrii austan, kenndur við Dalshús, þar sem hann bjó. Honum þótti gott í staupinu eins og ærið mörgum. Steindór var greind ur vel og þótti stundum meinlegur í tilsvörum, einkum með víni. Eitt sinn var Steindór staddur i Reykjavík, og töluvert hátt uppi. Vildi honum það þá til, að hann þurfti að kasta af sér vatni, en lítið um afdrep, þvj að hús voru allt í kring. En nauðsyn sína þurfti hann að leysa og gekk þá að girðingu, sem var umhverfis eitt húsið, og byrjaði að létta á sér. í sama bili gengur húsfreyjan út í dyrnar og sá, hvað karl aðhafðist. Blöskraði henni slík ómenning og fussaði við. En Stein- dór var ekki svo ölvaður, að hann sæi ekki bæði og heyrði til húsfreyj- unnar. Þá segir hann: „Þú fussar — iá, þú fussar. En guð almáttugur skapaði manninn í sinni mynd, og hann leit yfir allt, sem hann hafði gert. og sjá: það var harla gott. En þú fussar.“ Hver fór í pokann? Steindór vai góðkunningi Axels, sýslumanns á Eskifirði, og var oft með honum i þingaferðum, því að Steindór var afbragðs duglegur ferða maður. Svo var það eitt sinn víð al- þingiskosningar á Eskifirði, að Stein dór er þar staddur og allvel hugg- aður. Hafði hann í frammi háreysti nokkra, en sýslumaður, sem var í kjöri ásamt fleiri, skipaði honum að þegja — annars myndi hann látinn í poka og bundið fyrir opið. Stein- dór móðgaðist og gekk 1 burtu um sinn, en kom svo aftur, þegar kjör- fundinum var að ljúka. Þá var kosið í heyranda hljóði, og urðu úrslit þeg ar kunn. Axel sýslumaður féll. Segir þá Stéindór: „Hver var það sem fór i pokann, Túliníus, vinur minn. Var það ég eða þú?“ Ljótt orðbragð. Prestur einn mjög drykkfelldur var eítt sinn sóttur til þess að þjón- usta gamla konu, sem var sjúk. Fór hann af stað allslompaður. Þó er ekki annars getið en embættisverkið tæk- ist hneykslunarlaust. Náðarmeðulin reiddi hann í hnakktösku fyrir aftan , sig. En þegar hann ætlaði að stíga á ; bak reiðskjótanum, gat hann með engu móti sveiflað fætinum yfir (884 hnakktöskuna. Gekk svo í þófi nokkra stund. Verður presti þá að orði: „Mikið helvítis helvíti er að kom- ast yfir þetta helvíti". Heitt enn. Maður hét Benedikt og átti hann heima á Snæfellsnesi eða í Hnappa- dalssýslu, er saga þessi gerðist, þá aldraður orðinn. ..Bensa þótti brenni vín sætt“. Eitt sinn voru komnir nokkrir svo nefndir heldri gestir á heimili það, sem karlinn var á, sátu við skál inn í stofu og ræddu við húsbóndann yfir kaffiboilum og brennivíni. Hug kvæmdist þá einhverjum, að líklega væri það miskunnarverk að bjóða Bensa gamla bragð, og var karlinn sóttur og skenkt kaffi í bolla handa honum. Segir þá einhver gestanna: „Viltu ekki fá tár útí þetta til þess að kæla það“. Karl þáði það, og var hellt dug- lega út í bollann. Saup Bensi svo á, en sagði um leið: „Heitt enn“. Og var þá bætt í kaffið, þar til honum fannst það mátulega kalt. Gó'ðar taugar. Þegar Bensi gamli var lagztur bana leguna, voru piltar tveir sendir í Borgarnes til þess að vitja læknis- ráða. Þá var þar nýkominn ungur læknir. Segir hann við strákana: „Ja, ég veit nú bara ekki, hvað ég á að senda gamla manninum.“ Gullu þá strákarnir við í kór: „Sendu honum brennivín. Ef hann lifnar ekki við af því, þá er honum engin lífsvon“. Læknirinn hlustaði á holl ráð og sendi gamla manninum spíritus á 200 gramma glasi og mælti svo fyrir, að það skyldi takast ínn j vatni, 3—4 matskeiðar á dag, ?ftir líðan sjúkl- ingsins. Þegar strákar komu heim, var mjög dregið af gamla mannium, en húsmóðirin vildi þþ reyna lyfið og dreypti á hann blöndu af því með teskeíð. Var hann þá nær meðvitpnd arlaus. Þegar gamli maðurinn kenndi bragðsins af lyfinu, sagði hann þó: „Hvaðan fékkstu þetta?“ Konan sagði sem var, að lækn- irinn í Borgarnesi hefði sent það. Þá segir gamli maðurinn, og það voru hans seinustu orð í þessu lífi: „Það verða einhvern tíma góðar taugar í þeim manni.“ Mesta furða. Karl einn, Guðmundur að nafni, Sigfússon, hafðist við á koti einu í Múlasveit við norðanverðan Breiða- fjörð. Hann var sem geta má nærri örsnauður og þótti brellinn í við- skiptum. Kú hafði hann enga, en nokkrar kindur. Hann reri nokkrar vertíðar við ísafjarðardjúp hjá hin- um kunna aflamanni og sjósóknara, Benedikt Gabríel. Eitt sinn bað hann Benedikt- að lána sér kýrverð, því að kona sín yndi illa mjólkurleysinu. Varð Bene dikt við bón hans, en svo fór, að karl keypti aldrei kúna. Liðu svo nokkur ár, að karl kom ekki norð- ur. Þó rak að því, að hann kom aftur og hugðist leita á ný hjálpar hjá lánardrottni sínum. Hann var þá ekki heima, en kona hans tók karl- inum af alúð eins og vant var og veitti honum mat og drykk. Segir hún svo við karl: „Hvernig mjólkar nú kýrin hjá þér, Guðmundur minn?“ ^ En kar svarar óðar: „O, það er mesta furða svona af tómu útheyinu, elskan“. Konan, sem vissi, að karlinn hafði aldrei keypt neina kú, segir þá: „Þeir segja nú raunar, sveitungar þínir, að þú hafir aldrei keypt kúna, heldur prettað peningana út úr manninum mínum.“ En Guðmundur varð ekki orðlaus og svaraði jafnharðan: „Ha? Segja þeir það? Þá vita þeir betur en ég.“ „Gjald það, sem þú skuldar mér“. Guðmundur Sigfússon bjó nokkru síðar á Kirkjubóli á Litlanesi, þá í tvíbýli. Þá bjó og á Litlanesi Brynj- ólfur Björnsson, prýðilega gerindur maður og skáldmæltur, en fádæma kaffimaður, og var oft þröngt hjá honum af þeim varningi. Eitt sinn í kaffiþurrð hafði hann fengið eítt pund að láni hjá nábúa sínum, Guðmundi. En ekki leið á löngu, að Guðmundur yrði kaffilaus sjálfur og heimti nú skuld sína held ur harkalega og brá nábúa sínum um sviksemi í viðskiptum, enda gat Brynjólfur ekki borgað. Segir þá Brynjólfur: „Þér má það að bregða mér um svíksemi, sem sjálfur ert svikóttari en allt, sem svikótt er, og lýgur alls staðar út lán, sem þú aldrei borg- ar“. Guðmundur þagnaði um stund, en segir svo: „Og ert þú endilega skyldugur að vera svikari, þótt ég sé það?“ Ekki orðmargur. Ólafur hét maður. Hann var Guð- brandsson og bjó í Litluhlíð á Barða strönd, vinsæll maður og ljúfmenni. Hann var allvel greindur, og var að T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.