Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 14
það yrði stundum að laxera vikulega til þess að vernda heilsu sína. Enn voru brunaplástrar og baun- ir í miklum metum, og ætlunarverk þeirra að draga út óholla vessa. Þegar mikið lá við, voru gefin svitalyf, og þótti löngum mikilvægt, að þau væru ósvikin einkum ef sjúklingurinn hafði mikla hitasótt. Ýmsar sögur eru til af þessum svita lyfjum. Það bar til dæmis til eitt sinn, að norðlenzkur prestur veikt- ist ákaflega. Batt fólk hans vonir sínar um bata við það, að hann svitnaði rækilega, og var honum gef- ið inn tóbak, brennivín og pipar. En þetta hreif ekki, og lá þá í augum uppi, að skammturinn hafði verið of lítill. Var þvi á ný tekin brenni- vínsmörk og tóbaksalin og þetta soð- ið saman og síðan hellt í vænum skammti af pipri. Lögurinn var kreist ur vandlega úr tóbakinu að iokinni suðu og seyðinu að því búnu hellt ofan í aumingja prestinn í einu lagi. En presturinn helblánaði og gaf upp öndina að ■skammri stundu liðinni. Svipuð óhöpp gátu líka hent við blóðtöku. Saga er til af blóðtöku- manni, sem ætlaði að slá manni æð framan við eyrað. Hljóp þá upp kúla mikil, og fékk blóðtökumaðurinn ekki að gert. Nokkru síðar bar að garði annan blóðtökumann, sem kvað upp þann úrskurð, að vindur úr blóð- inu hefði blásið upp þessa kúlu og yrði að hleypa honum út. Opnaði hann kúluna og iét blæða duglega. En þegar hann hugðist stöðva blóð- rásina, veittist honum það örðugt. Þó kvað hann að lokum upp úr með það. að hann kynni eitt óbrigðult ráð, en þvi gæti hann ekki beitt, nema hann brygði sér fyrst út Bað hann fólk að láta blæða á meðan. En það er af blóðtökumanninum að segja, að hann kom ekki inn aftur, og blæddi sjúklingnum út. ÍV. Seint er um langan veg tíðinda að spyrja. Samt fengu íslendingar fljótlega veður af kvnjalyfjunum, sem farið var að auglýsa erlendis, og þar kom, að þau urðu meðal lækn isdómanna, sem mer.n hölluðu sér að í viðleitni sinni til þess að styrkja heitsu sína eða ráða bót á heilsu- tjóni. Þau komu hvert af öðru: Kjöngsplástur, súndheðssalt, medica- mentum gratia irobatum, sem hér kallaðist grassía, og undrakróness- ens — kannski miklu fleiri. Að minnsta kosti auglýsti lyfsalinn i Reykjavík það í Baldri árið 1868, að hann hefði á boðstólum puðruóleum, sem annars fengist ekki í Iandinu nema í einni kaupmannsverzlun. Grassían, „óbrigðult meðal fyrir náð,“ var upprunnin í Hollandi og mun hafa numið hér land um miðja nítjándu öld. Hún var blanda brennisteins, og fylgdi henni nýmæli þessara tíma: Leiðarvísir og með- mælaskjal, prentað á máli lands- manna. Þessu var vafið um hvert glas. Og höfundur meðmælaskjals- ins var ekki myrkur í máli: „Þetta meðal hefur hin undraverðustu áhrif á sérhvern, sem notar það, og af því geta menn fullkomlega séð náð hins allra hæsta.“ Þau mein, sem grassían bætti, voru mörg: „Gratia probatum læknar all- an skjálfta og máttleysi í útlimum, alla blóðólgu, maga- og lifraraúk- dóma, lungnaveiki, síðustingi, brjóst þyngsli, bæði innri og ytri meiðsli, kýli, móðursýki og tíðateppu. Það bætir og hægðir til baks og kviðar, hreinsar blóðið fyrir skaðlegum vess- um og veitir andlitum heilbrigðislit. Þeir, sem veikir eru af skyrbjúg, vatnssýki eða beinkröm, skulu taka annanhvern dag fimmtán dropa, en börnum skal gefa það eftir aldri.“ Ennfremur Iæknaði þetta lyf gigt, hjartslátt, höfuðverk og beinskaða. Augnveiki var læknuð á þann hátt að drepa fingri í lyfið og .styðja hon- um síðan á augað. „Sá, sem tann- þrautir hefur eða er heyrnarlítill, getur átt vissa von á bata, ef lagt er í hola tönn í kveik eða stungið í eyra.“ Ekki spilltist grassían né dofnaði, þótt geymd væri í fimmtíu ár, og undraverðust var hún gegn steinsótt, sem hún læknað algerlega á níu mánuðum: „Flytur það með hægð og þrautalítið burtu smærri og stærri steina, svo að furðu gegnir, því undir eins og steinn meyrnar og bráðnar, eykst kjötið." Undrakrónessensinn kom nokkru síðar. Og það var engin furða, þótt hann tæki jafnvel grassíunni fram, því að framfarir voru örar. Vand- inn var sá einn að taka inn mátu- lega marga dropa. Meðmælaskjalið hófst á hátíðlegri fyrirsögn: „Hin 344. tilvísun um hinn sanna, rétta og ósvikna, konunglega, allra hæsta, einkaleyfða Wunder-kroness- ens, hvernig brúka skal og við hverj- um sjúkdómum." „Þessi dýrindisvökvi" læknaði flest mein manna, er önnur undralyf megnuðu ekki að bæta. Meðal ann- ars var þessi upptalning á afreka- skránni: „Meðalið ver öllu eitri, illu lofti og einnig drepsótt, því það ver öllu illu aðgang í og að mannlegum líkama. Þessi undradrykkur læknar áreiðanlega fransós, hversu vondur sem hann er. Hafi menn þetta undra- meðal ætíð á heimili sínu og taki það inn í einhverju þrisvar í viku, þá geta þeir eigi aðeins varizt nefnd- um sjúkdómum, en jafnvel viðhald- íð líkama sínum með uppyngdum kröftum til hárrar elli, svo hvorki förlast minni eða sýn . . . Og eitt er víst, að meðalinu er aldrei um að kenna, þótt ekki batni, en það er mjög áríðandi að hitta á þá réttu dropatölu . . . Hér skal og gelið mjög merkilegrar verkunar þessa meðals . . . og er hún innifalin í því að auka frjósemi, svo undrum sætir. Styrkir meðalið karlmanninn, og þarf ekki annað en taka sextíu dropa um morguninn og sjötíu á kvöldin í átta til fimmtán daga, eftir því sem orsök er yngri eða eldri, til þess að útrýma öllum veikindum hjá konum sem körlum, er hamla æxlun- inni. En þess ber vel að gæta, að bæði maður og kona brúki meðalið í senn. þessi dýrindisvökvi léttir ótrúlega fæðinguna, ef teknir eru áttatíu dropar undan réttum hríðum, og taki kona hann, sem hefur verið dögum saman í barnsnauð, þá bjarg- ar það henni bráðlega, svo nærstadd- ir verða alveg forviða. Ef ungbarn er óvært eða krankt, þá þarf ekki annað en að gefa því tvo til þrjá dropa inn í nióðurmjólkinni . . . Við þetta verndast heilsa barnanna til langframa, þau blómgast eins og rósir, og getur hvorki bólan né misl- ingar grandað þeim. En fái þau samt þessa sjúkdóma, þá er ekkert meðal betra við þeim en þessi dýr- indisvökvi, þar eð hann útrekur þá með makt og miklu veldi, rýmir til um sjálft hjartað og ver öllu skað- legu . . . Ágirndin hefur freistað óráðvandra til að stæla þetta meðal mltt og láta sem þeirra væri það ekta og ósvikna. Eg geri það sann- arlega ekki af eigingirni að vara al- menning við þessu svikna meðali, heldur kifyr skyldan mig til þess, er ég hugsa til þess, hversu þetta svikna meðal getur spilít heilbrigði manna.“ Af þessu má sjá með hvílíkum glæsibrag kynjalyfin ruddu sér til rúms í landinu upp úr miðri nítjándu öld. En þrátt fyrir allt jókst frjó- semi manna ekki til neinna muna, og mislingarnir hjuggu eftir sem áð- ur skörð í ungviðið. En það hefur kannski stafað af því, að hvorki krón- essens né-grassía vann þann úrslita- sigur, að þorri landsmanna hressti sig á þvílíkum dýrindisvökva, bæði kvölds og morgna. Víst er þó hitt, að margir munu að minnsta kosti hafa reynt þessi nýju lyf og ófáir neytt þeirra til langframa. Þess er líka getið, að hin „færandi félags- verzlun“ bænda, Gránufélagið, flutti inn grassíu og krónessens, ekki síður en sykur og kaffi! En þetta var í árdaga kynjalyfja- aldarinnar á íslandi. Það átti fyrir íslendingum að liggja að verða þess- um lífselixírum hinna nýríku iðju- hölda í nágrannalöndunum miklu handgengnari. 326 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.