Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 6
Skrúðurinn er kletfur, sem rís úr hafi norðanvert við mynnl Fáskrúðsfjarðar. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson. Blundsgjárhellir. Þar höfðust viölegu menn í eynni að jafnaði við. Hellis- munninn er víður og bjart inni, ei) samt er þar skýlt, og kemst hvorki inn regn né vindur, hverju sem viðrar, því að þrep er í dyrum og hellisgólfið miklu lægra. Fleiri hell- ar eru í eynni, þó að ekki verði frá þeim sagt. Skrúður er mikið fuglasetur. Þar er ógrynni af bjargfugli, svartfugli og rytu, og lundabyggðir í brekkum og höllum. Eyjan var því mikið mát- arbúr, á meðan þar var sigið í björg eftir fugli og eggjum. Fram undir siðustu aldamót var þar og nokkurt æðarvarp. Snemma á þessari öld tók fýll að setjast þar að, og hefur hon- um hraðfjölgað síðustu áratugi, svo að aðrir fuglar hafa látið óðul sín í bjarginu fyrir honum. Súla settist þar og fyrir svo sem tuttugu árum, en mun áður fyrr hafa verið þar vai-pfugl. Loks var þar nálega óbrigðull úti- gangur nokkrum kindum, grænn kjarngróður vetrarlangt og einhvers *aðar skjól. af hvaða átt sem blés. Maðurinn,sem vildibúa íSkrúðnum i. Nokkra kílómetra út af nesi því, sem verður milli Fáskrúðsfjarðar og Heyðarfjarðar rís úr hafi hjá hamra- eyja, grösúg vel og iðjagræn sumar og vetur. Þetta er Skrúður. Hæsti kollurinn mun ná um hundrað og tuttugu metra yfir sjávarflöt. Víðast ganga í sjó fram þverhnípt- ir hamrar. Þó má á þrem stöðum draga þar upp bát — einum norð- austan á eynni og tveim suðaustan. Á nokkrum stöðum öðrum má skjóta mönnum á land, þegar gott er í sjó og og vindátt hagstæð. Hitt liggur í aug- um uppi, að brimasamt er við Skrúð. Þar þreytir úhafsaldan leik sinn, og er tíðum þungur súgurinn við björg- in. Allvíða má komast upp á eyna, þegar á land er komið, en þó er svo bratt uppgöngu, að heita má, að brekkan risi mönnum í fang, og, sums staðar er býsna tæp gatan um rákir og snasir. Allt er grasi kafið, þar sem gróður getur fest rætur, og aldagömul sinuflækjan mjúk við fót. Uppi á eynni er ofurlítið dalverpi milli hæða og bjargkolla og horfir móti suðri. Blasa þaðan við strand- fjöllin austfirzku sunnan Fáskrúðs- fjarðar, og langt í suðri rís Papey úr hafi — eina eyjan við Austur land, sem stærri er en Skrúður. f hömrum Skrúðsins eru nokkrir hellar. Er þar frægastur Skrúðshell- ir, híbýli Skrúðsbóndans í þjóðsög- unni og prestsdótturinnar frá Hólm- um í Reyðarfirði. „Þar er ferlegt og draugalegt inni,“ segir í kvæði sem séra Ólafur Indriðason á Kol- freyjustað orti um Skrúðinn. Þetta er firnamikill hellir. Hann er sennilega sem næst hundrað metra langur, og fimmtíu til sextíu metrar undir loft, þar sem hæst er. Breidd- in við munnann er þrjátíu til fjöru- tíu metrar, en allt að því tvöfalt meiri, þegar innar dregur. Loftið er slétt og sprungulaus hvelfing, sem nemur nálega við gólf á báðar hlið- ar. Innan við miðjan helli gengur bergbrík um hann þveran fram á mitt gólf, og verður mjög skugg- sýnt, þegar komið er inn fyrir þessa brík. Öllu hallar hellisgólfinu inn, og innst við bergið er örmjó tjörn, um fimmtán metra löng. Þar má fá tárhreint. og svalandi vatn til drykkj- ar, þótt þess sé hvergi annars stað- ar kostur í eynni. Samt getur hellis- tjörnin þornað í miklum sumarþurrk um. Mjög er kalt inni í hellinum, og eftir mikla frostavetur helzt ís 4 tjörninni fram á sumar. Annar hellir í Skrúðnum nefnist Mun þessa oítast hafa verið neytt á meðan eyjan var nytjuð. En ekki er kunnugt, að nokkru sinni hafi búseta verið í eynni, þótt þaðan væri skammt á fiskimið, og hefur því að sjálfsögðu valdið, hve brimsamt er þar og torvelt að sjá bátum borgið. II. Eftir þessa kynningu skal að því vikið, að á norðurströnd Fáskrúðs- fjarðar, nálega miðfirðis, er bær sá, er heitir Brimnes. Á sjöunda tug átjándu aldar bjuggu þar barnmörg hjón, Magnús Jónsson og Sigríður Hemingsdóttir. Yngstir fimm sona þeirra voru Björn og Ilemingur, báð- ir fæddir um eða upp úr miðri öld- inni. Vöndust þeir snemma sjósókn og veiðiskap, svo sem títt var um unga menn í strandbyggðuin á Aust- fjörðum, og vafalaust hafa þeir snemma komizt í kynni við Skrúð. Þegar fram liðu stundir, gerðist Hemingur bóndi, en Bjöm fékk ekki jarðnæði og réðst í þjónustu Dana á Austfjörðum. Varð honum þar sem fleiri mönnum, er gerðust þeim hand gengnir, að hann jók við nafn sitt að útlendum sið. Kaus hann sér kenn ingamafn af hinni iðjagrænu eyju úti fyrir fjarðamótunum, sem virðist 270 T t M I N N — SUNMIDAtíSBI.Af)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.