Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 18
inn í laglega bættar buxur og stagl- aða peysu. „Hann ætlar að fara með mig út i Kelvingrovegarðinn,“ sagði hann. „Hver?“ „Spiers — þessi, sem þið kallið frænda.“ Ég stillti mig um að brosa og sagði: „Þú ert æði finn í dag, Kiddi.“ „Ekki sem verstur," svaraði hann og strauk hendinni, hugsandi á svip, niður eftir bættum buxunum. „Hann gaf mér líka skó, en Agga stal þeim.“ „Hvað áttu við, Kiddi?“ „O, hún er komin á það aftur, og í morgun stal hún skónum og veð- setti þá.“ Það va^. þögn um stund, því hinn hispurslausi frásagnarháttur drengs- ins gerði 'mig agndofa. Svo breytti ég um upitalsefni: „Segðu.piér, hvernig stendur á því að þú heítir Kitchener?" „O, ég heiti eftir Kitchener lávarði — þessum, sem barði á Búunum. Agga segir, að gamli minn hefði ver- ið blindfullur, þegar hún átti mig, og svo vildi hann endilega, að ég yrði látinn heita Kitchener Colenso Dodds, hvað sem hún sagði. Sama er mér — Kiddi er laglegt nafn.“ „Hvar er gamli þinn núna, Kiddi?“ „Hann? O, hann er í steininum — Barlinnefangelsinu. Hann fékk sex mánuði, af því að hann lamdi gat á hausinn á honum þarna — löggunni, Mac Leod.“ „Svo það er þá frændi, sem lítur til þín núna?“ „Já, það gerir hann. Hann er fjarskafínn maður — í gær gaf hann mér aura, ef ég vildi þá hætta að bölva henni litlu systur. Og þegar hann verður læknir. þá ætlum við að yinna saman.“ Ég lét þetta nægja, því að nú þurfti ég að flýta mér í sjúkravitj- anir. En ég gat ekki gleymt því, að frændi skyldi vera búinn að taka Kidda að sér. Drengurinn hafði ai- veg unnið hjarta hans, og það eitt var harla merkilegt, því að alla ævi sína hafði frændi aðeins hugsað um sjálfan sig og engan annan — nema ef vera skyldi heiðingjana í Kína. þegar hann kæmist svo langt. En ég átti allt of annríkt til þess að brjóta heilann um þetta. Við átt- um að ljúka prófi í júní, og ég kepptist við námið — meira en nokkru sinni fyrr En dag nokkurn, er ég átti leið fram hjá húsi stúdent- anna, sá ég hóp af félögum mínum standa þar á þrepunum, og það var auðséð, að þeim var skemmt. Frew Stóð í miðjum hópnum og kallaði tii mín: „Komdu hingað. Þú mátt til að fylgjast með þessu.“ Eg fór til þeirra, en ekki var mér rótt. Reyndar var Frew bezti piltur. Við vorum vel kunnugir, því að við höfðum verið í sama flokki í knatt- spyrnu. Ég var þeirra beztur knatt- spyrnumaður, og þess vegna vildi Frew koma sér vel við mig. En sígarettuveskið hans var úr gulli, skyrturnar úr silki og hann átti felkn af fötum frá dýrustu klæðsker um. Þetta hafði hlaðið vegg á milli okkar. „Hvað er það?“ spurði ég. Frew greip skellihlæjandi í hand- legginn á mér. „Hefur þú ekki heyrt það?“ spurði hann. — „Þegiðu Stobo — lofaðu mér að segja það: Ég hef nú aldrei vitað neitt hlægilegra.“ Svo setti hann upp alvörusvip og hélt áfram: „Við höfum sterkan grun um, að frændi sé orðinn — pabbi.“ Hinir öskruðu af hlátri, og Frew hló líka. Svo rétti hann mér mynd, sem tekin hafði verið í skemmtigarð- inum. Og sprenghlægileg var hún. Þar gat að líta frænda, stirðlegan og klaufskan eins og fíl, og á undan sér ýtti hann barnavagni, sem Kiddi sat í. Neðan undir var skrifað: Föð- ur og barni líður vel. Strákarnir töluðu allir í einu. Þeir sögðu mér, að Dallas hefði tekið myndina í skemmtigarðinum, án þess að frændi vissi. Sniðugur ná- ungi, Dallas! Þeir urðu víst hálfvonsviknir, þeg- ar ég fór ekki að hlæja. En þó að ég hefði átt lífið að leysa, þá hefði ég ekki einu sinni getað brosað. „Nú eruð þið að villast, drengir,“ sagði ég rólega. „Og ert þú nú líka orðinn heilag- ur, Villi?" sagði Frew háðslega. „Þetta er þó sannarlega fyndið og myndin skal upp á töflu.“ Hann hafði varla sleppt orðinu, þegar maður brauzt inn í hópinn, gekk rakleitt til hans og sagði: „Fáðu mér hana.“ Ég leit við. Þetta var frændi. En ég þekkti hann varla. Hann starði á myndina, náfölur í andliti, og var- ir hans skulfu evo, að hann gat varla talað. Frew deplaði til okkar augunum og svaraði yfirlætislega: „Hlauptu bara og leiktu þér. frændi — ég meinti, pabbi.“ En nú gerðist óvæntur atburður. Það var eins og frændi stækkaði all- ur. Hann hrifsaði myndina af Frew og hreytti út úr sér í mikilli geðs- hræringu: „Þú ert ótukt, Frew. Þetta er allt lygi, og ef þú hættir þessu ekki, þá skal ég lúberja þig.“ Frew starði á hann opinmynntur, en svaraði engu orði. Við hinir þögð- um líka. Frændi stakk myndinni í vasa sinn og snaraðist burt. Aldrei nefndi hann þetta atvik við mig, en ég virti hann meira eftir en áður. Og nú var líka stutt til prófs. Júní- mánuður óvenjulega heitur, og taug- ar mínar voru ekki í góðu lagi. Það var seint um kvöldið, að við frændi sátum í litla herberginu okk- ar við galopinn gluggann. Þá hrökk allt í einu út úr mér: „Rumskaðu, ræfils asninn þinn! Hvað heldurðu að þú sért. Búddha — eða hvað?“ Frændi sat með handklæði vafið um höfuðið, og það var svo mikill ánægjusvipur á búlduleitu andlitinu, að mig langaði til þess að berja hann. Hann hrökk upp úr dagdraum um sínum og spurði: „Hvað var að?“ „Þú ert allt of ánægður á svipinn, frændi. Er þér alveg sama um þetta próf?“ „Þú skilur hreint ekki, hversu miklu máli það skiptir mig,“ svaraði hann og brosti við. „í rauninni þýð- ir það allt fyrir mig. Frændi minn skrifaði mér, að þetta yrði síðasta kennsluárið, sem hann styrkti mig, svo að þetta er allra síðasta tæki- færið, sem mér býðst.“ Ég starði á hann, og ég skildi vel, við hvað hann átti. Næði hann ekki prófi núna, yrði hann að hverfa upp til fjalla og vinna þar á búi frænda síns. Hann myndi aldrei eiga þess kost að fara til Kína — aldrei fá að snúa heiðingjum frá villu síns vegar, aldrei hjúkra holdsveikum eða gera neitt annað, sem hann hafði dreymt um. En yfir hverju gat hann þá verið svona glaður núna? Ég hefði aldrei séð hann jafnöruggan og há- tíðlegan, og nú svaraði hann spurn- ingu minni, án þess að ég orðaði hana: „Vertu óhræddur — í þetta skipti veit ég, að ég stenzt prófið." Ég skellti upp úr — ég gat ekki annað. „Hefur þér ef til vill vitrazt það?“ Eða einhver spáð fyrir þér í kaffi bolla?“ „Ekki svona háðskur, vinur minn,“ svaraði hann. „Þeð er fleira milli himins og jarðar en við fáum skil- ið.“ Hjálpi mér, hugsaði ég — er hann nú alveg búinn að tapa vitglórunni. En hann hélt áfram: „Ég veit, að ég stenzt prófið, vegna þess að mér var sagt það.“ „Hver sagði þér það?“ „Kiddi!“ „Kiddi?“ „Já, á sinn hátt,“ svaraði hann og kinkaði kolli, alvarlegur á svip. „Það er ekki auðvelt að koma orð- um að því, en þegar ég hitti þetta barn, kom dálitið undarlegt fyrir mig. Það var eins og ég gerbreyttist — fengi nýjan styrk. Þú getur kall- að það, hvað sem þú vilt, en mér fannst það vera vitrun. Drottinn hagar hlutunum eins og honum þókn ast, og hann mun ætla að láta okk- 330 ItUINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.