Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 13
„AuSvifaS var mest af þessu sett saman af fólki, sem ekki hafSi hugmynd um, hvaS þaS var að gera, en úr því var bætt með vottorðum frá mönnum með ■burðarmikla titla". urspeninga hrepptu, gerðu sér þó oft hægt um hönd og Iétu sjálfir teikna þá á umbúðirnar. Gat þá stundum farið svo, að alþýða villtist á þvi, hvaða peningar veittir höfðu verið í Briissel eða Lundúnum og hverjir teiknaðir fyrir fáeinar krónur eða mörk á einhverjum hanabjálka í Kaupmannahöfn eða Hamborg. Enda kannski hvorir tveggja viðlíka mikils virði. ÖllUm var þessum lyfjaframleið- endum það sameiginlegt, að þeir stunduðu iðju sína af einskærum mannkærleika. Samt létu þeir engan vita, hvernig hinir ágætu læknisdóm- ar þeirra voru settir saman. En það stafaði af því, að þeir vildu ekki láta hinar merku uppgötvanir sínar komast i hendur misjafnra manna, sem ekki kynnu með þær að fara. Samt risu upp nýir og nýir aðilar, sem þóttust geta farið í fötin þeirra. Vörnin gegn viðsjálu sulli þeirra var hin gamalkunna upphrópun: „Varizt eftirlíkingarnar." Það var líkt og í sögu-Dickens um lyfjakúlur Metúsal- ems: Allt var svikið nema á því væri hið eina, rétta innsigli. III. ísland var afskekkt land á fyrri hluta nítjándu aldar, og þar var fátt lærðra iækna og trú manna á getu þeirra ekki ávallt ýkjamikil. Aftur á móti þóttust margir hafa dágott vit á sjúkdómum og lækningum, enda hafði fólk vanizt því kynslóð fram af kynslóð að verða sjálft að sjá sér borgið eða deyja ella drottni sínum. Fjöldi presta og bænda sifinti lækn- ingum öðrum þræði, sumir með mestu „heppni," eins og þá var að orði komizt. Fólk hafði hina mestu tröllatrú á sumum þessara manna. En þar að auki voru svo blóðtöku- men/i í hverri sveit og ótal smærri græðarar, jafnvel í hópi flækinga og landshornamanna. Þjóðverjinn Samúel Hahnemann hleypti hómópatíunni eða smá- skammtalækningunum af stokkunum seint á átjándu öld, og það var auð- vitað ekki að sökum að spyrja: Þótt ísland væri allfjarri hinum miklu þjóðlöndum, hafði hann eignazt hér marga áhangendur að nokkrum ára- tugum liðnum, og um langt skeið voru hómópatarnir mikil átrúnaðar- goð. Kenningin var sú, að eiturefni, sem framkölluðu sjúkdómseinkenni hjá heilbrigðum manni, læknuðu sjúk dóma, er hefðu í för með sér sömu eða svipuð einkenni, ef þau væru gefin sjúklingunum mjög útþynnt. Töluðu menn mjög fjálglega um sál hómópatameðalanna — „sál þeirra væri svo vel leyst frá eitureðli þeirra," að þau gerðu engum manni mein. Til viðbótar þessu öllu voru svo óteljandi húsráð, sem fóik hafði fest trú á, mörg hver erfð frá kynslóð til kynslóðar — sum næsta óhugn- anleg. Og þeir, sem með þessar lækning ar fóru, voru ekki þrúgaðir neinni minnimáttarkennd. Þegar Jón Hjalta lín tók við landlæknisembættinu upp úr miðri nítjándu öld, birti hann grein, þar sem hann varaði við al- þýðulækningunum. Honum var óðar svarað fullum hálsi í einu blaðanna af „nokkrum bændum," sem vörðu skoðanir sínar á sjúkdómum og lækn ingum í líf og blóð, brugðu land- lækni um það, að hann hefði kom izt „svo auðvelt að nafnbótinni í Kíl um árið“ og klykktu út með því, að hann kæmi „tii dyra í málefni þessu annað hvort sem hrekkvís eða fá- vis eða hvort tveggja." Þau læknisráð, sem iandsmenn höfðu lengi aðhylízt, voru mest fólg- in í blóðtökum og kröftugum inn- tökum. Það mátti taka fólki blóð á fimmtíu og þremur stöðum, og átti sín æðin við hverjum kvilla. Lifrar- æðin og hjartaæðin voru til dæmis í olnbogabótinni, en miltisæðin á handarbakinu. Hrjáðu margir sjúk dómar sama manninn, að dómi blóð- tökumeistaranna, varð að opna æðar á mörgum stöðum, ef von skyldi um bata. Var þá gott að hafa Æða- manninn, biblíu blóðtökumannanna, upp á vasann til þess að glöggva sig á því, hvar gera skyldi benina. Hrifi blóðtakan ekki, var því um að kenna, að ekki hafði staðið rélt á tungli eða sjávarföllum, eða þá að nýr blóðlökumaður uppgötvaði. að sá, er áður hafði þrevtt listir sínar á sjúklingnum. hafði villzt á ramm- skakka æð. En það voru ekki aðeins sjúkling- ar, sem létu taka sér blóð. Fjöldi fólks trúði því, að það værj hinn mesti háski, jafnvel fullhraustu fóiki, að láta blóðtökur undan bera til langframa. Þá var hitt ekki síður áríðandi, að fólk laxeraði duglega, helzt á hverju misseri, einkum þegar svo áraði, að nóg var til matar. Sunn lenzkir kaupamenn sögðu til dæmis þau tíðindi á Norðurlandi á nítjándu öldinni, að slikar væru kræsingarn- ar hjá fyrirfólkinu í Reykjavík, ^ð rÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 325

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.