Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 22
Líklega hafa nokkrir menn fjölg- að nautpeningi, þegar þeir sáu, að flverju kláðinn stefndi. Það gátu þeir, seni á heyjajörðum bjuggu Einkum þeir, sem í Safamýri heyj- uðu. En þangað sótti í þenna tíma mikill þorri Holtabænda, er sunn- an Steinslækjar bjuggu. Fáeinir ein- angruðu fé sitt sumt meðan kláð- inn herjaði og komust þannig hjá algerum niðurskurði. Tveir hverra þriggja Holtabænda, sem þá voru um 180, töldu fram neðan við 10 hundruð fyrir niður- skurðinn, flestir bláfátækir. Lang- flestir þeirra létu um helming búa sinna. — Sumir % og nokkrir til muna meir. Til dæmis Marteins tungubændur áður nefndir, sem héldu aðeins V& búa sinna. Framar var sagt frá Þorsteini gamla í Köldu- kinn og Sigurði á Skammbeinsstöð- um. Þeir áttu eftir niðurskurðinn nálega 1/6 þeirra búa, er þeir áður bjuggu við. Bústærsti bóndinn fyrir kláðann var Bencdikt Eiríksson, prests í Guttormshaga. Hann taldi þá fram 30 hundruð rúm. Þeim farnaðist álíka, honum og Jóni í Hagakoti, Hinriki gamla í Ölvisholti og Hall- dóri í Árbæjarlijáleigu: Fjárkláðinn hremmdi % af búum þeirra. Maður hét Sigurður Sigurðsson, prests í Guttormshaga, Sigurðssonar. Hann bjó í Saurbæ nær 40 vetrum, lengst af góðu búi. Kláðaárin geymdi hann ærhóp í Árnesi og fékk þeim þannig borgið, enda hélt hann hálfu búi sínu. Bezt allra sluppu mágar tveir og bjargálnabændur, Jón Filippusson í Hellnatúni og Gísli gamli í Seli, Þorkelsson. Þeir ólu ær hellum niðri, sumarlangt, og vörðu þær þannig fyrir kláðasmitun. Þótt hrepp Listvefnaður Framhald af 267. síðu. rennur milli fingra hennar frá morgni til kvölds, hárfínn og gull- inn. Enn er unnt að kaupa óspunn ið lín á uppboðum á Helsingja- landi, og Kerstin Ekengren og vefarar hennar þurfa sifellt meira og meira af línþræði. Þó að Kerstin Ekengren fáist mjög við kirkjugripi, vinnur hún margt annað. Mikill tími fer í teikningar. Hún byrjar ævinlega á að gera litla uppdrætti á papp- írsblað, og þegar hún hefur fengið uppdrátt, sem henni líkar, lætur hún ljósmynda hann og stækka. Ljósmyndin, sem gerð var af frum teikningu að Uppsprettu lífsins, var framkölluð í baðkeri, enda sjö metra há. Þegar ljósmyndin er fengin, er mynztrið merkt með litum á rúðóttan pappír, og eftir þessu er síðan unnið. stjóri gerði harða hríð að þeim, héldu þeir þessum ám og burgu þar með % hlutum búa sinna. Enda átti Gísli stærst bú í Holtum eftir nið- urskurðinn og taldi þá fram 13,5 hundruð. Gísli var hafður að háði og spotti og var þó merkismaður. Hann hóf sig til bjargálna úr umkomuleysi með eigin dug og útsjón. Hann byrj- aði ungur búskap í Seli 1822 og bjó þar 47 vetur sjálfur, en síðan niðj- ar hans til þessa dags. Sonur Guð- rúnar, dóttur hans, var Guðmund- ur Jóhannesson í Seli, sem bjó þar lengi og kom upp 14 börnum. Einn sona hans er Vigfús í Seli, sem nú hefur búið þar um 30 ár. Guðmund- ur, sonur hans, býr og í Seli, ásamt föður sínum. Læt ég hér svo lokið þessu fjár- drápsspjalli. Sagan af Birni Skrúðsbónda - Framhald af 272. sí5u. ur og hrynja oft og iðulega hver af öðrum, svo að skiljanlegt er, að eng- inn, sem með viti er, dirfist að nota hann til fastrar búsetu, því að mað- ur getur ekki verið þar óhultur um líf sitt einn dag, hvað þá heilt ár — já, jafnvel ekki eina stund. Við vilj- um einnig vona, að ógerlegt reynist að byggja annars staðar á Skrúðnum hús eða bæ, sem verið gæti öruggt hæli að vetrinum. Hinn mikli hagur af sjónum, sem bóndinn væntanlega lofar sjálfum sér og verzluninni, fisk- afli og hákarlsafli, mun rýrna, þegar hann kemur sjálfur í eyna, sökum hins mikla brims, sem oftast er við Skrúð, jafnvel um hásumarið. Þess vegna gætu sjómenn af meginland- inu oft fiskað kringum eyna, en eyj- arbúi sjálfur kæmist ekki á flot nema í bezta veðri.“ Jón sýslumaður Sveinsson lagði einnig sitt lóð á vogarskálina. Studdi hann þá, klausturhaldarann og séra Jón, og hafnaði því með öllu, að hafnsögumaður gæti haft aðsetur í eynni. Lét hann í ljós undrun sína á þvilíkri umsókn frá Birni Magnús- syni, sem þó væri gagnkunnugur staðháttum öllum, og myndu það vera eggin og fiðrið í Skrúði, sem hann sæktist eftir, og annað ekki. Stefán amtmaður þóttist ósvinnur orðinn, þegar hann hafði lesið þessi bréf. Flýtti hann sér að koma til- kynningu um umsókn Björns í lög- þingsbókina, þótt hann léti það far- ast fyrir árið áður. Skrifaði hann síð- an rentukammerinu, kvaðst hafa fengið gleggri vitneskju um Skrúð en áður og vita, að fast verði spyrnt gegn fyrirætlun Björns. Vék hann einnig að beiðni Vattarnesbónda, sem festa vildi kaup á ábýli sínu, og fór ómjúkum orðum um þær for- sendur, sem hann reisti ósk sína á. r- Lausn 8. krossgátu Ekki var þetta mál með öllu úr sögunni. Það var ekki fyrr en undir árslok .1788, að Stefán amtmaður tók alveg af skarið. Lét hann þá þau orð falla, að Björn hefði tæpast fal- azt eftir búsetu í eynni í neinni al- vöru og ætti ekki að taka málaleit- an hans til greina, „nema hann vilji sanna, að eyjan sé til ábúðar fallin með því að byggja þar og setjast þar að“ og bæta Vallanespresti og umboðsmanni Skriðuklausturs þann skaða, er þeir hefðu af því tiltæki. Þegar embættismennirnir í rentu- kammerinu höfðu lesið þetta bréf, vildu þeir ekki frekar sinna umsókn- um Björns. Málinu var vikið til hlið- ar, og Birni var nauðugur einn kost- ur að leggja árar í bát. Hann varð aldrei bóndi í Skrúði — þaðan af síður hafnsögumaður, sem biði þar skipa, er af hafi komu, og greiddi þeim leið til hafna. Skrúður hefur því verið óbyggður fram á þennan dag. Það var rétt til getið hjá Stefáni amtmanni, að fáa fýsti að taka sér þar bólfestu, að Birni frágengnum. En einn af bræðrum Björns, Hem- ingur, náði ábúð á Vattarnesi skömmu fyrir aldamótin. (Helztu heimildir: Rentukamm- ersbréf, Skrúður eftir Einar Frið- riksson, manntalsbækur Suður- Múlasýsiu.) ►:<►:<►:< 1 ►:<►:<►:<* N U M X fl' R / V I D X G R F r X S I G i X y i ►:<□►:< □ K L N N i T X l N ►:<□►:<►:<□□►:<□[!□□►:<□□ ►:< <? T fí K l N u fl S K vV ►:<□ fí U k 1 X T Ri s X N J u M L E s Pj ó fí )<( K R U U M I m E K1 T R X N l) fí w D l t R m I N N t N t? U R X D X J L >z<u b X S 1 B I X T R fí L L fí m fi 6 X K N X T A U X E X R ►:«□ X i K fí X V j T E 1 X X ►:<□ s L 4 £ N U X S T \L L O R M U R >< 6 T X E S P fi D 1 íT -> t y P I E Y J u X 6 T ►:<□ K □□►:<ati V b N Y T fl 286 TllDINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.