Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 6
segir 1 Ættum Austfirðinga, að ólaf- ur hafi átt fimmtán eða sextán bðrn, sem flest hafi komizt upp, og bjuggu mörg þeirra á Langanesi og eru frá þeim miklar œttir komnar, einkum Eymundi, Sigurði og Ingileifu. Eink- um eru hennar afkomendur flestir i Kelduhverfi, því að hún var móð- ir Gottskálks Pálssonar á Fjöllum, sem Gottskálksætt er talin frá. Við manntalið 1960 voru 54% af íbúum Sauðaneshrepps afkomendur Ólafs Skorvíkings, og í Þórshafnarhreppi þó betur, því að þar voru 64% ibúanna á sama tíma afkomendur ólafs. Aðaliega eru þetta afkomend- ur Sigurðar og Eymundar. Þá bjó og í Skoruvík um skeið og einmitt um líkt leyti og synir Ólafs sá nafnkunni maður, Ámi Grímsson eða Einar sterki Jónsson, eins og hann nefndist eftir að hann kom úr útlegð. Það eru til um liann sögur margar, bæði í þjóðsögum og viðar. Árni hefur vafalaust verið frá- bær atgervismaður eins og sögur margar af honum sanna, enda mun Skúli fógeti hafa metið atgervi hans, þvi að líkur eru á, að Skúli hafi tvívegis hjálpað honum til að kom- ast undan. Fyrst 1747, er Árni hafði verið færður Skúla að Stóru-Ökr- um i Blönduhlíð, en hann var þá sýslumaður þar, og í síðara skiptið eftir að Skúli var orðinn fógeti og setztur að í Viðey, en í sögnum er skýrt frá, að þangað hafi Árni Grímsson verið færður, er hane náðist enn. Á Árni að hafa komizt þar enn undan með þeim hætti, að hann synti úr Viðey til lands á náttarþeli og vildu ,þá að morgni húskarlar Skúla róa til Reykjavíkur að leita strokumanns- ins, en Skúli taldí úr og sagði að eigi þyrfti að leita, því að mað- urinn væri dauður. Væri það á einsk- is manns færi að synda úr Viðey til Reykjavíkur með hlekkina hangandi um annan fótinn, og varð því eigi I af leit. Þetta hafði þó Árni gert. Nokkrum árum síðar kom Árni úr útlegð og fór þá að Sauðanesi og leitaði þar halds og trausts hjá sr. Arna Skaptasyni, sem þar var prest- ur frá 1717—1770, og eru heimild- _ ir fyrir, að séra Árni hélt nafna ' sinn þar um stund, en kom honum siðan til bróðursonar síns, sr. Stef- áns Þorleifssonar í Presthólum. Eftir að Árni kom í byggð austur þar, nefndist hann Einar Jónsson. Ilann kvæntist á Svalbarði í Þistilfirði 1758 konu, sem Björg hét Illugadóttir. f bjóðsögum og öðrum sögnum eru ■ngar upplýsingar að finna um, hverra manna hún hafi verið, en mestar líkur þykja mér á, að hún hafi verið dóttir Galdra-Illuga, sem var sproti á meiði þeirra frægu galdramanna Skinnastaðafeðga, Einars galdra- meistara og Jóns greipaglennis, en þeir voru i belnan karllegg komnlr af Finnboga gamla i Ási, sem fyrr er nefndur. Einnig bjó i Skoruvík um tima maður að nafni Finnbogi Finnsson, oftast nefndur „Bóni prins," en hann mun vera uppistaðan í smásögu Halldórs Laxness, „Napóleon Bóna parti," sem mun mega telja eina dýrustu perlu í síðari tíma bók- menntum. í Skoruvík bjó einnig langan bú- skap á árunum frá því skömmu eftir 1840 og fram undir 1880 maður að nafni Hans Biering af norskum ætt- um. Hann mun hafa komið frá Húsa- vík og liklega alizt þar upp, að minnsta kosti byggði hann þar bæ, sem við hann var kenndur, og nafn- ið er til þar enn, Hansarbær. Sú er sögn, að er Hans enn bjó á Húsa- vík, þá maður kominn á miðjan ald- ur, en ókvæntur ennþá, að honum tók að leiðast einlifið. Tók hann sér þá ferð á hendur fyrri hluta vetrar til kvonbæna. Hélt hann í austurátt með bæjum, svo sem leið liggur, aust- ur um Tjörnes, Kelduhverfi, Öxar- fjörð, Núpasveit, kring um Melrakka- sléttu, Þistilfjörð, Langanes og Langa nesstrandir allt til Vopnafjarðar. Hafði hann þann hátt á för sinni, að hann bar upp bónorð sitt við allar ógefnar konur á hverjum bæ, hvort heldur voru bændadætur eða vinntt konur. En alls staðar fékk Hans hryggbrot. Á Vopnafirði sneri Hans við og hélt heim á leið slóðina sína. Að Gunnólfsvík, nyrzta bæ í Skeggja- staðahreppi, glsti Hans þá. Hafði hann á austurleið biðlað þar til allra kvenna svo sem annars staðar. Þar var þá á vist vinnukona, Guðrún að nafni. Á þeim dægrum, sem liðin voru frá því, að Hans kom þar í hið fyrra sinn, hafði Guðrúnu snúizt hugur, og hafði hún mjög iðrazt þess að hafa ekki tekið bónorðinu. Lét hún nú Hans vita þetta, og var þar með förin ekki unnin fyrir gýg. Giftust þau síðan, Ilans og Guðrún, svo sem lög gera ráð fyrir og fengu sér leigðan til ábúðar hluta úr Skoru- vik. Gerðist Hans brátt gildur bóndi, og er það enn í sögnum, að hann hafi átt í Skoruvík allra manna vænsta sauði. Á Skoruvík hefur stað- ið óskakkt allt til þessa dags hús, sem Hans byggði og var alveg sér- staklega traustlega gert og er nú meira en hundrað ára gamalt. Mundi það vera elzta hús uppi standandi í Sauðaneshreppi. Um þessa bónorðs- för Hans var ortur langur bragur, sumir segja eitt erindi fyrir hvern bæ, er leiðin lá um, en því miður inun bragurinn nú glataður, nema hann væri einhvers staðar til í af- skriflum. Væri fýsilegt, ef einhver vissi eitthvað til hans eða kynni úr honum, að það mætti koma fram i dagsljósið. Þá bjó i Skoruvik Guðmundur Jónsson frá Syðra-Lóni. Hann var lengi hreppstjóri og þótti hinn merk- asti maður, meðal annars var hann talinn læknir mikill, þótt ólærður væri, og fór einkum orð af honum sem snillingi í að hjálpa konum í bamsnauð. Guðmundur mun hafa verið fyrstur innanhéraðsmanna t framboði tU alþingis fyrir Norður- Þingeyjarsýslu. Hann fór til Vestur* heims á gamals aldri ásamt börnum sínum mörgum uppkomnum 1886. Vesturfarir manna af Langanesi og nærlægum sveitum væri efni 1 sérstakan þátt, en hann verður ekki sagður hér. Þess má þó geta, að á harðindatímabilinu 1886—90 mun hafa flutzt vestur um haf af Langa- nesi einu saman ’im hundrað manns. Skoruvík hefur jafnan þótt með beztu jörðum á Langanesi, enda hef* ur þar löngum verið fleirbýli, þótt nú sé þar aðeins eitt býli og fátt fólk. í Skoruvík er sauðland gott, enda jafnan snjólétt. Þá var þaðan áður róið á hin fengsælustu fiskimið við Langanes, svo sem tíðkast frá öðrum sjávarjörðum þar. Þá var þar og áður og er enn fuglatehja mikll í björgum, þótt minna sé nýtt nú á síðari árum en áður var. Þá hefur og löngum verið rekasælt, og ef ekki kemur kefli á Skoruvíkurfjörur, þá rnun slíks ekki vera annars staðar að leita. Um síðari tíma bændur i Skoru- vik er getið í Sunnudagsblaði Tím- ans tuttugasta og fyrsta marz siðast liðinn í sambandi við sjóslys, er þar varð. Bóndi í Skoruvík er nú Björn, einn af mörgum sonum Kristjáná Þorlákssonar, sem getið er í fyn'* nefndri grein í Sunnudagsblaði. Björn er vitavörður og veðurathug- unarmaður. En þrátt fyrir eyðingu byggðar- innar þraukar Skoruvík enn. Tínv arnir breýtast og mennirnir með. Skoruvík stendur á sjávarbakka norð an megin á Langanesi utanverðu, en gegnt því sunnan á nesinu með stekkjarleið á milli standa Skálar, sem nú eru í eyði og öllu rúnir, þar sem var í atvinnulegu íiiliti blóm- inu fyrir fjörutíu árum. J. Itafst. 318 T I M I N N - SUNNUHAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.