Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 7
Gamla Flensborgarhúsið eins og það var árið 1884. Þar var Þá kominn gagnfræðaskóli. INS FRÁ NESJAVÖLLUM Grítnur gamli Þorléifsson á Nesjavöllum fylgdí dyggilega þeirri kvöð, er á mennina var lögð í öndverðu: Hann lá ekki á liði sínu við að uppfylla jörðina. Grím ur átti fjölda barna, bæði með kirkjulegri blessun og án hennar. Meðal barna þeirra, sem hann átti með fyrri konu sínni, Katrínu Gísladóttur frá Úlfljótsvatni, var sonur, er Guðmundur hét, fædd- ur 1828. Hann var forsjármaður mikill, en fetaði ekki í fótspor föður síns: Hann kvæntist ekki og var aldrei við kvenmann kenndur. En þann minnisvarða reisti hann sér, þótt að lítlu hafi kannski orðið vegna þjóðfélags- breytinga, er hann fékk ekki séð fyrir, að vel má nafn hans varð- veitast enn um sinn. Guðmundur Grímsson ólst upp í Grafningi og fór í vinnumennsku, er hann hafði aldur til. Hann var reglusamur og samhaldssamur, og þó að kaup vinnumanna værí lágt um miðbik nítjándu aldar, heppn- aðist honum að draga ofurlíti! efni. Allar horfur voru á því, að Guð- mundur myndi komast í góðar álnir, þegar fram í sækti. En n-í varð hindrun á vegi hans. Um þrítugsaldur fékk hann meinsemd í lifur, og var lengi veikur, og gekk þá allt til þurrðar, er hann hafði áður eignazt. Vafalaust hef- ur honum þótt illt sitt hlutskipti, er hann varð að liggja stórlegur á bezta aldri og vita álnir sínar eyðast í meðgjöf. Þó var sú bót í máli, að loks tók hann að hjarna við, og þar kom, að hann varð vinnufær á ný. Samt bar hann menjar þess, er yfir hann hafði gengið, og var heldur veikfelldur alla ævi. Þegar veikindum hans Iinnti, stóð hann uppi snauður maður. En hann tók jafnskjótt til, þar sem hann hafði orðið frá að hverfa — vann sem heilsa leyfði og hélt utan að kaupi sínu. Gerðist hann lausamaður, þegar frá leið, og stundaði margháttaða vinnu víðs vegar sunnan lands. Meðal ann- ars lagði hann stund á margs kon- ar hampvinnu og ullarvinnu. Og hafi Guðmundur ekki þolað vos- búð og þrekraunir til jafns við fullhrausta menn og stundum bor- ið minna kaup úr býtum fyrir þær sakir en sumir aðrir, þá bætti hann sér það upp með iðni sinni og natni. Hann eyddi ekki fé í munað og tilhald, og það er til marks um hætti hans, að hann gekk ævinlega í ullarfötum, sem hann hafði sjálfur unnið. Hann tætti sjálfur ullina í þau, spann, prjónaði og óf og saumaði jafn- vel á sig. Ef til vill hefur hann vanizt slíkri vinnu á sjúkdómsár- um sínum. Þess þarf tæpast að geta, að hann gerði sjálfur við flíkur sínar, þegar þær slitnuðu, stagaði í sokka og bætti föt, og var mælt, að hann keypti aldrei handtak til viðhalds fatnaði sín- um. Hann matbjó líka handa sér á lausamennskuárunum, nema svo væri háttað ráðningarkjörum, þar T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.