Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 9
„Sveltur sauðlaust bú,“ segir gam alt ináltæki — og ekki út í blá- inn. Bak við það liggur aldalöng reynsla þjóðar, sem byggði harðbýlt land og átti löngum hálfa heill unt. ir sauðkind sinni. í góðærinu gekk sauðfé nær sjálf- ala, og þá fjölgaði því undrafljótt. Þá var afkoma íslenzkrar þjóðar oftast þolanleg. f harðærum hrundi sauðfé niður — stundum svo, að heita mátti, að heil héruð væru sauðlaus árurn sam- an. Þá skorti þjóðina föt og fæði svo fjarskalega, að fólkið sjálft féll þúsundum saman af hungri og kulda- kröm. Og senn kom sú búraun til sögu, að sauðfé nær stráféll af sjúkdómi — og því, sem hjarði, var fargað í stórum iandshlutum samtímis. Flestum er enn í fersku minni hin síðustu fjárskipti, er fratnin voru til útrýmingar ólæknandi fjárpest, mæðiveikinni, sem lagði undir sig eitt héraðið af öðru — og komin var meira en hálfa leið kringum landið, áður en stöðvuð varð. Af hennar völdum átti margur bóndi um sárt að binda. Að þeiin áföll- um býr margur bóndi enn. Þó var sú barátta barnaleikur hjá afleiðing um fyrri fjárskipta. II Um 1760 barst fjárkláði fyrst til íslands, svo að kunnugt sé. Hann kom, að sögn, með kynbótahrútum, sem keyptir voru frá Englandi og dreift um nokkrar sveitir. Um 20 ára tímabil lék hann lausum hala og lagði undir sig sömu héruð og mæði- veikin nær tveimur öldum síðar. Um 1780 var kláðinn kominn í flestar sveitir frá Jökulsá á Sólheimasandi vestur, norður og austur um að Skjálfandafljóti og búinn að fækka sauðfé landsmanna um % hluta eða meir. Þá tóku yfirvöld á sig rögg og skipuðu mönnum að lóga hverri kind, sem þá hjarði á þessu kláða- svæði. Nú eru fyrndar flestar sagnir um þrautirnar, sem þjóðin leið á þess- um kláðaárum. Móðuharðindin eru meir höfð í minnum. En þau komu fáum árum síðar en niðurskurði lauk. Þau urðu án efa þungbærri en ella fyrir þá sök, hve þjóðin var þá þrautpínd af völdum fjárkláðans. Eftir Móðuharðindi er mannfjöldi á íslandi talinn rúmlega 40 þúsund og sauðfjáreign landsmanna rétt kringum 50 þúsund. En sauðféð er seigt, og því fjölgar rÍMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ 273

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.