Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 13
Öræfajökull, krýnt snæ, en gróið grasi að nokkru upp í níu hundruð metra hæð og lágvaxnir runnar hér og þar. Stöðuvatn er í fornum gíg uppi á fjallinu, og niður hlíðarnar renna ótal margir lækir um gil og grófir og steypast í mjóum bun- um fram af kleifum og björgum. Undirlendi er nálega ekkert — ein- ungis örmjó strandlengja á stöku stað. Við ströndina eru mörgæsir og seiir og fiskar skammt undan landi. Eyjan má heita kringlótt, og þver- mál fjallsins við hafflöt hvarvetna sem næst tólf kílómetrar. Hvergi ganga nefnandi vogar inn í strönd- ina, og engin sker verja hana brimi og hafgangi, svo að þar er hvergi viðhlítandi skipalega, svo að ekki sé talað um höfn. Landtöku verður að leita í bugum og opnum vikum, þar sem nokkurt hlé gefst. ef vel stend ur á vindátt. Því er sjaldnast að fagna, að kyrrt sé við Trístansey. Votir vest- anvindar streyma austur yfir hafið frá suðurodda Suður-Ameríku, rétt sunnan við hana, og þar eru storm ar tíðir. í óveðrum lemur tröllsleg úthafsaldan ströndina með slíkum gný, að ekki heyrist mannsins mál. og löngum er löðrandi brimgarður umhverfis eyna alla, þótt veður sé stillt. í maímánuði ár hvert bregð ur til votviðra, og þá hylur grár þokukúfur fjaliið og regnskýin byrgja útsýn til hafs. Það er ekki fyrr en í októbermánuði, að birtir til á ný. Aftur á móti er tiitölulega lítill hitamunur sumar og vetur. Það má ráða af því, sem hér hef ur verið sagt, að Trístansey muni ekki beinlínis vera i þjóðbraut. En það ætti að verða fullljóst, hve af- skekkt hún er, sé það einnig haft í huga, að til Góðrarvonarhöfða eru nálega þrjú þúsund kílómetrar og nærfellt hálft fjórða þúsund kíló- metra í mynni la Platafljótsins. Byggt ból er þó nær: Á Elínarey er mannabyggð, og þangað eru ekki nema um tvö þúsund kílómetrar Það er líka bæjarleið í lengra Iagi II. Nú er meira en hálf fimmta síðan mannlegt auga leit þennan stað í fyrsta skipti. í marzmánuði 1506 létu fjórtán skip úr höfn í Lissabón, og hét sá Tristan da Cunha, ér þeim flota stýrði. Látið var i veðri vaka, að skipin ættu að fara til Austur-Afríku og Indlands. Þeg- ar flotinn var kominn suður um Grænhöfðaeyjar, var sveigt í vestur, og náði hann ströndum Brasilíu heilu og höldnu. Síðan var ferðinni haldið áfram suður á bóginn, unz kom á þau breiddarstig, að vestanvindur- inn fyllti seglin. Hann átti að bera skipin austur yfir hafið. En nú tókst svo til, að sum skipanna lentu vilj- andi eða óviljandi mjög sunnarlega. Margt manna dó í þessum hrakning- um, en þeir, sem af komust, sögðu þá sögu, að þeir hefðu séð í úthaf- inu eyjar, sem enginn kannaðist við. Fundinum var haldið leyndum, en eyjar teiknaðar á portúgalskt sjó- kort árið 1509 og skrifað við þær: „Ilhas que achou tristam da cunha.“ —eyjar. sem Tristan da Cunha fann. Nú leið að pví, að Hollendingar gerðust frægastir sæfarar og sigldu heimshöfin þver og endilöng. Að kvöldi 25. dags septembermánaðar árið 1601 skráði einn hollenzki sæ- farinn í skipsbók sina: „Við sigld- um í austurátt í góðum byr í ná- munda við ey, sem við þekkjum ekki. Við vikum til hafs til þess að forð- ast grynningar. með birtingu í morgun slöguðum við að þessu landi og komumst nærri ströndinni. Eyjan er mjög há og snjór efst á fjall- inu. Við fundum hvergi lendingu og sigldum því aftur brott. Þegar við fórum frá eynni, skullu á okkur hvirfilbyljir frá fjallinu." Höfðanýlendan hollenzka var stofnuð 1652, og þremur árum síð- ar sneri landstjórinn bar sér til Aust- ur-Indíafélagsins hollenzka og fór þess á leit, að það gerði út leið- angur til Trístanseyjar. Hann fékk þessu framgengt, þótt ekki bæri sú för neinn árangur. Aftur á móti tók Austur-Indiafélag Englendinga að renna hýru auga til eyjarinnar, og var skipstjórum þess skipað að kynna sér þar hafnarskilyrði og gefa gaum að náttúrufarinu. Þar með fylgdi þessi fyrirskipun: „E' þér finnið ein hverja eyju, sem er sérstaklega ’ þess fallin, þá setjið þar á land tvær gyltur og einn gölt og skiljið þar eftir bréf í flösku, sem þér bindið við staur á heppilegum stað, svo að þeir skipstjórar, sem við sendum þangað síðar, geti lært af tilraunum yðar.“ Englendingar vor.. farnir að hugsa um að koma sér upp bækistöðvum á þessum eyjum, svo að þeir gætu drottnað þaðan yf- ir hafinu. Landsstjóranum á Elín- arey var meira að segja sagt að hafa til reiðu fólk, fénað og útsæði handa nýlendu á Tristansey. En þessi skjöl gulnuðu og gleymdust. áður en t.i' framkvæmda kæmi. í desembermánuði árið 1810 voru þrír menn af fiskiskútu frá Boston settir á land á Trístansey. Það voru fyrstu mennirnir, sem tóku sér þar bólfestu. Fyrirliði þremenninganna hét Jónatan Lambert, og sagan sagði, að fortíð hans myndi ekki með öllu flekklaus. En hann var stórhuga og tók sér konungsnafn, er hann va kominn til eyjarinnar. Lét hann birta svolátandi tilkynningu í blaði í Boston: „Ég, Jónatan Lambert, fæddui i Salem í Massaehusetts, hef í dag tek- Strönd draumalandsins i úthaf- inu, sæbrött og víða nakin, lam- in fjallháum bylgjum og súgandi brimi, jafnvcl flesta daga árs. Hér lifir fólk ef tll vill mun ham- ingjuríkara lífi vlð frumstæða hætti en í iöu borga og þéttbýlla iðnaðarlanda. ■ ■■ ■ * T í M 1 N N -r- SUNNUDAGSBLAÐ °77

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.