Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 7
■nlilHBMf ■..._............ Þetta er dálítið óvenjuleg mynd: ÞaS má segja, aS í henni speglist mikil örlög. heil ævisaga. Hér höfum við sem sé fyrir framan okkur fiðrið úr sænginni, sem { Ragnhildur, ekkja plássbóndans og stórbokkans á Munaðarhóll, neyddist tll að i selja pröngurum fyrlr matbjörg, þegar valdsmennirnlr á Snæfellsnesi höfðu far- þessu sinni. Nóglega er það í Ingjalds hólssóknum kunnugt, að Ágúst var rekinn til að giftast þeim sóðalega skaplyndisvargi, Sigríði, og sem mestí meinleysismaður umbar hann með þolinmæði flesta bresti konu sinnar. Þó gat hann ekki haldið út að sænga saman við hana vegna þess, eftir sjálfs hans og fleiri manna sögu, að konan hafði þann næturbrest, að maður hennar þóttist ekki geta leg- ið í væturúmí og varð því við hana rúm að skilja, og loksins þvinguðu skaplyndi Sigríðar og bágindi þeirra hjóna þau til að víkja hvort frá öðru, sem löngu fyrr hefði ósk- andi verið, að skeð hefði. Það er tíl einskis hér fyrir mig að vera hér um berorðari — mig hryllir líka sjálfan við fleira sannferðugt um Sigríði að skrifa.“ Hér var hvorki þurrð á beru lasti né hálfsögðum dylgjum. En Sigurður Guðlaugsson, sem áður hafði verið svo vilhallur Munaðarhólsfólki í dómarasessi, að með engu móti gat samsamazt dómaraskyldu hans, er tortryggilegt vitni, þegar hann tíund- ar ávirðingar Sigríðar fyrir landsyf- irréttinum. Það er sjálfsagt rétt, að Sigríður hafi verið ofsafengin í skapi eins og fleiri kynsmenn henn- ar, en hitt er næsta ósennilegt, að hún hafi ekki haldið vatni sínu í rúminu, nema því aðeins; að hún hafi verið sokkin í drykkjuskap um þær mundir. Hvort henni hefur fyrr á árum horfið þungi með annarleg- um hætti, verður hvorki rökstutt né hrakið, en ekki er nú vitað um neinn orðróm af því tagi, er Sigurður hafi stuðzt við, og ekki þyrfti slíkur kvittur að hafa verið sannur, þótt uppi hefði verið. En sé lítið til þess, sem undan er gangið, bregður þetta skjal upp óhugnanlegri mynd af Sigurði sjálfum. Þessi vörn fékk því ekki áorkað, að dómur Sigurðar væri staðfestur. Landsyfirréttur fjallaði um málið síðla hausts 1820, og vírtist yfirdóm- urunum meðferð þess gölluð og at- ferli þeirra, er þar komu við sögu, harla viðsjárvert. Meðal annars hafði því aldrei verið vísað til sáttanefnd- ar. Varð sá dómur yfirréttar, að mál- ið skyldi fara heim í hérað til nýrr- ar, lögmætrar rannsóknar, séra Jón fá aftur þá peninga, er hann hafði goldið fyrir afrit af málsskjölum, en Sigprður og Bonnesen sjálfir bera þann kostnað, er hlotizt hafði af rannsókn þess og meðferð í héraði. Jafnframt skyldi rannsókn fara fram á ójafnaði Bonnesens og atferli prests. En svo er að sjá, að málið hafi aldrei verið tekið upp að nýju í héraði, enda var þar í mörgu að snú- ast. Fleiri mál þaðan höfðu verið gerð afturreka. Sjálfur fór Bonnesen líka utan um þessar mundir, og kom ekki aftur fyrr en að alllöngum tíma ið höndum um dánarbúið. liðnum. Sjónaukinn, sem um var deilt, hefur því væntanlega orðið innilyksa í Stapatúni hjá séra Jóni. XXX Þessum frásögnum af Olafi á Mun- aðarhóli verður nú látið lokíð. Að síðustu skal aðeins brugðið upp lít- illi mynd frá þeim dögum, er hann var maður á bezta aldri. Má af henni marka, að hann hefur verið hugrakk- ur og ókvíðinn. Svo bar til, að hinn 8. dag maí- mánaðar 1799 sáu menn skip míkið koma siglandi fyrir Öndverðarnes. Voru á því þrjár siglur og skotpall- ar margir með fallbyssum, og leynd- ist ekki, að þetta var útlent herskip. Lagði það að áttæringi frá Öndverð- amesi, er róið hafði til fiskjar, og neyddu hinir útlendu skipstjórnar- menn einn af bátverjum til þess að koma upp á skipið og buðu honum að vísa sér leið til hafnar. Bátur frá Gufuskálum var þarna í nánd, og ætluðu þeir, sem á honum voru, að forvitnast um skipið. En -er hann nálgaðíst það, hrópaði maður sá frá Öndverðarnesi, er tekinn hafði verið. til Gufsara og bað þá forða sér, því að hann vissi ekki, hverrar þjóðar menn komnir væru né hvað þeir ætl uðust fyrir. Reru þeir við það til lands, og tók Gufuskálabóndí hest sinn og reið í skyndi inn í sveit til þess að segja tíðindin. Mikill ótti kom að fólki, er það frétti um skip þetta og atferlí hinna óboðnu gesta, og flaug hersagan frá manni til manns. Grunaði suma, að hér væri Tyrkinn kominn, enda skaut þeirri hugsun jafnan upp, er vart varð torkennilegra skipa. Svo hittist á, að margt manna var í Ólafsvík þennan dag, og var í skyndí safnað liði í kaupstaðnum T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 871

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.