Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 4
Við Þeistareyki a8 sumarlagi — gufan hnyklast a]ls staðar upp úr jörðunni. — Hvaðan ert bú ættaður, Andrés? — Ég er frá Haga í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, fæddur þar og uppalinn. Hef verið lengst af þarna norður frá, en dvaldi hálft annað ár í Biskupstungum í Árnessýslu þeg- ar ég var um tvítugsaldur. Ég fór að búa í Haga eftir að ég kom að sunnan 1927, og hef búið þar, þar til fyrir þremur árum, að ég brá búi og fór til Húsavikur og síðan til Reykjavíkur. Hér hef ég nú verið í tvö ár. — Kannt þú ekki eitthvað að segja þarna að norðan, til dæmis frá fjallaferðum eða slíku? — Ég fór að fara i göngur um fjórtán ára aldur. Úr Aðaldal er farið í göngur aðallega í Þeista- reykjaland, en einnig víðar, því að fé gengur mikið saman. Fyrsta daginn er farið í sæluhúsið á Þeistareykjum og legið við þar um nóttina. Næsta dag er landið gengið að mestu, og á þriðja degi er rekið til Hraunsréttar. Síðan ég fór fyrst í göngur hafa miklat' breytingar orðið á aðbúnaði gangnamanna. Það er tvisvar búið að byggja upp gangnamannakofgnn á Þeistareykjum, og nú er ferðafólk farið að sækja nokkuð á þennan stað til að sjá sig um á afréttunum. Þarna um slóðir eru miklar brenni steinsnámur, og fyrir kom, að gangna menn tóku með sér brennistein, og var notaður ýmist á brennisteins- spýtur til að drýgja í eldspýtunum eða til lækninga við hósta og kvefi, því að sumir trúðu á hann til þess. Ég fór einnig í göngur í afréttar- lönd Mývetninga og Keldhverfinga. Það, sem mér er einna minnisstæð- ast úr göngum á Mývatnsöræfum, þar sem heitir Norðurfjöll, er, að ég sá þar eitt sinn allmörg hrein- dýr, sem svo hurfu þaðan mörgum árum síðar, eftir harða veturinn 1936. Þau héldu sig aðallega við Eilífsvötn, eða þar sá ég þau að minnsta kosti. Eg held, að ekki sé fullvíst, hvort þau féllu hreint og beint í harðindunum eða fluttu sig austur yfir Jökulsá. Síðan hafa ekki sézt hreindýr á þessum slóðum. Þarna hafa menn stundum lent í villum í göngum og eru ýmsar sög- ur til um það. Margar þeirra sagna eru skráðar í bókum. til dæmis í Göngum og réttum. Maður að nafni Jóhann Benediktsson. gangnamaður frá Ytra-Fjalli í Aðaldal, lenti j villu i Þeistareykjagöngum. Hann var að villasl þarna i tvo sólarhringa, og er talið, að hann hafi verið á hestbaki allan tímann. Hann kom niður að Geitafelli og er ekki vitað með vissu, hvaða leið hann hefur farið og hann gerði sér tæplega grein fyrir því sjálfur Einnig villtist þarna og lá út eina nótt Baldur Guðmundsson frá Sandi, en hann hefur sjálfur skráð frásögn af því. Einnig lenti Dagur Óskarsson frá Klömbrum í hrakningum eða villum frá fjárrekstri úr Geldingadal, hann hitti ferðafólk á veginum til Húsa- víkur og átli kost á bílfari, en hann vildi ekki þiggja, þar sem hann vissi að leitað yrði að sér. Það voru menn að leggja af stað að leita hans þegar hann kom sjálfur. Á Þeistareykjum var alllengi byggð. Þeir síðustu, sem þar bjuggu, voru Sigurður Guðmundsson, sem síðar bjó í Mið-Hvammi í Aðaldal, annálaður dugnaðar- og þrekmaður, og svo Gísli Gíslason, nefndur Stóri- Gísli, sonur Skarða-Gísla, sem marg- ir kannast við. Það var talið jafn- langt frá Þeistareykjum til þriggja kirkjustaða, Reykjahliðar í Mývatns- 268 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.