Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 22
Landskjálftinn í Framhald af 323. síðu. Það var sorgleg sjón, sem mætti þeini, er komu með járnbrautarlest- um trá Belgrað og Salóniki í Grikk; landi daginn eftir jarðskjálftann. í görðum í útjaðri borgarinnar voru hópar kvenna í náttkjólum með ung- börn sín, en um alla borgina voru þúsundir manna að leita í rústun- um Enn voru þeir býsna margir, sem ekki víssu, hvort ástvinir sínir höfðu farizt eða komizt lífs af- Víða gat að líta lík, sem lögð höfðu verið í -raðir, mörg hryllilega limlest. Hvarvetna voru grátandi börn og örvinglaðar konur, og öll farartæki, sem frá borginni fóru, voru yfirfull af fólki, sem leitaði undankomu — óhreinu, berfættu og klæðvana. Þeg- ar járnbrautarvagnarnir höfðu verið fylltar svo, að fleiri gátu ekkl troð- ið sér inn um dyrnar, voru börn rétt inn um gluggana í trausti þess, að einhverjir tækju við þeim og sæju um, að þau træðust ekki undir í þrengslunum. Og þegar lestirnar runnu af stað, læstu unglingar sig á dyrakarmana og héngu þar. Hvarvetna þar, sem numið var -staðar, gerðist sama sagan. Fólk þusti út og hljóp að næsta vatns pósti Þar svalg það vatn í stórum, löngum teygum, vætti síðan andlit sitt og fyllti drykkjarílát sín, ef þau voru einhver. En það var þröng við vatnspóstana, og sumir komust seint að. Iðulega urðu einhverjir eftir, þeg- ar lestin rann af stað. Þeir höfðu orðið of seinir fyrir. Miklu fleiri voru þeir, sem lögðu af stað fótgangandi eitthvað út i blá- inn. Á öllum vegum í grennd við borgina var mergð af fólki, sem dróst áfram, rykugt og sveitt, í furðu- legustu flikum — sumt tómhent, annað með böggla og pinkla. Sumt fullorðna fólkið hélt á einum og ein- um grip, sem það hafði hrifsað af tilviljun. þegai bað leitaði undan komu — stöku barn þrýsti leikfangi að brjóstí sér. Þetta, og annað ekki, var eftir af því, sem fólkið hafði átt. í allri þessari eymd og .örvæntingu mátti sjá mörg fögur dæmi um hjálp fýsi og góðvild. Fólk skiptist möglun- arlaust á um sætin í járnbrautar- vögnunum, og þeir, sem betur voru haldnir, viku fyrir hinum, sem lasburða voru largir lögðu sig í líma að hugga grátandi börn og ör væntingarfullar konur, og þeir, sem áttu matarbita eða vatnssopa. deildu því með öðrum, jafnvel alókunnugu Skoplje - fólki. Flestir tóku þessum skelfilegu atburðum af miklum virðuleik og æðruleysí, enda höfðu ófáir staðið andspænis voveiflegum atburðum, er Þjóðverjar drottnuðu í Júgóslavíu og skæiuhernaðurinn var í algleymingi. En þeir, sem reyndu að nota sér öngþveitið til ávinnings, — voru ekki öfundsverðir, ef fólk stóð þá að verki. Á þá var umsvifalaust ráðizt, og er þess sérstaklega getið, að æstur múg- ur hafði nær því gengið af þremur manneskjum dauðum, er uppvísar urðu að þjófnaði, og var með naum- indum, að lögreglumönnum tókst að bjarga þeim. Hermenn og sjálfboðaliðar þyrpt- 'Framhald af 315. síðu. að draga úr frostum og gerði góða tíð. Snemma í marz var orðið þöku- þítt, um þrír sentimetrar niður á klaka, og var unnt að slétta tún- þýfi með því að skafa ofan af klak- anum jafnóðum og þiðnaði. Jörð var farin að grænka fyrir páska, en mið- vikudag fyrir páska gekk í norðan- átt með miklu frosti. Eyðilagðist þá allur gróður, svo að ekki grænkaði aftur með blettum um sumarið. Á útjörð varð hvergi gras nema til fjalla eða þar sem snjór eða svell voru í páskahretinu. Sums staðar var jörðin sundur sprungin af frosti, líkt og þegar svell- bólstrar springa. Eina nóttina vakn- aði ég við mikinn brest, líkt og úr byssu væri skotið, og brakaði í allri baðstofunni. Það var þá torf- bær. Þegar ég kom út um morgun- inn, sá ég sprungu í hlaðinu í stefnu frá baðstofunni og niður á tún, og þegar ég gekk upp fyrir bæinn, sá ég þar aðra sprungu frá baðstofu gafli upp í hóla á túninu. Sprunga þessi gapti á móti mér og var sums staðar á að gizka þrír sentimetrar á breidd. Sást móta fyrir henni i mörg árv í páskaveðrinu kom hafís á norð- Lausn 10. krossgátu ust brátt til Skopije, og allar flug- vélar Júgóslava, hvaða verkefni sem þær gegndu ella, voru látnar flytja þangað lækna, hjúkrunarlið, lyf hjálpargögn og matvæli. Með þessum sömu flugvéium voru borgarbúar fluttir brott til staða annars staðar í landinu, þar sem bráðabirgðaskýli voru reist í skyndi. 6 þúsund menn voru þó vistað'r í tjöldum umhverf- is borgina sjálfa. Margar sögur eru sagðar af fólki, sem fannst á lífi í rústunum eftír marga daga. Lítil telpa náðist til dæmis lifandi og lítið sködduð eftir sjötíu og tvær klukkustundir, þrjá sólarhringa, og margir fleiri urðu lengi að bíða hjálpar. Vafalaust hafa þeir þó einhverjir verið, sem lágu undir rústunum, er ekki fundust í tæka tíð, þótt líft hefði verið að öðrum kosti. urfirðina, til dæmis Seyðisfjörð, en lítið eða ekkert mun hann hafa kom- ið að landi sunnan Gerpis. Fór hann og fljótlega aftur. Síðan hef ég ekki heyrt hans getið við Austfirði fyrr en nú. Sumarið 1918 var hörmuiegt gras- leysi, svo að næst gekk sumrinu 1896. En veturinn eftir var e kki gjafafrekur, svo að öllu farnaðist vel og engin óhöpp hlutust af þessu grasleysi. Árið 1919 var allgott árferði, en 1920 var nokkuð harður vetur — það er að segja gjafafrekur. En síðan var milt árferði allt til 1935 og stundum ágætt. Sérstaklega voru góðir vetur 1923—1924 og 1928— 1929. W-iO K s s E A s |S s H 6 G T"| A r U L E B T 3 c R u 5 sl A s 0 £ Fj 6 \ E D S áj a fl V A R, l \ T s «1 M I Ð s L _L T" aaafaHHQiBOŒ!i ry 1 1 \ T E, L 0 R F \ s R 1L s I L k s s E s j\ T 2 JL R s R L N s Æ T A R s j £ & R \ L n! A R s U Ð a lA N I K \ a. U: E. fiJ KJ L 1 L !\ Sl 3 A. N d! VJ fll N ii 1 \ L 8 S í£Df!llíSnFaölQHCiaHf30 ssnaHfafawsssramniöiH m \ £_ s. !d L \ \L a 'm ll \ & § D U ifi A N D _L \ S t "a1 X \ V s iF 0 R Ð i w sj s íSHaQHQnssssoanQis s fiscHcaafaHOfoaiiSHn □ I\|S|T|/5|K|RIAI\1H|NI I ITIAIBIHI Hatísár og harðindi - 334 T I iW I N N - SUNNGDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.