Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 18
„Og granateplin, sem þú ázt á markaðsdaginn — var það kannski einhver elskhugi þinn. sem gaf þér þau?“ „Það er mér nær að halda.“ Eftir á vissi Túrabjan ekki með vissu, hvort hann hafði bara þrifið í öxlina á henni og hrist hana eða rokið til og barið hana. Hann mundi það eitt, að hann hafði séð náfölt andlit hennar fyrir framan sig og starað í uppglennt augu dauðhræddr ar manneskju. „Gerðu þetta ekki gerðu þetta ekki,“ stundi hún. Túrabjan hljóp á d?r, og hún heyrði, að hann skellti útidyrahurð- inni að stöfum á eftir sér. Konan sat iengi grátandi. Hún áfelldist sjálfa sig fyrir atferli sitt, og það lá við, að hún óskaði þess, að hún væri dauð. Loks þerraði hún tárin af kinnum sér og reikaði út í garðinn. Það var komin nótt. Annað veifið heyrðist drungaleg hundgá langt úti í myrkrinu. Hún gekk út fyrir og litaðist um á götunni. Það var búið að slökkva á luktunum. En niðri við búð bakarans vottaði fyrir ofurlitlum bjarma. Hún sneri inn, og að lítilli stundu liðinni skreiddist hún í fleti sitt. Hún vissi ekki, hvort löng stund leið eða stutt. En hún heyrði, að han arnir handan við vegginn voru farn ir að baða vængjunum. og síðan gall við langdregið gal. Og nálega í sömu andrá var úti dyrahurðinni lokið upp. Konunni vannst tæplegast tími til þess að brölta á fætur. Túrabjan snaraðist inn með poka á bakinu. Hann varpaði honum harkalega frá sér, og granatepli á stærð við te könnur ultu út um allt gólfið. Konan starði agndofa á mann sinn. Hún var gripin ofboði, er hún veitti því athygli. hve fölur hann var í andliti. Túrabjan tyllti sér á fletið og brá sterklegum höndunum fyrir andlil sér, Svo að ekki sæist framan í hann. Konan færði sig til hans og studdi hendi á öxl honum. „Hvar hefur þú verið?“ spurði hún og greip andann á lofti. ,,Hvað hefur þú gert?“ Túrabjan þagði. Hann skalf allui eins og sleginn köldusótt. Svo leit hann upp og starði þungbúinn á kon una. Dauft bros læddist um varir hans. Síðan líkt og sársaukafull sprenging yrði í brjósti hans: „Hvergi . . . ég er bara syo fátæk- ur og aumur. Nú getur fjandinn hirt mig.“ J.H. þýddi. Athygfi skal vakin á því, að blaðinu er mjög Ijúft að birta greinar, þar sem sagt er frá sjaldgæfum og sögulegum atburðum, ekki sízt ef slíkt er gert á gamansaman hátt, þegar það á við. Raunar þurfa ekki miklir atburðir ævinlega að vera uppistaða frásagna, ef laglega er á haldið, svo sem til dæmis má sjá af frásögum þeim eftir Frímann Jónasson og Sigurveigu Guðmundsdóttur, sem birtust í blað- inu fyrr í þessum mánuði. Fleiri greinar af slíku tagi, þar sem hæglætislegt skop er notað til þess að gera atburði, sem ella yrðu léttvægir, að hinu æskilegasta lestrerefni. Þá væri þakksamlega þegið, ef góðvinir þessa blaðs, sem virðast vera orðnir allmargir, vildu benda því á fólk, sem þeir vita, að kann frá einhverju því að segja, sem athygfi vekti. Slíkt tólk er örðugt að finna nema margir leggi saman, og þess vegna er blaðinu nauðsynlegt að njóta slíkra leiðbeininga. Að lokum skulu þökkuð ótal mörg vinsamleg bréf, sem borizt hafa frá fólki í öllum stéttum, ungum og gömlum, körlum og konum. Hafi stundum þótt sæmilega takast til með þetta blað. þá má þó áreið- anlega miklu betur gera, með auknu samstarfi lesenda og ritstjóra. 282 T t M I N N - SUNNUDAGSBLA*

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.