Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 5
Sauðaneshreppi, en sú jörð er iiú komin í eyði, og nú síðast í tuttugu og þrjú ár í Hlíð i sömu sveit. Kona mín er Hólmfríður Sóley Hjartar- dóttir frá Hlíð. Við eigum fimm börn, og eru fjögur þeirra búsett í Reykjavík. — Hvað er helzt títt um búskap á Langanesi nú?, — Um búskap og búsetu á Langa- nesi er það helzt að segja, að síð- ustu árin eru jarðir að fara i eyði hver af annarri og fólki fækkar. Er þar sömu sögu að segja og um fleiri ftfskekktar sveitir víðar á landinu. Til mark3 um það er, að fyrir tuttugu árum voru tuttugu og sex byggð ból { Sauðaneshreppi, en í sveitinni eru nú aðeins tólf. Heimilisfast fólk þar er nú rétt um hundrað manns, en vlð manntalið 1914 voru íbúar Sauða- neshrepps nálægt hálfu fimmta hundr fttji. Þess má geta f því sambandi, iið þá var Langanes allt einn hrepp- ur og því þorpið Þórshöfn þar tal- ið með, en íbúar þar voru þá eitt þundrað og tveir. Einnig var þá að byrja að myndast þorp á Skáluin og Útgerð komin þar mikil á sumrum. En 1946 var Sauðaneshreppi skipt í tvo hreppa og varð þá Þórshöfn og Syðra-Lón sérstakur hreppur. Nú eru Skálar komnir I eyði, svo og jarðir í yzta hluta sveitarinnar utan Skoruvíkur, sem seinna verður að vikið. Mín skoðun er su, eð eyðing þess- arar sveitar sé ekki því að kenna að þar sé vei ia aö búa en acnars staðar, því að á T,a;'.gai'e?.i eru marg- ar stórar og góðar bújarðir, mjög vel fallnar til sauðfjárbúskapar, þar sem þar er oft snjólétt og vetrar- beit góð, bæði til lands og sjávar, og afréttarlönd eru eins og víðar í Norður-Þingeyjaisýslu talin ein þau beztu á landinu. Það, sem eink- um veldur því, að afkoma bænda hefur ekki reynzt þar góð á undan- förnum árum, stafar vitanlega fyrst og fremst af því, að bú hafa verið lítil, sem og aftur stafar af hinu, að ræktun hefur verið þar skammt á veg komin, en hún er, svo sem allir vita, undirstaða búskapar í land- inu. Ræktunarskilyrði mega þó heita góð víða, þar sem að minnsta kosti flestar þær jarðir, sem enn eru í byggð, eiga mýrar til ræktunar, sem margir myndu öfunda Langnesinga af. Fyrir nokkrum árum var svo hafizt handa um að ræsa fram mýr- arnar með vélgröfu, og síðast lið- ið sumar vann þar vél frá landnámi ríkisins á nokkrum bæjum og á að halda því verki áfram að minnsta kosti næsta sumar. Þá setja bændur þar nú von sína um, að úr rakni, á það, að Kaupfélag Langnesinga er nú að koma upp mjólkursamlagi, og standa von|r til, að það geti ef til vlll tekið til starfa á næsta sumri. Vegna þessarar vonar eru nú nokkr- ir bændur að ala upp nautgripi og breyta búskaparháttum í samræml við það. Við Langnesingar erum þó ekki lengra á eftir öðrum en það, að nú eru á öllum bæjum dráttarvél- ar og nauðsynlegustu heyvinnuvélar, og á nokkrum stöðum er súgþurrk- un, þó að alltaf vanti eitthvað. Ég persónulega er svo bjartsýnn, að ég hef trú á, að búskapur á Langanesi eigi framtíð fyrir sér ekki síður en annars staðar, meðal annars vegna þess, að samgöngur eru góðar á sjó, í lofti og á láði. Vegir mega heita góðir, og heyrt hef ég haft eftir ferðamönnum, að vegurinn frá Þórs- höfn út nesið og út að Heiðarfjalii muni vera einhver hinn bezti á iand- inu. Þá er og vegur kominn af þjóð- vegi heim á hvert býli, svo og sími. En rafmagnið vantar. Skilyrði til þess, að við fáum rafmagn, er, að býlum fjölgi og byggðin þétlist. Og í von um, að það megi verða, er nú gert átak um þurrkun lands. Enda þótt skilyrði öll til sauðfjár- búskapar séu enn betri, taka bændur nú ef til vill einhverjir það ráð að fara yfir í mjólkurframleiðslu sök- um erfiðleika, sem skapast og vaxa við það, að býlum og fólki fækkar. svo að æ erfiðara verður um smala- mennsku og göngur í sambandi við sauðféð. í það, sem við köilum gamla daga, eða fyrir síðustu aldamót, var sjávar- útvegur stundaður frá öílum sjávar- jörðum, og á þessari öld var svo sem kunnugt er um tíma eða frá 1912 og fram undir 1930 mikil fiski- útgerð á Skálum, og um það bil reis þar upp blómlegt fiskiþorp. Nú er ekki teljandi útgerð á Langanesi annars staðar en á Þórshöfn, en bændur eru hættir að sinna sjó sök- um mannfæðar. Þó eru enn talin einhver beztu fiskimið okkar við Langanes. Til þess að uppbygging atvinnuveganna hjá okkur geti hald- ið áfram með eðiilegum hætti, vant- ar peninga og aftur peninga. Þar sem ég minntist á það áður, að ég væri alinn upp bæði á Langa nesi og Langanesströnd, skal það skilgreint nánar þannig, að á Langa- nesströnd, sem er nyrzti hreppur í Norður-Múlasýslu og næsti hreppur við Sauðaneshrepp, sem er nyrzti hreppur í Norður-ÞingeyjarsýslU, átti ég heima um tíu ára skeið. Fyrst í Gunnólfsvík, sem er nyrzti bær í Skeggjastaðahreppti, í sex ár. Þar átti eitt sinn heima draugur að nafni Gunnólfsvíkur-Skotta, en útdauð var hún að mestu, þegar ég var þar og ekki annað eftir til minja en einn hrörlegur torfkofi, sem bar nafnið Skottukofi. En á Kverkártungu í sömu sveit, þar sem ég átti heima í fjögur ár, átti heima sá nafnkenndi draugur, Tungu-Brestur, sem víða ®r getið um I þjóðsögum, en farinn var hann þá allmjög að dofna, og varð ég lítt var við hann. Þá var og með nafnkenndari draugum byggð arlagsins Hlíðar-Gunna, sem einnig eru sagnir af í þjóðsögum. Hún var sending til Torfa hreppstjóra í Hlíð, og lauk þeirra viðskiptum með því, að því er sagan segir, að hún tók af honum sieggjuna og rotaði hann við fiskasteininn, þar sem hann, gamall og blindur var að berja harð- 'iskinn. Sá steinn er þekktur enn. Þóít ég hafi þannig á þremur bæjunft verið samtíða draugum, hef ég þó aldrei orðið var við neitt ýfirnáttúru- legt. — Nú heyrist í fréttum, að hafí* sé við Langanes. Hafið þið Langnes- ingar ekki komizt í kynni við hann áður? — Já, þú spyrð mig um hafísinn við Langanes. Um hann er ég ekkj sérlega fróður nú, því að þegar é£ fór að heiman, var að vísu ísinn kominn þar upp undir, en varð að sögn landfastur eftir að ég flaug hingað suður. Hér fyrr á dögum vat oft hafís við Langanes svo sem ann- álar herma, en ekki hefur það verið í minni tíð, nema frostaveturinn 1917—18. 1918 gekk þar bjarndýr á land, kom að Eldjárnsstöðum næst* bæ við Hlíð, og var unnið þar, en frásögn af því var nýlega birt 1 Tímanum. 1911 kom lítils háttar ís- hrafl upp að nesinu, og voru þá drepnir þar í vök nokkrir höfrung- ar. En þar sem fregnir aliar af ísn- um koma frá Skoruvík, sem nú 'ef oft nefnd i sambandi við ísinn, Þá þykir mér hlýða að minnast á nokkra þætti úr sögu Skoruvíkur og vil nefna þá í því sambandi nöfn nokk- urra manna, sem þar hafa búið. Skorúvík á að baki merkan þátt í þjóðarsögunni. Þar bjuggu nafn- kenndir menn á sinni tíð. Ólafur Finnbogason, sem kallaður var Ólafur Skorvikingur, eftir a8 hann settist þar að, einhvern tíma milli 1740 og 1750, kom þangað frá Skógum í Vopnafirði, þá maður á miðjum aldri. Ólafur þótti merkasti maður, enda stórvel ættaður. Ólafur var af Burstarfellsætt, kominn af þeim hjónum Árna Brandssyni og Úlfheiði Þorsteinsdóttur, sem gerðu bú á Burstarfelli um 1530. Búa af- komendui’ þeirra enn á Burstarfelii, og mun það vera annað býlið á landinu með lengsta búsetu sömu ættar. Úlfheiður, var dóttir Þorsteins sýslumanns Finnbogasonar í Hafra- fellstungu, dóttursonar Finnboga gamla í Ási, Jónssonar, og er ætt sú kölluð ýmist Hafrafellstunguætt, Ásætt eða Langsætt, því að Finnbogi var sonur Jóns langs, sem féll í þeim fræga Grundarbardaga með Smið Andréssyni. Ólafur átti margt barna. -Séra Einar Jónsson á Hofi T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 317

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.