Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 2
 .r "X .^, :¦: íl--* ¦ Hrólf ur Krf stbjörnsson: HAFÍSÁR OG HARO- INDIíMÍNU MINNI Nú er hafísinn, landsins forni fjandi, á sveimi við Norðurland, og fyrstu útvarpsfréttirnar, sem við heyrum á morgnana, og hinar síð- ustu, sem við heyrum á kvöldin, eru venjulega um hann. Því er nákvæm- lega lýst, hvar hann sé og hvert hann stefni. Svo er að sjá, að mönn- um standi ennþá nokkur stuggur af honum, þrátt fyrir alla tækni, og er það ekki ástæðulaust. Áður fyrr voru menn þessu vanir. ef marka má hinn gamla málshátt: „Sjaldan er mein að miðsvetrarís né gagn að góuís. en oft kemur veiði með' vorís " Þótt ekki sé fallegt að auka ótta manna-við isinn, datt mér í hug að vekja upp gamlan draug — sem sé rifja upp mifiningar um ísa- og harð- indavetur. Ég ætla þó ekki að fara að segja neinar Munkhausensögur. Ég held mig við staðreyndir, hef draug- ana eins og þeir voru, og segi allt eins og ég man bezt og veit sannást og réttast. Þó getur verið, að ég muni ekki rétt öll ártöl frá fyrri tímum — fyrir aldamótin síðustu. Öll árin milli 1880 og 1890 mun nokkur hafís hafa komið að Norður- landi og flest árin einnig að Austur- landi Eitt þessara ára kom hafís á túnaslætti, snemma í júlímánuði, og fyllti þá alla firði á Austurlandi, að miinsta kosti suður fyrir Fáskrúðs- fjörð, og lá hann þar til ágústloka. Séra Daníel Halldórsson, sem þa var prestur á H-ólmum í Reyðarfirði, lýsti komu hans svo í minni áheyrn: Dag þann, er ísinn kom, var vinnufólk frá Hólmum úti í varp hólmum, sem eru utar í firðinum, skammt undan landi, að taka dún úr hreiðrum. Veður var gott um morg- uninn, sólskin og Jogn, en snemma dags kom snarpur, sárkaldur utan- vindur, og kom hafísinn hraðbyri með innfallinu. Fólkíð, sem í hólm- unum var, sá hann koma inn fjörð- inn. En það vildi Ijúka verki sínu og fór ekki brott fyrr en ísinn urgaði við klettana. Sagði séra Daníel, að karlarnir hefðu orðið að leggjast fast á árarnar til þess að hafa undan ísnum inn í lendinguna á Hólmum. Ekki taldi séra Daníel þetta vont sumar til landsins. Það var úrfella- lítið, þótt kalt væri, og nýting því góð' á heyjum. Sjálfur sagðist hann aldrei hafa átt meira hey heldur en eftir þetta sumar, og kvað hann það hafa stafað af því, að flestir þurra- búðarmennirnir, sem þá voru eink- um á Eskifirði, hefðu unnið af sér dagsverk það, sem hverjum verkfær- um manni var skylt að gjalda presti, og sumir meira til þess að afla sér bjargar, því að ekki varð þá róið til fiskjar, svo að teljandi væri. Dag- laun voru þá tvær krónur og matur, en sumir unnu fyrir minna. Átta stunda vinnudag nefndi enginn, og mun tólf stundir hafa verið lágmark- ið. Einn vetur á þessu tímabili kom ísinn á einmánuði, og fyllti þá alla firði. Þá stóð svo á, að fjórir menn voru staddir úti í Seley, og tepptust þeir þar í nokkra daga. Vonuðu þeir fyrst, að ísinn greiddist svo sundur, að fært yrði til lands. En það brást, og lögðu þeir þá á stað með lítinn bát, sem þeir ýmist drógu á jökunum eða fleyttu á milli þeirra. Lentu þeir í miklu erfiði og hröktust með norð- urfallinu fyrir Vaðlavík norður und- ir Gerpi og svo með suðurfallinu suður undir Krossanes. Þar komust þeir á land heilu og höldnu. Frá þessu er greinilega sagt í bók Ás- mundar Helgasonar frá Bjargi, Á sjó og landi. Hann var einn af þessum fjórum mönnum, sem tepptust í Sel- ey, greindur maður og sannorður. Vorið 1889 sá ég fyrst hafís, svo að ég muni eftir því. Þá var Reyðar- fjörður fullur af ís fram á sumar, harðíndi og heyleysi og verzlanir vörulausar. Þetta vor var lengi síð- an nefnt Míökustrandsvor. Svo stóð á þeirri nafngift, að Ottó Wathne var að reyna að koma skipi sínu, er Miaca hét, gegnum ísinn til Seyðis- fjarðar, en gat kom á skipið undan Gerpi, svo að hann sigldi því á land i Vaðlavík. Var vörunum skipað þar upp, sumum sjóblautum, en þó miklu óskemmdu. Voru þær boðnar þar upp með þeim skilmála, að þær skyldi borga þegar í stað við hamarshögg. Fáir komu þó þangað með peninga, sem neinu næmi, og urðu því vörurn- ar ódýrar. Keypti Ottó Wathne mest sjálfur og seldi þær aftur á lágu verði. Dreifðust þær þannig um ná- læg byggðarlög og urðu mörgum að gagni. Sjóblautt korn var notað sem gripafóður, en hitt, sem óskemmt var, til manneldis, svo og kaffi, sykur og fleira. Um þetta allt / 314 T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.