Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 15
Þegar við frændi sáum Kidda litla í fyrsta sinn, sat hann á óhreinu stigaþrepi og eyddi tímanum í athug- anir á því, hversu langt hann gæti spýtt. Hann var að bíða eftir okkur, og það var komið myrkur. Þoka, menguð reyk, hafði grúft yfir götum Edinborgar allan daginn. Um leið og ég leit á Kidda, varð ég þess undir eins vís, að hann var einhver hinn aumasti beinkramar sjúklingur, sem ég hafði augum litið. í þessu hverfi — og jafnvel í öllu fátækrahverfinu, mátti heita, að hvert einasta barn væri með bein- kröm. Sólarleysi og næringarskortur átti sökina. Það þurfti ekki að framkvæma neina læknisskoðun á Kidda litla. til þess að sjá merkin — þau blöstu við. Hann hafði dregið undir sig snúna og skakka fæturna og sat kengboginn eins og vesalings skakki hryggurinn væri brotinn — svo lítill vexti, að höfuðið sýndist vera þris- var sinnum stærra en líkamanum hæfði. Þannnig studdi hann hönd undir kinn og lét hvassan olnbog- ann hvíla á hnénu. Augun sýndust óeðlilega stór í tærðu andlitinu, og húðin var gul og gagnsæ. Ekki var hann í venjulegum fötum, heldur var ýmsum lörfum sveipað um litla kroppinn, og víða var hann vafinn seglgarni til þess að halda tuskunum saman. Hann líktist mest dauðþreyttu gamalmenni. Þó var hann aðeins sex ára gamall. Hann sat kyrr á þrepinu og horfði á okkur stórum, alvarlegum augum. Auðsjáanlega vfssi hann, hverjir við vorum — þekkti svörtu töskuna, sem frændi hélt á. „Eruð þið komnir til þess að vitja um hana Öggu Dodds?“ spurði hann. Frændi starði á drenginn og kink- aði kolli. „Bíðið þið við, ég skal vísa ykk- ur leiðina." Kiddi reis á fætur með sömu til- burðum og önnur beinkramarbörn — studdi höndunum á hnén og smá- rétti úr sér, einna líkast því sem hann klifraði upp sjálfan sig. Sýni- lega var þetta honum mikil áreynsla, og hann mæddist fljótt. Mér fannst það hálfgert kraftaverk, að hann skyldi komast leiðar sinnar. Stiginn var ekki verri en annars staðar í þessu hverfi — hálft hand riðið var horfið. Sennilega hafði það annaðhvort verið notað í eldinn eða brotið sundur barefli. Þarna var bæði dimmt og loftlaust, og leki úr sprunginni vatnspípu hafði myndað tjarnir á stigapöllunum. Stigann þraut uppi undir þaki, og þar sneri Kiddi til hægri inn í sína íbúð — það sá maður á honum. íbúð in var reyndar ekki nema eitt her- bergi, en við frændi höfðum séð hundruð slíkra við störf okkar. Kona í barnsnauð lá á óhreinni dýnu á auðu gólfinu, og við hlið hennar sat spikfeit manneskja á kassa, vafin sjali. Svart, rytjulegt hár hennar hékk niður á bakið. Hún sötraði rauðleitan vökva, blöndu úr portvíni og brennsluspritti. í einu horni her- bergisins voru fjögur börn að leika sér að loki af niðursuðudós. Engin húsgögn voru þarna inni — aðeins einn ketill, nokkrar tuskur og beygl- uð þvottaskál. Kiddi laut nið-- ur að konunni á dýnunni og sagði: „Halló, Agga. Þeir eru komnir.“ Feita konan á kassanum leit við og æpti: „Jesús minn, Kiddi. Þú hefur náð í læknana. Þú ert svei mér duglegur drengur." Kiddi lét sem hann sæi hana ekki. Það gerðum við reyndar líka, því að hún var drukkin — blindfull. Eg fór úr jakkanum, bretti upp skyrtuermarnar og tók því næst til við að tína áhöld okkar upp úr töskunni, sem ég varð að hrifsa af frænda, því að hann starði líkt og bergnuminn á Kidda og aðfarir hans. Ég hafði aldrei séð frænda haga sér þannig. Hann leit ekki af drengn- um, þegar hann sótti vatn í ketilinn, kom krökkunum fram á ganginn og togaði svo í sjal holdugu konunn- ' ar á kassanum og sagði í skipunar- tón: „Út með þig, Lissý Brown —. þú hefur ekkert hér að gera.“ „Ó, Jesús minn, Kiddi,“ vældi kon- an. ,Má ég þá ekki sitja hérna í friði?“ En nú kom frændi Kidda til hjálp- ar — hann var nú farinn að átta sig: „Nei, blessaðar farið þér nú, frú mín góð“, sagði hann. „Jésús minn.“ endurtók konan. „Þessir læknar!“ Hún drattaðist ^amt út. Og Kiddi leit í kringum sig, kinkaði kolli til okkar, alvarlegur á svip, og fór á eft- ir henni. Svo tókum við frændi til starfa. En eitthvað fannst mér hann utan við sig í þetta sinn og ólíkur sjálfum sér. Hann var venjulega logandi af áhuga og samvizkusamur úr öllu hófi fram — mann gat jafnvel langað til að berja hann. Frændi var annars dálítið ein- kennilegur maður. Réttu nafni hét hann Spiers — David Murdoch Spi- ers. Hann var það, sem kallað er eilífðar-stúdent. í seytján ár hafði hann nú verið í háskólanum að glíma við að ná læknisprófi, og tólf sinn- um hafði hann þreytt prófið, seinni hlutann, en alltaf fallið. Það var Pollock, prófessor í skurðlækningum, sem alltaf felldi hann. Frændi full- yrti, að prófessorinn hefði horn í síðu sinni, en því trúði enginn. Sann- leikurinn var sá, að frændi var blátt áfram óleyfilega heimskur. Hann hafði varla gáfur á við sauðkind. En hann var þeirri skepnu jafnþrár og vildi ekki fyrir nokkurn mun gefast upp. Hann vildi verða læknir — hann varð að ná prófi og hann skyldi gera það. Þannig var mál með vexti, að frændi var heittrúaður, og takmark hans í lífinu var að komast til Kína TtMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 327

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.