Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 20
: prófin. Hvernig sem á því stóð, þá /ar ég fokvondur og bölvandi, þó að 'ig segði við sjálfan mig, að mér ræri víst fjandans sama. Sama um frænda, strákinn og það allt saman. tlg bölvaði samt. Kiddi færi til guðs — og frændi upp í sveit — þar rrði hann sennilega að mestu gagni. Frænda sá ég ekki aftur þennan iag — og ekki næsta sólarhring. fíann var víst alltaf hjá Kidda. Ég (auk siðasta munnlega prófinu, og bá var þetta búið. Klukkan var fjögur. Ég drakk kaffi >olla, reykti síðustu sígarettuna mína >g fór út i Clydestræti. Frændi sat í sama stað og áður, og ég get bezt trúað, að hann hafi alls ekki hreyft jlg allan þennan tíma. En eitthvað bafði hann haft fyrir stafni, því hann var snöggklæddur og umhverf- is hann var fuilt af drasli: Meðala^ glös, handklæði, þvottafat, bómull og konjaksflaska. Það var óvenjudimmt í þessu sírökkvaða herbergi. Frændi sat grafkyrr — eins og niðursokkinn í hugsanir sínar. Skeggbroddarnir á hvítu, kringlóttu andliti hans voru orðnir tveggja daga gamlir, og augu hans voru blóðhlaupin. Hann hélt i kalda og þvala höndina á Kidda, sem nú var sjáifur einhvers staðar á leið til himna og líklega búinn að fá vængi. Ég hafði ekki mikið fyrir því að koma frænda burt. Hann sýndi lítinn mótþróa, og ekki talaði hann orð. En hann •■•ar eins og svefngeng- ill og gat varla staðið. Heim kom ég honum þó. Eg sagði honum að hátta, en hann fleygði sér á rúmið í öllum fötunum, lá þar og glápti út í loftið. Næsta dag gekk það lítið betur. Hann rakaði sig þó, og ég held að hann hafi beðizt fyrir. Ekki nefndi hann Kidda á nafn — talaði þó um ýmislegt annað. Það fékk mjög á mig að horfa á hann. Þannig liðu tveir dagar — þá var Kiddi jarðað- ur. Það kom í ljós, að frændi hafði skrifað heim til sin — síðustu bón- ina sennilega. Og það hafði verið aumkazt yfir hann, því að frændi hans borgaði jarðarförina, sem vit- anlega var ósköp fátækleg. Aðeins einn bíll var í förinni. í honum sátu móðir Kidda, frændi og ég. Ekki veit ég, hvers vegna ég var þar með, en ég hafði falazt eftir því. Kistan var úr ódýrri furu, og á stærð hennar sást bezt, hversu ótrú lega litili Kiddi hafði verið. Frændi sat með kistuna á hnjánum. Það hellirigndi, þegar við komum i kirkju garðinn, en frændi tók samt ofan og þuldi bæn, sem var svo hjartnæm, að ég komst við. Hugur minn hvarfl- aði til dagsins, er við fórum upp í sveit. Þann dag hafði Kiddi vérið hamingjusaraur. Svo var rekunum kastað á kist- una og — Kiddi var úr sögunni. Á eftir fór ég í stúdentaklúbbinn til að fá mér kaffi. En ég fann varla kaffibragðið — satt að segja var ég mjög niðurdreginn og í allra versta skapi. Við næsta borð sátu þeir félagarnir, Frew, Dallas og Stobo, og fögnuðu próflokunum. Frew leit til mín og sagði: „Komdu hingað." „Nei, þökk,“ svaraði ég. „Þú ert þó ekki að syrgja frænda?" spurði hann hlæjandi. „Hvað áttu við?“ spurði ég og leit á hann. „0, þú veizt þó líklega, að hann skrópaði frá prófinu, og þar með er úti um hann.“ Einhver umbrot urðu í huga mín- um. Skyndilega hataði ég Frew — hann var svo ánægður með sjálfan sig, svo vel klæddur og öruggur. Það mátti svo heita, að hann hefði lok- ið prófinu, áður en hann fór I það. Sjálfsagt var hann duglegur, en hann hafði líka samböndin í lagi. Hann var sonur tigins og afaráhrifríks manns, og Polloch var einkavinur hans. Og svo var það frændi — þessi hlægi- legi heimskingi, sem enginn lifandi sála kærði sig um. Ég stökk á fætur. Ég vissi vfst varla, hvað ég gerði. En ég las yfir hausamótunum á þeim — sagði þeim, hvers vegna frændi hefði ekki kom- ið til prófs. Þeir fengu söguna alla. Enginn þeirra sagði orð, og þegar ég loks þagnaði, sá ég, að þetta hafði haft talsverð áhrif á þá —• sér staklega Frew. Það sást greinilega á honum — brún augun næstum blíðleg og skömmustulegur svipur á honum. „Er þér alvara?“ spurði hann eft- ir langa þögn. „Fjandinn sjálfur — já auðvitað," anzaði ég og gekk út. Ég vissi, að Frew horfði á eftir mér. Þegar ég kom heim, var frændi farinn að taka saman dót sitt. Hann ætlaði að fara brott seinni part vik- unnar. Ég vissi, að þetta allt hafði verið reglulegt reiðarslag fyrir hann, og nú þegar Kiddi var horfinn, þyrmdi bókstaflega yfir hann. Smám saman varð honum ljóst, hvernig komið var. Og það mun honum hafa fallið þyngst, að hann hafði gert sig hlægilegan. En ég gat ekkert gert — og hafði auk þess nægar áhyggjur sjálfur. Ennþá vissi ég ekki, hvort ég hefði staðizt fjárans prófið. En það hlaut nú fljótlega að koma i ljós — á laugardaginn yrði það kunngert. Laugardagurinn kom — ég hafði ekki sofnað dúr um nóttina, og klukkan níu gekk ég upp hæðina að háskólanum. Það var þröng kring- um töfluna, og þá vissi ég, að úr slitin höfðu verið gerð kunn. Ég ruddi mér braut að henni. Hjarta mitt næstum stöðvaðist, er ég sá nafnið mitt. Ég hafði sloppið — og meira að segja fengið ágætis- einkunn og — svo fékk ég næstum taugaáfall: Nafn frænda var líka & listanum: Davíð Murdoch Spiers. Þetta var nafn frænda — engin mistök möguleg. Ég fann, að ein- hver horfði á mig, og þvert yfir hópinn mætti ég augum Frews. Hann klnkaði kolli og brosti til mín. Klið- urinn var geysilegur, en ég sá að Frew kallaði til mín, þó að ég heyrði ekki, hvað hann sagði. En ég vlssi, að þetta var þeim feðgum að þakka. „Ó, góði guð,“ hugsaði ég, „menn irnir eru þó ekki eins slæmir og maður álítur þá vera.“ Ég tók sprettinn heim. Þar sat frændi með bréf I hendi: Aldrei hef ég séð slíkan svip á mannsandliti — það var hreint og beint ummyndað af hamingju. Hann vissi það þá. Hann sagði ekki neitt — réttl mér aðeins bréfið. Ég tók við því þegj- andi og las það — mér fannst það stórkostlegt. Efst á örkinni var stimp ill háskólans, og sjálfur Polloch hafði undirritað það. Þarna var sagt, að frændi hefði leyst skriflega prófið glæsilega af hendi og þess utan auð- sýnt einstaka fórnfýsi við ákveðið tækifæri, sem prófessornum væri kunnugt um. Þess vegna yrði hann ekki látinn gjalda þess, þótt hann hefði ekki komið í sum prófin. í stuttu máli: Hann hafði staðizt prófið! Frændi hafði lokið prófinu, og mig langaði til þess að stökkva í loft upp af gleði. Vesalings kínversku heiðingjarnir, hugsaði ég. Samt hefði ég getað öskrað af eintómri kæti. í uppnáminu ætlaði ég að þrýsta höndina á frænda, en hann sá ekki hönd mína. Hann sat við borðið með litla mynd af Kidda fyrir framan sig. En hann sá hana ekki heldur — það var ég alveg viss um, því að hann grét eins og barn. E. B. þýddi. ★ 332 T f H I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.