Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 8
Skólahúsin í Flensborg árið 1906. sem hann var í vínnu, að hluti kaupsins væri goldinn í f æði. Nú kunna menn að halda, að Guðmundur Grímsson hafi verið einstakur nirfill, þröngsýnn og hugsjónalaus, og kvalið sjálfan sig til þess eins, að hann gæti eignazt fáeínar krónur. En svo var ekki. Hann sólundaði ekki eig- um sínum, en hann gekk í hlýjum og skjólgóðum fötum og gerði vel við sig í mat. Hann hafði að jafn- aði betra og kostameira viðurværi hjá sjálfum sér en þorri fólks við sjávarsíðuna áttí þá að venjast. Og það, sem meira var: Hann var lika framfaramaður. Honum var til dæmis hugleikið, að alþýða manna gæti átt kost á meiri og betri menntun en verið hafði á uppvaxtarárum hans sjálfs og lagði þar karl og konu að jöfnu. Slíkt var þá mikið frjálslyndi, þvi að enn drottnaði sá hugsunarhátt- ur, að bókleg iðja væri konum gagnslitil. Og ekki vísaði helzta menntastofnun landsins, lærði skólinn í Reykjavík, þar veginn, því að fyrsta konan lauk þar ekki stúdentsprófi fyrr en 1899 og sú næsta árið 1910. Fyrir og eftir aldamótin áttí Guðmundur heima í Hafnarfirði. Var hann þar um skeið að minnsta kosti í sjálfsmennsku í koti, sem hét Steinsstaðir. Svo sem kunnugt er hafði séra Þórarinn Böðvars- son í Görðum gefið stóreígnir til þess að standa undir skóla í Flens- borg. Var þar síðan barnaskóli hin fyrstu ár, en frá 1882 varð Flensborgarskóli jafnframt al- þýðu- og gagnfræðaskóli, og loks var stofnuð þar kennaradeild ár- ið 1892. Guðmundur Grímsson bar góðan þokka til Flensborgarskól- ans, hvort sem því hefur valdið almennur áhugi hans á alþýðu- menntun eða einhver sérstök at- vik hafa legið til þess. Festist með honum sá ásetningur að stofna sjóð í tengslum við Flensborgar- skóla til styrktar mönnum, er stefndu að því að gerast alþýðu- kennarar. Guðmundur lét ganga frá erfða- skrá sinni á lögmætan hátt vetur- inn 1896. Mælti hann svo fyrir, að bróðursonur sinn einn, Guð- mundur Ásmundsson í Eyvindar- tungu í Laugardal, skyldi hreppa fimm hundruð krónur af eigum sínum, en allar eignir hans aðrar áttu að renna í þennan sjóð, er tvö kennaraefni í Flensborg, pilt- ur og stúlka, skyldu fá úr náms- styrk, þegar vextir hefðu náð til- skilinni fjárhæð. Taldist Guð- mundi svo til, að hann ætti þá þrjú þúsund krónur, mest í reiðu fé. Nú leið og beíð. Guðmundur var orðinn gamall maður og flutt- ist austur í Árnessýslu, þar sem frændfólk hans var flest. Þar dó hann á Neðra-Apavatni árið 1908, áttræður að aldri. Ólíklegt er, að gamli maðurinn hafi getað unn- ið fyrir sér hin síðustu ár, þó að sjálfsagt hafi hann lengi verið líð- tækur við tóskap og hrosshárs- vinnslu. En svo góður fjárgæzlu- maður var hann, að eigur hans rýrnuðu ekki. Þegar Guðmundur, frændi hans og nafni, hafði feng- ið þá fjárhæð, er honum var ánöfn uð í erfðaskránni og greiddur var erfðaskattur og kostnað- ur allur, bæði við útför gefand- ans og skipti eftir hann, varð eft- ir allvæn fúlga: í sjóðinn runnu 2373 krónur og 73 aurar. Nokk- uð var að vísu bundið í láni, en það greiddist vel og skilvíslega. Þá hefði Guðmundi verið far- ið að förla, ef hann hefði lánað óreiðumönnum. Þetta var drjúgum meiri fjár- hæð en þeim kann að virðast í fljótu bragði, er hafa í huga verð- gildi peninga nú á dögum. Og árið 1914 voru vextirnir orðnir svo miklir, að þá hefði mátt veita styrki úr sjóðnum í fyrsta skipti. En þá var sú breytíng orðin á, að Flensborgarskóli var ekki leng- ur kennaraskóli. Það var breyting, sem Guðmund Grímsson hafði ekki órað fyrir. Þaðan af síður hafði honum til hugar komið, að sá tími væri skammt undan, að allir unglingar í landinu ættu kost á aukinni menntun eftir fermingu í skólanum, sem kostaðir væru af almannafé. Styrkir til kennaranáms voru þó veittir úr sjóðnum fáeinum sinnum. En nú um langt skeið hefur sjóðurinn staðið óhreyfður. Um síðustu áramót voru í hon um 15.351 króna og 20 aurar. En í rauninni er það vandamál, hversu með hann skuli fara, svo að virt- ur sé vilji gamla mannsins. I næsta blaöi veröur meö- al annars efnis: * Grein um jurtalitun, vandaverk, sem margs þarf við að gæta. ★ Únnur grein um kynja- lyfin — þar segir af af- reksmanninum Mansfeld- Biillner, sem seldi íslend- ingum bramann, góðrar minningar. ★ Frásaga um skipsstrand viö Kóreuströnd. * Sögukafli eftir Söru Lidman, sænsku skáld- konuna, sem skrifar um svarta fólkið í Afríku og sambúð hvítra manna við það . ■ <* 320 T t M i N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.