Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 3
 stofa en hún hafði áður til um- ráða, og fimm konur sátu við sjálfan vefnaðinn í þrjá mánuði. Annars á þessi myndvefur sér einkennilega sögu. Vetrarmorgun einn fann listakonan dauðan fugL með útbreidda vængi í snjónum. Hún tók hann upp og fór með hann inn á teikniborðið sitt. Hún ''teiknaði hann á ýmsa vegu, rétt eins og hún héldi, að hún gæti með því vakið hann til lífsins á ný. Og það gerði hún raunar á sinn hátt. Þessi fugl mun lifa sínu þögla lífi meðan Uppspretta lífsins er varðveitt, því að þess- ar teikningar urðu seinna uppi- staða í altarisvefnum, sem hún hafði verið beðin um í kirkju skíraranna. Kerstin Ekengren hefur skreytt margar kirkjur í Svíþjóð. Ofin listaverk hennar en til dæmis í Vellingbæjarkirkju, skammt utan Við Stokkhólm, Offerdal og Ánge. Hin síðari ár hefur hún langmest hglgað sig kirkjuskreytingum, og það eru kvenfélög safnaðanna og saumaflokkar, sem eiga oftast frumkvæðið að því, að til hennar er leitað. Áhugasamar safnaðar- konur eru líka drýgstar við að afla fjár til slíkra kaupa. Lista- verk af þessu tagi eru dýr. Það er skoðun listakonunnar og margra annarra, að kirkjan sé að taka stakkaskiptum. Allt útlit kirkna breytist hröðum skrefum. Byggingarlag nýrra kirkna er oft ast allt annað en gömlu kirkn- anna, fyrri venjur eru þverbrotn- ar, og þessar breytingar kalla á nýja skreytingu. Mörgu, sem ver- ið hefur í föstum skorðum öldum saman, er nú umbylt, og við það hefur listvefnaðurinn fengið sinn sess. Kerstin Ekengren notar mjög línþráð, og allt línið í hinni miklu altaristöflu í skírarakirkjunni i Stokkhólmi er handspunnið. Blá- ar línekrur hafa lengi blasað við augum á Helsingjalandi. Fyrr á tímum var línið spunnið heima á bæjunum, en nú er sú kunnátta að mestu leyti úr sögunni. Samt er Krestin Ekengren svo heppin, að í grennd viö hana er kona, Ella Edlund, sem kann línspuna til hlítar. Og hún hefur nóg að starfa, konan sú. Hún situr alla daga við rokkinn, og þráðurinn Framhald á 286. síðu. Uppspretta lífsins — helgiklæð- 13, sem skírarar nota sem altar- tstöflu í kirkju sinn! viS Norr- tullsgötu. t I ! M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 265

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.