Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 8
hvort hann geti haldizt við þá at- vinnu, sem hann hefur stundað, vegna breytinga þeirra, sem gerðar hafa verið á verzlunarháttunum, enda fari stöðugt vaxandi löngun sín til að lifa og starfa á föðurlandi sínu. „Ekki þarf að nefna, hvílíkt gagn kaup- menn og sæfarar hefðu af hæfum hafnsögumanni í eynni, sem er á þéim slóðum, þar sem ekki einungis skip, sem til Austurlands koma, kunna hjálpar að þurfa, heldur flest þau skip, sem að landinu ber.“ Þessu bænarskjali fylgdu vottorð þriggja manna, sem hann hafði við- að að sér um veturinn. Lidou, sem um skeið var verzlunarstjóri í Reyð- arflrði, kveðst geta sagt það með beztu samvizku, að það væri sæförum öllum, sem að Austurlandi kæmu, hin mesta nauðsyn, að Skrúður byggð ist, og hvergi hentugra að fá hafn- sögumann en þar: „Ég get sannað þetta með dæmi frá þeim tíma, er ég var kaupmaður i þjónustu konungsverzlunarinnar á Austurlandi, þá nefndur Björn færði til hafnar konunglegt kaupskip, sem legið hafði við Skrúð í fjórtán daga eða meira og ekki árætt lengra sök- um þoku. Þvílíkt gerist oft. Lidou lætur þess enn fremur get- ið, að hann hafi lengi þekkt Björn „og þekki ég engan betur hæfan, í einu og öllu til þess að byggja nefnda ey.“ Skipstjóri sá, sem legið hafði í hálfan mánuð úti fyrir mynni Reyð- {nrfjarðar, hét Svend Hólm. Hann Var eínnig fenginn til vitnisburðar lim hæfni Björns og nauðsyn þess, 8ð hafnsögumaður hefði búsetu í Skrúðnum. Annar skipstjóri, Kolden- borg, vottaði, að Björn hefði verið leiðsögumaður sinn á jakt þeírri, er Æðarfugl hét frá Reyðarfirði til Djúpavogs 10.-—16. júlí sumarið 1780 og reynzt sér ólastanlegur hafnsögu- maður. III. Þessi misseri voru embættismenn í Kaupmannahöfn mjög fúsir til þess að styðja allt það, er þeir héldu, að gæti til framfara horft á íslandi. Mannfallið í Móðuharðindunum hafði fært þeim heim sanninn um það, að ekki var þar allt með felldu. Bréfa gerð þeirra Björns Magnússonar Skrúðs og Eiríks Iloffs var tekið með velvild. Skrifstofumennimir í rentukammerinu töldu hugmyndir þeirra álitlegar, og vottorð Reyðar- fjarðarkaupmannsins og skipstjór- anna tveggja styrktu mjög málstað þeirra. Ekki var samt siður að flana að neinu, og í slíkum tilvikum var leitað álits embættismanna á íslandi. Fyrsta skrefið var því að skrifa Steíáni Þórarinssyni á Möðruvöllum, amtmanninum norðan lands og aust- an. Stefáni amtmanni fór viðlíka og dönsku embættismönnunum. Honum þótti fýsilegt, að Skrúður byggðist. Nú var það venja, þegar menn vildu reisa nýbýli á eyðistöðum, ,að fyrir- ætlan þeirra var látin uppi á Öxar- árþingi, og var þessa síðan getið í hinni prentuðu lögþingsbók, svo að þeir, sem þættust eiga rétt sinn að verja gætu fært fram lögvarnir áð- ur en til framkvæmda kæmi. Þetta hafði auðvitað mikla töf í för með sér, og undir því vildi amtmaður ekki eiga að þessu sinni. Hann vildi komast sem fyrst að raun um, hvort nokkuð væri því til hnekkis, að Björn fengi vilja sínum framgengt, og þess vegna tók hann það til bragðs að skrifa þremur embættis- mönnum, landfógetanum, biskupn- um og sýslumanni Sunnmýlinga, Jóni Sveinssyni á Eskifirði, og skýra þeim frá málaleitan Björns. Skúli gamli Magnússon fór undir eins að blaða í jarðabókum sínum. Komst hann fljótt að raun um, að byggð myndi ekki fyrir í Skrúð, því að eyjarinnar var þar ekki að neinu getið. Sá hluti jarðabóka þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, er fjallaði um Múlasýslur, var aftur á móti glataður, svo að hann gat ekki séð, hvort þeir hefðu heyrt getið ein- hverrar byggðar í eynni á fyrri tím um. Þetta tjáði hann Stefáni amt- manni. „Það er gáta mín,“ sagði hann, „að nefnd eyðijörð, Skrúður, heyri til Kolfreyjustaðarprestakalli.“ Frá þeim biskupi og Jóni sýslu- manni komu aftur á móti engin bréf að sinni. Amtmaður vildi þó láta það lenda í undandrætti að svara rentu- kammerinu. Kvaðst hann hafa grip- ið til þeirrar aðferðar, sem hann við- hafði, til þess að flýta fyrir af- greiðslu málsins, því hann óttaðist, að langur dráttur á svörum kynni að valda því, að Björn Skrúður breytti ráðagerðum sínum eða hyrfi jafnvel með öllu frá þeim: „Þætti mér illa farið, ef þetta tæki- færi, sem ef til vill býðst ekki fljótt aftur til þess að fá þessa eyiðey byggða, skyldi glatast og þar með sá hagur og þeir gagnsmunir, sem tvimælalaust yrðu af því, jafnt fyrir farmennina sem vöxt og viðgang fiskveiðanna á þessari eyju, auk þess sem búseta á eynni stuðlaði að frið- un hins arðsama æðarfugls og auk- inni dúntekju." Kvaðst hann hafa ætlazt til, að þeir gæfu sig fram, er kynnu að geta andmælt búsetu í eynni með löglegum hætti, svo að samið yrði við þá um þær skaðabæt- ur, er þeir gætu með sanngirni kraf- izt fyrir missi sinn. Rentukammerið lét ekki standa á sér að tjá Birni, hvað gerzt hafði, en hann þakkaði jafnskjótt með mörgum fögrum orðum, kvaðst dirf- ast að endurnýja þá ósk, að hann fengf Skrúð og fór þess á leit, að fljótt yrði úr því skorið, hvort nokk- uð væri því til fyrirstöðu. IV. Þegar hér var komið, hafði það fyrir löngu spurzt til Austfjarða, að Björn hafði beðið sjálfan kónginn að láta sér Skrúð í té til búsetu. Varð margrætt um þetta tiltæki, og þótti þeim, sem hagsmuna áttu að gæta í illt efni komið. Bóndanum á Vattarnesi var, eins og nærri má geta, óljúft að missa eyna undan jörðinni, og þeir Guðmundur klausturhaldari Pálsson og séra Jón Stefánsson í Vallanesi, sem afgjaldsins nutu, þótt- ust missa spón úr aski sínum, ef það næði fram að ganga. Varð Vattar- nesbónda, Runólfi Markússyni, það fyrir, að hann æskti þess að fá að kaupa ábýli sitt, ásamt eynni. Bjó hann við- batnandi hag, þó að Björn skírskotaði til fátæktar hans, og virð- ist hafa efnazt ár frá ári. Þeir séra Jón og Guðmundur klausturhaldari tóku sig lika til og skrifuðu Stefáni amtmanni bréf til andmæla. Sögðust_ þeir hafa haft af því fregnir, að íslendingur einn í Kaupmannahöfn hefði beðið kóng- inn um heimild til bess að setjast að í Skrúð, óbyggilegu fuglabjargi, sem lægi undir Vattarnes, er að hálfu væri lénsjörð frá Skriðuklaustri og að hálfu eign Vallaneskirkju. Full- yrtu þeir, að eyjan hefði fylgt Vatt- arnesi í hundrað og fimmtíu ár að minnsta kosti, verið leigð með þeirri jörð og reiknuð á þrjú hundruð. Ef hún gengi undan Vattarnesi, væri hin mesta hætta á, að sú jörð færi í eyði, því að þar væri beit rýr og túnið svo lítið, að það fóðraði ekki nema þrjár kýr. Mótmæltu þeir því harðlega, að Birni yrði veitt bæn- heyrsla, enda þótti þeim líklegt, að brögð væru í tafli: „Þó að Björn Skrúður sæki um að fá eyna til ábúðar, getur það þó ekki verið alvara hans að setjast þar að. Öllu fremur virðist þetta vera hrekkjabragð, upp fundið til þess að ná eynni og nytjum hennar undan jörðinni, og hefur manninum Skrúð aldrei hugkvæmzt þetta sjálfum, held ur hefur sennilega verið ginntur til þess af öðrum, sem öfunduðu bónd- ann á Vattarnesi . . . Hingað til hef- ur enginn verið svo heimskur að vilja hafa búsetu á þessari eyju, sem er alveg óbyggileg sökum legu sinn- ar og ásigkomulags. Hún er þver- hnípt bjarg úti í sjó, þar sem ekkert gras vex nema á litlum bletti efst á kollinum. Þó er í bjarginu á ein- um stað ljótur og dimmur hellir, en þegar inn í hann kemur, er hvelfing hans alsett hræðilegum strönglum og dropasteinum, sem hanga langt nið- Framhald á 286. siðu. 272 1 t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.