Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 16
Wfair; Túrabjan hratt opnum dyrunum. í flýtinum festist ermin á síðri skyrtu hans á'-járnhespunni og rifnaði. Kona hans sat úti á pallinum og marði ber í járnskál. Þegar hún sá böggulinn, sem maðurinn hélt á, lét hún stautinn í skálina, reis á fætur og gekk á móti honum. Þungur tré- stauturinn velti skálinni um, og ber- in runnu út úr henni. Túrabjan faldi böggulinn fyrir aft- an bakið og mælti: „Þú verður að biðja vel, ef þú átt að fá þetta. Hvað viltu gera fyrir mig, ef ég sleppi því við þig“ „Allt, sem þú vilt, þó að þú bæðir um hálft líf mitt.“ Túrabjan rétti henni böggulinn. Konan settist í þrepin og rakti um- búðirnar utan af honum. Allt í einu fölnaði hún. Hún starði stór- um, svörtum augum á það, sem í honum var. Eftir drykklanga stund lyfti hún andlitinu seinlega og virti manninn fyrir sér. Túrabjan brosti, án þess að taka eftir því, að það komu tár fram í augun á henni. „Þú veizt líklega, hvað þetta er,“ sagði hann hressilega. „Hunang — ósvikið hunang. Það þarf ekki ann- að en láta það upp í sig, og þá bráðn- ar það sjálfkrafa í munninum. Og þarna er vaxið. Og það er ekki nein forsmán — maður getur sleikt það og bitið í það líka.“ Konan læsti tönnunum í ermi sína. Þannig sat hún þegjandi og starði fram fyrir sig — leit ekki við bögglinum og virtist helzt mæna eitt- hvað út í bláinn. „Guð komi til,“ hrópaði Túrabjan og laut yfir böggulinn. „Hún trúir mér ekki. Gerðu svo vel — bragðaðu bara á því. Reyndu það og vittu, hvernig þér gezt að því.“ En konan sneri sér undan með slíkri andúð, að Túrabjan sótroðnaði af reiði. Svona hafði hún líka látið einu sinni, þegar hann kom heim með melónu, sem hann keypti. Seinna fann hann melónuna í básn- um hjá kúnni. Haltur köttur, sem hafði verið á voki í garðinum, kom nú upp á pall- inn. Hann fetaði sig að berjunum og þefaði af þeim. Svo gaut hann gul- um glyrnum á Túrabjan og mjálm- aði aumkunarlega. „Sópaðu berjunum saman,“ sagði Túrabjan við konu sína. „Sérðu ekki, að kötturinn er farinn að hnusa af þeim?“ Hún rykkti sér upp snöktandi c'' mælti skjálfrödduð: „Ég vildi, að jörðin gleypti hann, þetta óbermi. Hvers vegna verð ég alltaf að búa við verra en hinar kon- urnar?“ Túrabjan tók af sér húfuna og reyndi að hrista af henni óhreinind- in. En þá tók hann eftir því, hvern- ig skyrtuermin hafði rifnað. Honum gramdist það, því að skyrtan var sem næst ný. Hún hafði ekki verið þvegin nema tvisvar sinnum. „Mér finnst, að þú ættir að haga þér eins og manneskja, þó að þú sért ólétt,“ sagði hann og lét á sig húfuna, orðinn fráhverfur því að hrista hana. „Granatepli, granatepli — veiztu, hvað þau kosta núna? Ég ber vatn og hegg við allan daginn og hlakka ekki til annars en kom- ast heim. Fyrir þetta fæ ég ekki nema hungurlaun. Og ekki átt þú heldur efnaða ættingja, svo að ég viti.“ Þau þögnuðu bæði. Konan hamað- ist við að merja berin í skálinni, unz þau voru orðin að graut, sem hún hellti í ask. „Eins og það séu einhver ósköp, þó að ég biðji um granatepli," hreytti hún út úr sér. „Það getur verið," svaraði Túra- bjan. „En hvað á peningalaus mað- ur til bragðs að taka? Viltu kannski, að ég drepi húsbónda minn og ræni hann? Eða fari að stunda okur?“ Konan sýslaði við matinn. Henni grömdust stórlega orð manns síns: Mér finnst, að þú ættir að haga þér eins og manneskja, þó að þú sért ólétt. Hún skaraði í eldinn í stónni, og enn glitruðu tár í augum hennar. Klukkustund síðar höfðu þau mat- azt. Grauturinn varð biksvartur við suðuna í gamla skaftpottinum, og súrmjólkin gerði hann ekki kræsi- legri. Túrabjan gleypti í sig tvo diska, en kona hans gekk frá leifðu. Með þessu aðfaraleysi við matinn minnti hún Túrabjan á halta kött- inn. Og þegar hugur hans beindist að kettinum, mundi hann líka eftir rifinni skyrtuerminni. Hann komst sinni, og allir kviðu því, ef þeir neyddust til þess að flýja brott. Neyðarskeyti voru send. Hollenzkt skip, Tjisidane að nafni, svaraði fyrst kallinu, breytti stefnu sinni og sigldi til Næturgalaeyjar. Ensk freigáta var send frá flotastöðinni í Símonarborg við Góðrarvonarhöfða með lyf og vistir. Vegalengdin var tvö þús- und og átta hundruð kílómetrar, og vélarnar voru látnar ganga eins og frekast var auðið. Hollenzka skipið kom til Næturgalaeyjar í dögun 11. dag októbermánaðar. Þetta var níu þúsund lesta skip, og á það voru eyjarskeggjar allir fluttir. Það sigldi fyrst með þá að Trístans ey Þá sást, að hraunstraumurinn hafði lagzt yfir frystihúsið, sem var skammt frá flæðarmálinu, og lítil kvísl, sem fékk framrás eftir göml- um lækjarfarvegi í hlíðarrótum, var komin að þeim húsum þorpsins, sem voru efst og innst. Fólkið stóð í röð- um við borðstokkinn og horfði agn- dofa á tortíminguna. Engum var hleypt á land. Um kvöldið lagði skipið af stað til Höfðaborgar. Með tár í augum sá fólkið heimkynni sitt sökkva í sæ. Það var á leið til ókunnra landa með tvær hendur tómar — aleiga þess á skipsfjöl fjórir segldúksbátar og knýti og böggiar með litlu einu af fatnaði og öðru slíku. í svælunni kringum húsin og kartöflugarðana reikuðu fimm hundruð kýr, tvö hundruð kindur, geitur, svín, kettir og hundar. Þessar skepnur urðu nú að bjarga sér sjálfar í högunum, eft- ir því, sem auðið var, eða farast ella. Tjisidane kom með flóttafólkið frá Trístansey til Höfðaborgar 15. októ- ber. Blöðin höfðu birt daglega lang- ar fréttir um þessa atburði, og það var sægur fólks við höfnina, þegar skipið lagðist að bryggju. Eyj- arskeggjar störðu forviða á það, sem fyrir augu bar: Borgina, höfnina og skipin, mannhafið. Viku síðar var förinni haldið áfram til Englands, þar sem þeim var búin vist í her- mannaskáium. '180 f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.