Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 16
sem læknatrúboði. Hann var saman rekinn á vöxt og klaufalegur í fram- komu, búlduleitur og með krung á herðum. Ávallt gekk hann niðurlút- ur, og stöðugt virtist hann vera að flýta sér. Augun bak við glerið í stálumgerðunum hvíldu sífellt á tán um eða að minnsta kosti einhverju við þær. Það var eins og hann væri ævinlega í þungum þönkum. En guð mátti vita, um hvað hann gat verið að hugsa. Hann hafði afarstóra fætur og virtist alltaf vera að detta um þá. Varir hans voru á sífelldri hreyfingu, eins og hann væri stöðugt að stagl- ast á þeim setningum, sem aldrei vildu tolla í kollinum á honum. Ávallt gekk hann með bækur undir hendinnþ og ef hann settist niður. opnaði hann strax einhverja þeirra Svipurinn var alvarlegur og áhyggju fullur, og svo var maðurinn tauga óstyrkur, að hann stökk oft á fætur við skyndilegan hávaða. Hann var nær fertugur að aldri, og allir læknanémarnir gerðu gys að honum og kölltiðu hann frænda. Enda var hann ónéjtanlega skoplegur. Enga vitji átti frændi, en sjálfum mér til mestú furðu, kynntist ég hon um betur en flestir aðrir — senni- iega af því. að við vorum báðir blá- fátækir. Allir héldu. að frændi væri nízkur Hann átti aðeins ein föt, sem einu sinni höfðu verið svört, en voru nú orðin græn af elli, og í þeim gekk hann, hverju sem viðraði. Hann hvorki drakk né réykti, og ekki var hann í stúdentafélaginu. Hann var reglulegur utanveltubesefi. En eini. dag að vetri til komst ég að því, hvað amaði að honum. Við vorum að vinna að krufningu, og það var ískalt í líkhúsinu. Þegar við vorum búnir, spurði ég hann í hugsunarleysi, hvort hann vildi ekki koma með mér — við skyldum fá okkur kaffibolla. Hann ieit upp, óg ég varð undrandi, er ég sá augu hans fyliast af tárum. Svo sagði hann: ,,Þetta eru- fyrstu /ingjarnlegu orð- in, sem við mig hafa verið sögð í langan tíma.“ Ég fékk sting í brjóstið og svaraði hvatskeytlega: „Hvaða mas! Komdu nú í kaffi.“ Hann hristi höfuðið neitandi og sagði svo: ,,Ég vil það gjarna — en ég get það ekki. Ég hef sett mér þá reglu að þiggja aldrei neitt, sem ég get ekki encíúrgóldið." Ég starði á hann með viðbjóði, og hann hefur líklega séð, hvað ég hugs- aði, því að hann lagði frá sér hníf- inn, sem hann hélt á, og sneri við vösum sínum: í þeim var enginn eyr- ir. Án þess að líta af mér, hló hann snöggum, óþýðum hlátri: „Já, svona er það hjá mér, í kennsluárið á enda,“ sagði bann. Herbergisleigune borgaði hann fyrirfram — eða réttara sagt frændi hans, sem var bóndi uppi í fjöllum. Frændinn borgaði einnig námskostn- aðinn, og þegar hann átti leið til borgarinnar, kom hann með einn poka af haframjöli og annan af kart- öflum — þáð var allt, serh frændi hafði sér til viðurværis. Eftir að ég vissi þetta, sá ég ekk- ert hlægilegt við útganginn á frænda, en Frew, Dallas og Stobo, gerðu stöðugt gys að honum. Faðir Frews var mjög áhrifaríkur maður, sir James Frew, og auk þess vellauðugur. Og það var Frew, sem striddi frænda nest. Einn daginn hafði hann límt spjald á bakið á hon um, og á það var letrað: „Á leið til Kína.“ Frændi gekk með það allan dag- inn. Allir hlógu — Polloch prófessor líka. Frændi sá spjaldið um kvöldið, þegar hann fór úr jakkanum. Ég von- aði, að hann gæfi Frew rækilegt kjaftshögg daginn eftir. En frændi nefndi þetta aldrei, og var hann þó enginn heigull — það reyndi ég oft, eftir að við fórúm að búa saman, sið- asta skólaárið mitt. Arfurinn eftir föður minn var á þrotum, og það stóð tæpt, að ég gæti lokið námi. Og þó að við frændi gætum víst í rauninni hvorugur þolað hinn, þá varð hagsýnin að sitja í fyrirrúmi. Og nú keypti ég annan hvorn hafra mjölspoka, sém í búið var lagður. Ég hef aldrei siðan getað bragðað hafra- graut. Ég tók frænda með mér, þegar ég var kallaður til sængurkvenna, og i slikri ferð vorum við í Clydestræti 17. þegar við hitfum Kidda. Ég verð að játa, að ég var búinn að steingleyma Kidda daginn eftir. þegar frændi sagði við mig: „Það er velkomið, að ég annist fyrir þig sængurkonuna í Clydestræti 17.“ Þetta lét ekkert einkennilega í eyrum mínum, því að við áttum að annast marga slíka sjúklinga og vor- um vanir að skipta þeim á milli okkar. Það var fyrst viku seinna, að mér datt í hug, að hann hefði haft eitthvað ^érstakt í huga með þessu boði sínu. Þá var það kvöld eitt, er við sátujn við borðið í herbergi okkar og vorum að lesa — ég var í það minnsta að því — að allt í einu dett- ur upp úr frænda: „Meinið er, að hann hefur aldrei fengið neitt tækifæri." Dreymandi svipurinn á búlduleitu andliti hans var svo hlægilegur, að stund leið, áður en ég gat anzað: „Hver hefur aldrei fengið neitt tækifæri?" Frændi hafði auðsjáanlega hugsað upphátt, því. að hann roðnaði við, þegar hann svaraði: „Hann Kiddi. Manstu ekki eftir honum? Það barn hefur haft mikil áhrif á mig. Hann er alveg einstak- ur, hrúga af afskræmdum hnútum eins og þú sást, og getur varla geng- ið. Grænt gras hefur hann aldrei séð né dregið að sér ferskt loft alla sína ævi — ekkert séð nema eymd og lesti. En hann kvartar aldrei. Hann er — ó, hann er hreinasta opinber- un!“ Frændi tók sannarlega stórt upp í sig. En eins og vant var, þegar hann gerðist svo háfleygur, þá varð ég óvenjulega raunsær. „Vertu rólegur, frændi,“ sagði ég. „Drengurinn er bara einn á meðal þúsunda, sem líkt er ástatt um. Það blátt áfram úir og grúir af þeim í þessu hverfi eins og þú veizt bezt sjálfur." „Nei,“ svaraði frændi þráalega. „Nei, hann er öðru vísi. Hann er undrabarn — aðeins sex ára gamall og horfist í augu við heiminn eins og fullorðinn maður. Hann annast móður sína og systkini — býr til te og smyr brauð handa þeim. Og skyn- samur er hann eins og skrattinn sjálfur — þekkir hvert einasta mannsbarn í götunni og fer oft í sendiferðir. Aðeins sex ára! Hann ætti að fá tækifæri. Og það segi ég þér satt, að það skal verða ég, sem sé um það. Strax og ég hef lokið prófinu, sendi ég hann í sveit. Ég ætla að lækna hann — ég vil sjá þessa bognu limi réttast. Og það skal ég sjá. Um leið og ég hef lokið próf- inu, geri ég þetta. Ég skiídi, að þýðingarlaust var að ræða þetta mál við hann. Báðir myndu þeir hafa svipaða möguleika — frændi og drengurinn — annar til þess að ná prófi, hinn til þess að fá heilsu, sem sé alls enga. Eg var því vel kunnugur, hve barnadauðinn í fátækrahverfunum nam hárri hundr- aðstölu — varla tíunda hvert barn iifði. Og það þurfti ekki annað en sjá Kidda til þess að vita, að hann myndi ekki ná fullorðinsaldri. En það þýddi ekki að rökræða við frænda um þetta, og þess vegna sneri ég mér að lestrinum. Og það gerði hann líka. Þremur vikum seinna var ég nærri dottinn um Kidda, þegar ég snarað- ist út um götudyrnar heima hjá okk- ur — hann sat þar á gangstéttinni. Hann settist hvar sem var, því að hann átti svo bágt með að standa, og nú hlaut hann að hafa gengið lang an veg til að komast þetta. „Sæll, Kiddi! Hvað ert þú að gera hér?“ Hann leit upp stórum augum, og ef til vill var það af. því, að veðrið var svo gott þennan dag, að mér fannst hann líta skár út en áður. Berfættur var hann ennþá, en í stað gömlu larfanna var hann nú kom- 328 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.