Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 10
fljótt, ef það fær að lifa og hefur heilsu og haga. Og þrif og fjölgun þjóðarínnar byggðist lengst á lífi sauðskepnunnar. Tæplega 70 árum síðar en Móðuharðindum lauk hafði þjóðinni fjölgað um þriðjung á ný og fjárstofninn fjórtánfaldazt. Á vor- 'dögum 1852 voru framgengnar sauð- kindur íslendinga 712 þúsund tals- ins. En þá fækkaði fénu brátt stór- kostlega og náði það ekki aftur sama fjölda fyrr en kringum 80 árum síð- ar. III Árið 18'55 voru fjögur iömb flutt frá Englandi til íslands og áttu að fara að Hraungerði í Flóa. Þar bjó þá búhöldur mikill, Sigurður prest- ur Thorarensen, sonur Gísla Þórar- inssonar prests í Odda á Rangárvöll- um og Jórunnar, hinnar geipigildu konu hans. Fullyrt er, að með lömbum þess um bærist fjárkláði til íslands öðru sinni. Á næsta áratug breiddist hann yfir flestar sveitir Suðurlands og komst norður í Húnavatnssýslu, áður en aflétt var. Þótt þá vissu sumir, að lækna mátti kláðann, var enn grip- ið til hins gamla ráðs, að skipta um fjárstofn. í vestursveitum Rangár- þings var niðurskurði lokið haustið 1858. í kjölfar hans fylgdi búsvelta og almenn örbirgð. Hundrað ára gömul sveitarbók úr Holtamannahreppi hinum forna sýn- ir í fáorðum, ljósum dráttum nokkr- ar almennar afleiðingar kláða og og niðurskurðar. Holtamannahrepp- ur var þá eitt fjölmennasta hrepps- félag á íslandi. Hafði um 1200 íbúa. Nú hefur honum verið skipt í þrjá hreppa, sem vera munu til samans hart nær hálfu fámennari en hann élnn var áður. Um nokkur ár fyrir niðurskurð- inn mun hafa verið mildari veðrátta en bæði fyrr og síðar á 19. öld. Fjölgaði fé þá drjúgum, og búhagur batnaði. Líðan fólks og efnahagur hefur þá yfirleitt verið betri en áður og síðar á þeirri hörðu öld. Á þeirri tíð þótti bjarglegt bú, eí hundraðstíund eða eitt kúgildi var á móti heimilismanni hverjum. 1 Holtasveit hafði þetta verið þannig næsta ár fyrir fjár- kláðann, að fram var tal- ið til jafnaðar fyrir hvern hrepps- búa nálega lVs hundrað í lifandi bú- peningi — og hér um bil 1% hundr- að í sveitinni ofan vatna. En það var hreppurinn allur, að Þykkvabæ und- anskildum. Þykkvibær var þá fátækra hverfi og að öðrum þræði sjávar- þorp, þar sem lífsbjörg fólks var að miklu leyti sótt í sjóinn, þegar á hann gaf. Eítir niðurskurðinn var svo um skipt, að samantalið framtalsfé í allri sveitinni var til jafnaðar aðeins lið- lega hálft kúgildi á hreppsbúa. Með- albúið hafði minnkað um % eða eins og nú er sagt: 60%. IV Til fróðleiks og Ijósari skýringar en auðvelt er að koma fyrir í mæltu máli fylgja hér með í töfluformi fá- einar niðurstöðutölur úr sveitarbók- inni gömlu, snertandi ástæður Holta- mannahrepps fyrir og eftir fjárkláð- ann og 10, 20 og 30 árurn eftir nið- urskurðinn. Hliðstæðar tölur eru teknar upp í töflur varðandi Þykkva- bæinn — sveitarhlutann framan vatna — eins og það var orðað. Þar var í þann tíma fjölmenn byggð og fullt af fátæklingum. í Hoitamannahr. voru Fjölskyldur um Hreppsbúar alls um Hreppsómagar Búfé í kúgildum Sveitarútsvör í krónum í Þykkvabæ voru Framteljendur Heimilisfólk alls um Búfé í kúgildum Sveitarútsvör í krónum Þessar tölur láta lítið yfir sér. Bak við þær felst þó eigi að síður aldar- þriðjungslöng baráttusaga bænda í einni af beztu sveitum landsins — sveitar, sem þá fleytti rétt um fer- tugasta hluta íslenzkrar bændastétt ar og nálega fimmtugasta hluta þjóð- arinnar — hýsti um 2% íslendinga þeirra, sem þá voru uppi Engum dylst, sem athugar þessai tölur, að þarna var búið við þröngan kost eftir niðurskurðinn Flestir hin ir efnuðustu bjuggu við skorinn skammt. En allur fjöldinn var fá tæklingar, sem skorti fiestar lífs nauðsynjar og sultu hálfu hungri V Við fyrsta yfirlit furðar mann, hve fáir bændur flosnuðu upp frá bú- skap fyrstu missiri eftir niðurskurð- inn. Við nánari aðgát virðist þetta eðlilegt. Fólkið átti engra kosta völ — annarra en að þrauka þar og hjara sem það var. Nú skulu sýnd hér nokkur dæmi þess, hve grimmilega fjárkláðinn fór með ýmsa bændur L Holtamanna- hreppi. Nefndir skulu fyrst nokkrir menn, sem segja má, að hann riði að fullu fjárhagslega, þótt þeir sum- ir hokruðu áfram til dauðadags. Jón Þorsteinsson er maður nefnd- ur, nokkuð við aldur. Hann bjó rúm 20 ár í Hagakoti. Fyrir fjárkláðann taldi hann fram 21.5 kúgildi — fimmta stærsta bú í hreppnum. En 5.5 kúgildi átti hann eftir niður- skurðinn. Þrir fjórðu af hans fallega búi höfðu orðið að engu. — Sex árum síðar flosnaði ekkja hans upp og fór á vergang. Einkabarn þeirra bráðvel gefinn piltur, flæmdist úr landi og týndist. Sigurður hét maður, Guðbrands- son, bónda á Lækjarbotnum, Sæ- mundssonar. Hann bjó 40 ár að minnsta kosti, fyrst í Moldartungu, svo á Skammbeinsstöðum. Hann eign aðist 24 börn og var þó efnabóndi fram að niðurskurði. Hann taldi fram 18,5 kúgildi fyrir fjárkláðann. En aðeins 3 kúgildi eftir niðurskurð- inn — og hafði þá 12 manns í heim- ili. En eins og fyrr segir þótti það vera bjarglegt bú, ef kúgildi voru jafnmörg og heimilisfólkið. Á nokkr- 1856 1859 1869 1879 1889 177 180 180 183 153 1185 '1230 1290 1290 31 36 82 85 95 1550 679 984 1163 970 1668 1725 3989 4926 5683 1856 1859 1869 1879 1889 44 47 50 44 37 £90 296 327 265 202 134 150 143 106 201 338 433 503 573 um árum, tókst Sigurði að koma búi sínu aftur upp í helming þess, sem áður var. En nokkur síðustu búskap- arárin var hann bláfátækur. Símon Eyjólfsson bjó í Hallstúni 45 ár. Hann hafði búið nær áratug, er fjárkláðann bar að garði, og taldi þá fram 8.5 kúgildi En 2 kúgildi taldi hann fram eftir niðurskurðinn. Þá hafði hann 8 manns i heimili. Á 20 árum tókst honum að tvöfalda sitt litla bú í fjogur kúgildi. Það gat eftir atvikum verið þrekvirki. En harða vorið 1882 fann hann í fjöru — og felldi bú hans niður í eitt kúgildi Samt bjó Símon ára- tug eftir það Tyrfingur Einarsson bjó í Jaðri um 40 vetur Hann taldi fram 4,5 kúgildi fyrir niðurskurðinn en 2,5 kúgildi eftir hann. Hann hafði þá 11 manns í heimili. Hann eignaðist alls 17 börn — og bjó nær 30 árum eftir þetta, oftast bláfátækur í Stúfholti bjuggu um þessar mund ir bræðurnir Finnur og Guðmundur Einarssynir, báðir á efra aldri. Fyrir fjárkláðann töldu þeir fram 10 og 12.5 kúgildi, en 3 og 2,5 eftir nið- urskurðinn. Þeir voru upp frá því bláfátækir menn til dauðadags. í Marteinstungu bjuggu bræður tveir, Björn og Halldór Jónssynir frá Mörk á Landi — menn á miðjum aldri. Þeir töldu fram fyrir kláðamj 11.5 og 10 kúgildi. En 1,5 og 1 kúgildi eftir niðurskurðinn og höfðu þá 8 og 9 manns í heimili. Þeir bjuggu Fellisvorið 1882 hrapaði saman lagt framtal Holtamanna niður í 806 kúgildi. Þá voru hreppsómagar 80. 274 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.