Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 5
Andrés Jakobssoji. sveit, Grenjaðarstaðar í Aðaldal og Húsavikur. Það hefur verið til þess tekið, hve Sigurður Guðmundsson á Þeistareykj um sýndi mikið þrek, er hann brauzt eitt sinn í stórhríð frá Reykjahlíð í Mývatnssveit og heim að Þeista- reykjum. Þar var ekki heima annað fólk en konan og börnin til að sinna störfum, og var honum því nauðsyn á að komast heim hið fyrsta. Sérstaklega eru mér minnisstæðar fyrstu Þeistareykjagöngur, sem ég fór í. Þá var ekki búið að byggja aðhald, eins og það var kallað þarna, en féð var hnappað að kvöldi og vak- ið yfir því um nóttina og þess gætt. Ég minnist þess, að meðan ég var á vakt þessa nótt, var farin að koma ókyrrð á féð og það var tekið til að rása til og frá. Þegar við vorum nýsetztir að, og aðrir voru teknir við, er kallað til okkar, að féð sé tekið Ljósmynd: Tíminn-KJ. á rás og m að tapast út í myrkrið og við beðnir að koma strax og hjálpa til við að reyna að ná því saman. Náttúrlega. var það von- laust að ætla að smala því saman þarna í myrkrinu — það varð að bíða birtunnar. Sumir töldu sig hafa séð Þeistareykja-Móra á ferli þessa nótt, og töldu þeir, að hann hefði átt ein- hvern þátt í þessu. Það þótti löngum brenna við, að Þeistreykja-Móri fylgdi þessum stað. Einnar ferðar minnist ég, sem ég fór eitt sinn seinni hluta október að sækja eftirleitarfé norður í Keldu- hverfi. Eftir að ég kom 1 Reykja- hverfi er allgott skíðafæri, og ég fer á skíðum upp hjá Heiðarbót og aust- ur yfir Höfuðreiðar og er kominn að Sæluhúsmúla nokkru eftir há- dagi. Þar stanza ég, hvílist litla stund og matast, því að færi var tekið að þyngjast. Þegar ég legg af stað þaðan, er að setja yfir þoku svo dimma, að ég sá ekki nema hvíta fönnina fram undan, og finn ég það brátt, að ég muni farinn að villast. Er ég hafði gengið alllengi án þess að ná áttum, sezt ég niður til að hugsa ráð mitt. Þó sé ég, að þetta dugar mér ekki, því að dagur er stuttur, og ég verð að reyna að kom- ast í björtu að Fjöllum. Þá fer ég eftir því, sem ég kalla hugboð um stefnuna, því að ekkert var við að styðjast. Er ég hafði gengið um stund, þóttist ég þekkja hnúka, sem eru þarna norður með Fjallafjöllun- um, og upp úr þvi fór þokunni að létta, svo að úr því komst ég heilu og höldnu leiðar minnar. Ég komst að Fjöllum um kvöldið, en síðast varð ég að bera skíðin, því að autt var orðið, er nær dró sjónum. Þegar ég fór heim aftur, rak ég féð kringum Tjörnes og fékk allgóða færð þá leið. Ég gisti hjá bróður minum, sem búsettur var í Breiðu- vík á Tjörnesi. — Það hljóta að hafa orðið til stökur í göngum þarna og ferðalög- um. Kanntu ekki einhverjar slíkar? — Ég man eftir einni vísu, sem varð til, er fjórir menn voru að leita að fé, sem hafði tapazt úr aðhaldinu. Það var Indriði Þorkelsson á Ytra- Fjalii, sem kvað þessa visu: Jökull einn og jóar fimm jafna um þá, sem flýja. Indriði með óhljóð dimm, Eyvindur og Kría. Þetta var eins konar gáta fyrlr leitarmennina. Einn sagði til dæm- is, að hann vissi ekki, hvaða jóar væru þarna fimm, því að það værl ekki nema einn Jói. Indriði hafðl mikla og sterka rödd og notar þetta orðalag um sjálfan sig: „með óhljóð dimm.“ Einhverju sinni voru Mývetningar á ferð pg kváðu þá visu. Þeir voru að reka fé úr Kelduhverfi um Þeista- reykjaland til Mývatnssveitar. Þetta er ort í orðastað eins rekstrarmanna. Um höfundinn veit ég ekki með vissu. Um Þeistareyki ég rollur rak, sú raun var býsna stinn. Ég kollreið fyrst, en komst á bak, þá kollreið Jói minn. ★ T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 269

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.