Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 15
Fjallstindurinn á Trístansey er viðlíka hár og Öræfajökull, 2100 tnetrar, 4 hon- um er oft þokuhjúpur. um og þó einkum kartöflurækt. En hjá því gat ekki farið, að þurrð yrði á mörgu, þegar skipakomur brugð- ust ár eftir ár, en þó harðnaði fyrst á dalnum, ef kartöfluuppskeran varð rýr, sem stundum gat hent. Þá varð hallæri á Trístansey. Hvað eftir annað hefur fólkinu á Trístansey verið gefinn kostur á þvi að flytjast þaðan brott. Annað veif- ið befur Englandsstjórn fundizt óverjandi að láta það hírast þarna úti í hafsauga, víðs fjarri siðmenn- ingunni og framförum samtímans. Því hafa verið boðnir góðir kostir og margháttuð fyrirgreiðsla á nýjum stað, og stundum hefur verið hart lagt að því að þiggja þessi boð. En fólkið hefur ekki viljað þekkjast þetta og jafnvel risið upp til harðr- ar andstöðu, ef það óttaðist, að beita ætti það valdi. Árið 1948 varð skyndilega breyt ing á lífinu á Trístansey. Þá fundust mjög auðug humarmið við eyna, og tveimur árum síðar var frystihús reist þar. Síðan hafa tvö skip jafnan verið þar að veiðum á sumrum. Þetta þýddi ekki einungis árvissar skipa- komur, heldur gerðust eyjarskeggj- ar nú launþegar. Þeir höfðu notað kartöflur sem gjaldvöru sín á milli í hálfa aðra öld en nú hélt sterlings- pundið innreið sína. Lífið í litla þorpinu undir fjalls- hlíðinni tók snöggum stakkaskiptum, og fólkíð tók að eignast ýmiss konar tæki, sem það hafði tæpast grunað að væru til. Þannig liður nokkur ár. III. 6. dag ágústmánaðar 1961 bar það til, að dálítill jarðskjálftakipp- ur reið yfir. Myndir hristust á veggj- um, og það glamraði í bollum og diskum. Fleiri jarðskjálftar fylgdu á eftir, og einkum gerðust þeir tíðir, er kom fram í septembermánuði. Þá fundust tuttugu sinnum hræringar einn daginn. Aðfaranótt 3. október- mánuði vöknuðu allir af fastasvefni við mjög harðan kipp, sem stóð heila mínútu. Hrörleg útihús og lélegir grjótgarðar hrundu, og í fjallinu urðu víða skriðuhlaup. Að kvöldi hins níunda dags mán- aðarins veittu menn því athygli, að upp var kominn einkennilegur gúll við fjallsræturnar, örskammt frá þorpinu. Daginn eftir var þarna sex tíu metra hár haugur, og lágu djúp- ar sprungur út frá honum á alla vegu, líkt og pírálar frá hjólnöf. Eng- um duldist, að þarna var að mynd- ast gígur. Gulum, kæfandi mekki -ló yfir þorpið og innan lítillar stundar tók eimyrjan að velta hvæsandi und- an brekkunni. Aldrei fyrr hafði eld- gos orðið á Trístansey frá því sögur hófust. Hraunstraumurinn valt fram á milli þorpsins og frystihússins, en hneig brátt meira í áttina að frysti- húsinu. Þegar hallinn minnkaði, breiddist hann út til beggja hliða, en náði þó ekki sjálfu þorpinu, sök- um þess að það var spölkorn uppi í hallanum. Það var vor á Trístansey um þetta leyti, lömb og kálfar í högunum, ný- útsprungin blóm í húsagörðum, garð- jurtir á vaxtarskeiði. Og vélskipið Trístan var komið á miðin og hum- arveiðin hafin. Þegar hraunstraumurinn tók að vella úr gígnum, varð öllum ljóst, að ekki myndi dælt nábýlið við þann surtarloga. Eyjarskeggjar höfðu reist sér dálitla kapellu og fest þar upp klukku úr strönduðu skipi. Nú var skipsklukkunni í kapellunni hringt í ákafa, og allt fólk, sem á landi var, kvatt þangað. Umboðsmað- ur Bretastjórnar á eynni og stjórn- arráð eyjarskeggja gerðu heyr- inkunnugt, að allir yrðu að vera við því búnir að fara brott fyrirvaralaust. Það var hljóður og þungbúinn hóp- ur, sem gekk út úr kapellunni í þetta skipti. Á móti honum lagði svo megna gosfýlu, ■■.ð torvelt var um andardrátt. Nú var í skyndi kaliað í talstöð á skipið og það beðið að koma í vettvang eins fljótt og auðið væri. Fólk hraflaði í skyndi saman þær eigur sínar, sem það mátti með kom- ast, og beið síðan skipsins. Trístan kom innan lítillar stundar, og síð- an var hafizt handa um að flytja alla á skipsfjöl. Því næst var haldið til Næturgalaeyjar, sem er um þrjá- tíu kílómetra í suðvestur frá Trístans ey. Þar voru flestir settir á land, þrátt fyrir veltubrim, en börnum og gamalmennum þó búin gisting á skip- inu. Fáum varð svefnsamt þá nótt, er nú fór að, og allra hugur var við það bundinn, hvað morgundag- urinn myndi bera skauti sínu. Ver- ið gat, að þá hefði hraunið lagzt yfir þorpið. Eáir í hópnum höfðu nokkru sinni á ævinni farið úr eynni T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 279

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.