Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 20
ur eða hundur. Þessi jötunn dýra- ríkisins er stöðugt nytjadýr í Ind- landi og víðar, þótt tekið sé að halla undan fæti fyrir houiim, og fyr- ir honum eigi að liggja að hverfa af sjónarsviðinu. Fílabein er stöðugt verðmætt hráefni i listmunagerð. Indverski fíllinn er sjaldan veidd- ur til þess að drepa hann. Hann er í ýmsu frábrugðinn frænda sín- um í Afríku. Þeir mega heita jafn- stórir, en tennur Afríku-fílsins eru stærri, einnig eyrun. Afríku-fíllinn hefur kúpt enni, en hinn hefur laut milli brúnanna. Ranatotan á ind- verska fílnum líkist einna helzt fingri, en á hinum minnir hún á varir. Báðir eru þeir jurtaætur og lifnaðarhættir eru nokkurn veginn hinir sömu. Það er bæði erfitt og tímafrekt að veiða lifandi fíla, og til þess þarf hundruð manna. Áður fyrr voru oft notaðar gryfjur, sem dýrin voru látin falla í, en þvi var hætt, því að umbrot fílanna í þeim voru svo ógurleg. að stundum leiddi til dauða þeirra. Fjölskyldulíf fílanna er allmerki- legt. Þeir lifa saman í stórum fjöl- skylduhópum. Þar er aðeins einn „heimilisfaðir," en margar „konur" og börn, þar er fjölkvæni ríkjandi. Nú kemur það fyrir, að keppinaut- ur um húsbóndatignina gefur sig fram, og verður hann þá að berj- ast um völdin við þann, sem fyrir er. „Eiginkonurnar“ standa hlutlaus- ar umhverfis þá, og þær vita, að sá, sem ber sigur af hólmi, verður maki þeirra framvegis. Afkvæmin fæðast venjulega eitt og eitt í senn, en þó er til, að tvíburar fæðist. Þau koma með margra ára millibili. Frjó- semiskeið kvendýrsins er nokkrir nokkrir mannsaldrar, en samt eign- ast hvert dýr ekki nema þrjú eða fjögur afkvæmi um ævina. Menn hafa reiknað, að á 500 ár um geti afkomendur einna fílahjóna orðið allt að 15 milljónir, en það verður aðeins með því móti, að hvert nýtt hjónaband, sem til er stofnað, fái að renna sitt skeið án þess, að nokkrar utanaðkomandi truflanir eða óhöpp komi í veg fyrir það. í hverj- um fílahóp eru tíu til tuttugu ein- staklingar. Þeir hafa mjög sterka fé- lagsvitund og standa ætíð saman. Það fyrsta, sem veiðimenn verða að gera, er að finna svæði það í frum- skóginum, sem hópurinn heldur sig á. Fyrst eru þrjú eða fjögur hundr- uð menn látnir umkringja svæðið, og þeir kveikja mörg bál á milli sin í hringnum til þess að styrkja vörnina. Smátt og smátt er hring- urinn þrengdur. Inni á miðju svæð- inu er svo gerð girðing úr sverum staurum og greinar fléttaðar á milli þeirra. Aðeins eitt hlið er á girð- ingunni og í því grind, sem lyft er upp. Allur þessi útbúnaður er vand- lega falinn í bambus eða öðrum runnum og greinum. Þegar síðasti fíllinn hefur þrammað inn um hlið- ið, er grindin látin falla og hópur- inn er lokaður inni eins og í gildru. Allur þessi undirbúningur er fram- kvæmdur áf heimamönnum, en evr- ópsku veiðimennirnir koma ekki til skjalanna fyrr en þessum hluta verks ins er lokið. Djúpur og breiður skurður er graf- inn með girðingunni innanverðri, svo að dýrin, sem innilokuð eru, ráðizt ekki á hana. Þessi undirbún- ingur getur tekið margar vikur jafn- vel mánuði, og á meðan á honum stendur, gæta menn þess, að dýrin verði fyrir sem minnstri styggð og verði ekki vör við, hvað á seyði er. Þetta er starf, sem krefst tölu- verðrar hyggni, reynslu og dugnaðar. Það er hreint ekki vandalaust að standa augliti til auglits við hóp villtra fíla. Ef fengitími stendur yf ir, er afar hættulegt að ráðast á þá. Einnig eru kvendýr með unga varasöm. Ef flokkurinn allur verður fyrir styggð, svo að hann taki á rás, vinnur hann bug á hvaða mót- spyrnu sem er, og getur þá stfb far- ið, að verði að byrja á öllu að nýju. En margra alda reynsla og venjur hafa gert heimamenn bæði árvakra og snarráða, og mistök koma sjald- an fyrir. Þolinmæði og þrautsegja bregðast ekki, og síðasti dagurinn rennur upp, þegar síðasta dýrið þrammar þungum skrefum inn um hliðið. Nú hefst sá þáttur veiðanna, sem er hvað mest spennandi og ef til vill alhyglisverðastur. Án hjálpar taminna fíl kæmust menn ekki langt með hina villtu. Við undirbúning- inn voru þeir látnir hjálpa til við að beina villtu fílunum í rétta átt, og þegar orðið er fullskipað í girð- inguna, hjálpa þeir til að vinna bug á föngunum. Áður en fangarnir eru fluttir á áfangastað, verður að fjötra þá rækilega með sterkum reipum. Það eitt út af fyrir sig er íþrótt, og fyrir þann, sem aldrei hefur séð siíkt áður, er það vonlausara verk en nokkuð annað. En veiðimönnun- um bregzt sjaldan bogalistin í því fremur en öðru. Nú eru tamdir fíl- ar látnir koma inn og bera feikna- svera kaðla og reiðmann á baki. Villtu fílarnir tortryggja aldrei þessa hæglátu og stilltu ættingja sína. Tömdu fílarnir eru venjulega kven- dýr, sem eflaust vita ofurvel, hvernig á að færa sér veikleika fórnardýr- anna í nyt. Veiðimenn geta farið inn í girðinguna á baki tömdu fíl- anna, án þess að eiga nokkuð á hættu. Nokkrir tugir heimamanna stija á bökum fílanna inni í hópn- um, en aðrir klifra upp í girðing- una til þess að fæla frá eftirlegu- kindur og beina athygli fílanna frá starfi þeirra, sem eru að leggja ris- ana í fjötra, en það fer fram í algerri kyrrð. Maður situr á baki tamins fíls, aðrir skjótast milli fóta og undir kvið villidýranna, en eitt þeirra er látið standa milli tveggja taminna. Allur hópurinn er látinn þjappa sér saman, meðan reipi er sett um svera hálsana og lykkju brugðið um anna afturfótinn. Dýrið er síðan bundið vi,ð stórt tré alveg hjá. Þá eru tömdu fílarnir fjarlægð- ir, og þegar hinir villtu finna, að þeir eru ekki lengur frjálsir, hefst baráttan fyrir frelsinu. Endalok þeirrar baráttu er fyrirfram ráðin. Kaðlar eru dregnir yfir höfuð dýr- anna og festir í tré, trjábúta eða tamda fíla. Ekkert útlit er fyrir, að mótspyrna þeirra verði að nokkrum notum, þótt baráttan standi tímum saman. Vein ofsahræddra, óðra dýra fylla loftið, jörðin nötrar undir gíf- urlegum átökum þeirra við að reyna að losna, tré braka og bresta. Hér er að gerast sagan um Gúlliver í Putalandi. Risinn verður að láta í minni pokann fyrir sameinuðum kröftum og samtakamætti dverganna, og hann fellur til jarðar. Baráttan er endurtekin, en stendur æ skem- ur í senn, og loturnar verða strjálli. Að lokum eru dýrin örmagna af hungri og þorsta, líkamskraftarnir þverra óðum, og þau híma hjálpar- vana í fjötrunum, og fyrir kemur, að þau sofna. Nú er loks tímabært að flytja þau á áfangastað. Nú er fyrir höndum löng ganga gegnum villta auðnina, áleiðis til næstu járnbrautar. Hver villtur fíll er hafður milli tveggja taminna, annar er fyrir fram'an hann, hinn fyrir aftan. Þeir eru allir bundnir saman með 20—30 feta löngum taug- um. Á göngunni eru taugarnar hafð- ar hæfilega slakar, svo að strax taki í, ef fanginn gerir tilraun til að víkja af réttri leið. Stundum er einn- ig brugðið taug um hálsinn, ef þess þykir þurfa. Venjulega eru fílarn- ir fluttir tveir og tveir í vagni, og maður situr á baki hvers þeirra. Þetta er í rauninni fyrsti þáttur tamningarinnar. Það er erfitt að gera sér í hug- arlund, hvaða hugsanir bærast í höfð- um þessara villtu barna frumskóg- arins, þegar þau eru þannig rifin út úr umhverf/ sínu og koma allt í einu á nýja og framandi staði. En filarnir sætta sig furðanlega við vald mannsins. Tamningin tekur marga mánuði; hve margir þeir verða, getur farið eftir skapgerð hvers einstakl- ings og ýmsu öðru. Fyrst í stað er beitt hörðum aga, en þegar nein- andanum lærist, að mótþrói kemur honum ekki að haldi, er smám sam- an slakað á. Að lokum finnur dýr- ið, að þaö er meðhöndlað af hyggni 284 TtlllNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.