Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 17
Abdúlla Kahhar er tœplega sextugui maðar og allafkasta- mikill rithöfundur af kyni XJzbeka. Hann s/crifar á úzbesku, sem er mdl skylt tyrknesku. Úzbekar standa traustum fótum l fornri menningarerfö og hafa iðkað skáldskap síðan snerhma á miðöldurp. Skáldsögur þcer, sem uzbeskir höfundar skrifa nú, eru þó mjög mótaðar af rússneskri skáidsagnagerð. Fyrsta bókin eftir Abdúlla Kahhar kom ut árið 1924, og í kringum 1930 v6r hann orðinn fvilmótaður rithöfundur. Sumar skáldsögur hans eru taldar meðal þess, sem bezt hefur verið skrifað á úzbesku í óbundnu máli. arssaissssaammis^ammmaK^BBsasBamsaB^emssmmíammmafíasBiíiis^s í vont skap, og augun, sem hann hvessti á konu sína, virtust segja: „Þú færö aldrei annað en berja- mauk og súrmjólk." Þetta varð til þess, að hún beitti sjálfa sig hörðu og neyddi ofan í sig grautnum, hversu mjög sem henni bauð við honum. En í næstu andrá náfölnaði hún. Hún reis á fætur og hljóp út í hornið. Þegar hún kom aftur, voru augu hennar rauð og þrútin. „Þú byrjar að spá alls kon- ar óhöppum, áður en barnið er einu sinni fætt,“ sagði Túrabjan þungbú- inn. Konan tók þegjandi af borðinu. Svo hellti hún vatni í skaftpott og sagði lágum rómi: „Fyrir peningana, sem þú fleygð- ir í hunangið, hefðir þú getað keypt eitt granatepli." „Það hefði ég kannski getað,“ svar- að Túrabjan ísmeygilega meinlega „En nú var það hunang, sem ég keypti.“ „Maður skilur það svo sem. Þú ertir mig með því að koma heim með þetta hunang, sem hundur hefði ekki einu sinni lyst á að sleikja.1' Við svona ádrepu verður manni svarafátt. En þegar maður hefur átt að sig, hrjóta orð, sem hæfa eins og krepptur hnefi. „Og þar gerði ég hárrétt," öskr aði Túrabjan skjálfraddaður. „Fjand inn eigi þetta — er það mín sök þó að þú sért svona?“ Vanfærar konur munu bezt skilja, hvernig þessi orð orkuðu á húsfreyj una. Túrabjan hafði ekki fyrr sleppt þessu út úr sér en hann varð dauð- skelkaður við það eitt að horfa á hana. Reiði hans var rokin út i veður og vind, og ef stærilæti hans hefði ekki bannað honum það, hefði hann undir eins gengið til hennar, lagt höfuð hennar að brjósti sér og sagt: „Þú mátt ekki gráta. Það var heimskulegt af mér að segja þetta.“ „Þetta er sjálfri þér að kenna,“ sagði hann loks eftir langa þögn. „Mig langaði bara til þess að kaupa þetta, því að það vill svo til, að hunang er ekki mjög dýrt núna, og peningaráð okkar eru lítil. Kunn- ingi húsbónda míns kom með hun- ang, sem hann gaf honum, og ég bað hann að selja mér ofboð lítið af því. Ég hélt, að ég gæti glatt þig með því. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti á ævinni, sem ég býð þér hun- ang.“ Túrabjan var sáttfýsin sjálf — eng- in ögrun lengur í röddinni. En kona hans gaf því ekki gaum. Hún heyrði þetta reyndar, en það öldurót, sem orðaskipti þeirra höfðu valdið í huga hennar, kæfði alla sáttfýsi. Það voru ekki nema þrjú ár síðan þau gengu í hjónaband, og henni hraus hugur við því, að hann skyldi geta tengið sig til þess að segja það, sem hann hafði látið sér um munn fara. í raun inni hafði hann sagt henni að fai'a til fjandans. Hana langaði aðeins til eins — að bragða 'granatepli. Og nu kom upp úr kafinu, að maðurinn hennar, eina hjálparhella hennar í lífinu, var þess vanmegnugur að upp fylla svo lítilfjörlega ósk. Konan snaraðist inn í húsið. Það var fyrir löngu farið að skyggja í því. Túrabjan rölti líka inn. Konan sat við gluggann, studdi olnbogum á kreppt hnén og lét hökuna hvíla í höndum sér. Hún starði upp í dimm gráan himininn, en Túrabjan (vísteig á miðju gólfi og vissi ekki, hvað hann átti til bragðs að taka. Niðrt í garðinum logaði á lukt, og í kring- um hana flögruðu fiðrildi, Eitthvað slóst harkalega í þakið, og það mátti líka heyra, að kakkalakkarnir voru komnir á kreik. Svo varð hljótt. Það var hér um bil eins og þögnin óm- aði í eyrum Túrabjans. líann settist líka við gluggann og byrjaði að stara upp í himininn, þar sem stjörp urnar tindruðu. Allt í einu var eins og eldur gysi upp á milli hárra espitrjánna í trjá- garði dómarans. Eitthvað þeyttist upp og dró á eftir sér langa eldrák. Það flaug hærra og hærra, unz það sundraðist uppi í sjálfum himninum með neistaflugi og marglitu eldregni. „Flugeldar," sagði Túrabjan „Múranjan dómari er að halda upp á afmæli sonar síns.“ Konan sat grafkyrr og mælti ekki orð frá vörum. Hún hafði aldrei komið inn í trjágarð dómar- ans, en hún hafði heyrt, að þar væri heill skógur af granateplatrjám. Þeg- ar horft var á eplin hangandi á trjá- greinunum, sýndust þau hér um bil eins stór og tekönnur. „Þvílík undur, sem þessir flugeld- ar hljóta að kosta,“ sagði Túrabjan. „Ef skotið er hundrað skotum og hvert skot einn fanga, þá verða það hundrað tangar, og þá eyðir hann tíu hvert skot kostar einn tanga, þá verða það hundrað tangar, og þá eyð- ir hann tíu sinnum meira í þetta en hann borgar mér fyrir vinnu mína í heilan mánuð . .“ Þau sátu lengi þegjandi. Loks geispaði Túrabjan hátt og lengi og smeygði sér úr skyrtunni. „Gerðu við þetta,“ sagði hann við konu sína og fleygði skyrtunni til hennar. Hún tók við skyrtunni og lagði hana hjá sér. „Gerðu það undir eins,“ bætti Túrabjan við, þegar hann sá, hve konan fór sér hægt. „Taktu til hend- inni, manneskja — heyrirðu það?“ „Hvaða öskur eru þetta? Auðvit- að geri ég við hana. Liggur þér svona mikið á?“ „Ætlar þú að gera mér það til skammar að láta mig ganga i þessu svona eða hvað?“ Túrabjan þreif skyrtuna og fór í hana aftur. „Ef allt á að vera manni tii skammar, þá væri eins gott að vera dauður,“ bætti hann við. „Fátæktin er kannski fyrir sig. en . . ..“ „Það er aumt að vera snauður,“ sagði könan dauflega. Hún sagði þetta þannig, að áherzl- an féll öll á eitt orð — aumt. Túra- bjan fannst í því fólgin ákæra á hendur sér. og honum þykknaði í skapi á ný. „Hvaða dyigjur eru þetta?“ sagði hann ógnandi. „Leyndi ég þig því kannski, að ég var fátækur? Held urðu, að ég hafi verið í lánsfötum á brúðkaupsdaginn okkar eins og sumir gera? En þú getur reynt a'ö ná þér í einhvern ríkari mín vegna.“ „Þú gætir að minnsta kosti gefið konunni þinni tvö eða þrjú granatepli.“ Það var eins og hnífur væri rekinn í brjóstið á honum. „Gefið og gefið,“ muldraði hann lágri röddu, sem hljómaði ankanna- lega. „Eins og ég hafi aldrei gefið þér granatepli.“ „Nei — aldrei,“ sagði hún illsku- lega og sneri þrútnu andlitinu frá honum. I I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 281

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.