Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 21
Áð austan ogyestan um tryppi. Einar færðist undan því að þiggja þessi laun, enda vissi hann hafa rekið erindi . kerlingar miður trúlega. En hún lagði þeim mun fastar að honum, svo að hann hlaut að þiggja gjöfina. Guðrún, dóttir séra Sæmundar Ein arssonar á Útskálum, átti heima austur í Skaftafellssýslu síðari hluta ævinnar. í Þykkvabæjarklaustri í Veri var hún, er hún var á áttræðis- aldri. Einu sinni var hún við þvotta úti við læk, er heimamenn Árna sýslu- manns Gíslasonar í Kirkjubæjar- klaustri bar þar að. Voru þeir á leið í ver, gemsmiklir nokkuð og orð- hvatir. Víkur einn þeirra, ráðsmað ur á Klaustri, sér að Guðrúnu og segir: „Viltu eiga mig, stúlka mín?“ Guðrún gamla réttir sig upp, hvess ir augum á manninn og segir: „Já. Þið heyrið, hvað talað er piltar. Ég tel þetta þá útrætt og vona, að þú svíkir mig ekki. unnusti góður.“ Maður þessi var stúlku heitinn, og þar kom, að séra Páll Pálsson á Prestsbakka lýsti með hjónaefn unum. Fór ein lýsingin fram í Álfta veri. Eftir messu hitti prestur Guðrúnu gömlu og tók hana tali. „Já, þér lýstuð með ráðsmannj sýslumannsins í dag,“ segir hún þá „Ég lýsi meinbugum — hann er méi heitinn.“ og vinsenid, sem aðeins bregzt, et það sjálft hagar sér öðruvísi en vera ber. Samband fíls og eiganda hans er vant að vera innilegt og traust. og þótt fíl takist einstöku sinnum að sleppa, verður hann strax hlýð inn og auðsveipur, þegar hann sét húsbónda sinn aftur. Tamdir fílai verða fl jótt vinir barna, og þeii tengjast varanlegum vináttuböndum. bæði féiögum af sinni eigin tegund og öðrum óiíkum, tii dæmis hund um og köttum. En ef þeir eru æst ir upp, eiga þeir til að rjúka upp í ofsafenginni vonzku, og þeir eru hefnigjarnir við óvini sína. Fílar sýna oft vitsmuni í því að finna áhöld til þess að klóra sér með og nota sem blævængi. Þeir sýna furðu lega glöggskyggni í að gera sér grein fyrir mismunandi eiginleikum hluta, til dæmis hörku og þyngd. Ef fílar veikjast eða særast, taka þeir meðhöndlun læknisins með mikilli rósemi. Virðist ekki leika vafi á, að fílar hafi til að bera tímaskyn, en innan vissra takmarka þó. Þeir ná venjulega mjög háum aldri, en fyr- ir kemur að þeir deyja snögglega, og innfæddir menn eru vanir að kenna það hjartasorg. J. Hafst. „Hvi komuð þér ekki 1 kirkju ti) þess að lýsa meinbugum þar?“ spyr prestur. „Ég hugði, að jafngilt væri,“ segii gamla konan, ,,þótt gert væri hér Ég hef vottana óga.“ „Hverja aðferð viljið þér hafa á þessu máli?“ spyr prestur, sem vissi hvar fiskur lá undir rteini. • Guðrún sagðist hcimta skaðabæiui fyrir svikin, en með því að sér lítist maðurinn ekki mikils verður, þá láti hún sér lynda eitt pund af kaffi. Þau urðu málalok. að brúðgum inn lét úti fimm pund af kaffi, en þau gaf Guðrún presti Moldin úr fjóskampinum. Það er sögn, að fyrrum hafi bæn hús verið í Laugardalshólum í Ár nessýslu. og á það að hafa staðið þar.sem nú heita Krosshólar. í lok átjándu aldar og framan ai nítjándu öld bjó í Hólum maður er hét Einar Jónsson. Þegar hann var unglingur í Hólum. reri hann vetrarvertíð í Selvogi og átti þar ta) við gamla konu, sem mjög var hrjáð af gigt Hefur hún er til vill verið ættuð austan úr Laugarda). og svo mikla trú hafði hún á bænhúsinu í Hól um, að hún hugði sér myndi batna gigtin, ef hún fengi mold úr rúst um þess til þess að leggja við skrokk inn á sér. Hét Einar að hjálpa henni um moldarlúku í þessu skyni. Nú fór Einar heim, en ekki mundi hann, hvers keriingin hafði beðizt, fyrr en hann stóð ferðbúinn við fjósdyr. Varð honum þá fyrir, að hann klóraði mold úr fjóskampin um og setti í vettling. Þennan læknisdóm fékk hann kerlingu. Hún tók við fegins hendi og hóf þegar lækninguna. Og viti menn: Svo brá við, að henni batnaði Þegar Einar hvarf heim í vertíðar lok, vildi kerling endilega gefa hon FJÁRKLÁÐI OG Framhald af 275. sí8u. steinssonar, þess er þai býr nu. En faðir og afi konu Þorsteins, bjuggu þar fyrr en hann. Þorsteinn bjó 30 ár fyrir kláðann og var bjargálna- bóndi — taldi fram 20,5 kúgildi — en aðeins 3,5 eftir niðurskurðinn. Hann bjó þó ennþá 15 vetur eftir það. VII. Fjárkláðinn olli feiknatjóni á búi hvers einasta Holtabónda, sem á vegi Það vai jafnan siður frá því al- þingi hófst 1845, að konungsfulltrúi eða landshöfðingi héldi þingmönnum tvær. og síðar þrjár, veizlur, við þing- setningu svo og lokaveizlu að hálfn uðum þingtíma Þessi siður hélzt ti) þings 1905. Þá var engin lokaveizla haldin. og þótti mörgum það snubb- ótt. en það voru þingmenn' sjálfir. sem áttu að ráða því, en meirihlut- inn var því mótfallinn Það orð hef- ur gengið, að í sumum veizlum á hinum fyrstu þingum hafi gengið heldur glatt til. og að það hafi ekki verið með öllu óhæft má sjá af því, sem drukkið var i lokaveizlu á al- þingi 8. ágúst 1849 t>ai var drukkið: 58 flöskur af rauðvíni a 3 mark fl. 14 flöskur af portvíni á 1 rd) fl. 14 flöskur aí madeira á 1 rdl. fl. 16 fl. af kampavíni á '0 m og 8 sk. f). Þingmenn voru þá. auk konungs- fulltrúa (Pá)s amtmanns Melsteds). 25, og líklega hafa einhverjir bæjar- búar verið boðnir i veizluna Þó hafa boðsgestir fráleitt verið iangt yfir 30. Ekki hafði stjórnardeildin i Kaup- mannahöfn neitt að athuga við þetta, en hitt þykir furðu sæta, hve þing- menn hafa þá verið gefnir fyrir sæt- indi, því að þeir borðuðu í þessari veizlu sultutau fyrir 28 rdl. og einn kassa af rúsínum. sem kostaði 4 dali. Sennilega hafa þó þingmenn hvorki drukkið alit betta né étið öll sætindin sjálfir bví að t'orstöðu- maður veizlunnar var lögregluþjónn- inn Henrichsen, orðlagður drykkju- maður, sem því sennilega hefur verið góðui liðsmaður við flöskuna. Hann fékk þar að auki 10 dali fyrir framrni- stöðuna. Það blöskraði Oddgeiri Stephensen. að hann skyldi vera tek- inn ti) þessa starfa og fá svo háa borgun fyrir, og fékk konungsfulltrúi nokkrar ákúrttr fvrir eyðslusemi þessari veizlu. (Heimild: Óðinn). FJÁRSKIPTI - hans varð. En furðu misilla fóru menn út úr viðskiptum við hann. Ekki verður með vissu séð, hvað þessum mismun olli. Fleira en einu er þar til að dreifa. Hagsýni og framsýni hefur efalaust orðið sum- um að liði. Ef til vill hafa marg- ir treyst því, að kláðinn yrði lækn- aður, en ekki skorið niður. Þá voru menn, sem áttu að mestu eða öllu leyti heilbrigt fé, en urðu þó að farga hverrri kind. Trúlega voru þeir varbúnastir allra. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 285

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.