Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Blaðsíða 21
Gísli Sigurðsson á Dröngum: SVIPLEGT SL YS Við skulum hugsa okkur, að ókunnugur vegfarandi sé staddur í Helgafellssveit, þar sem vegir greinast niður í Stykkishólm og inn til Skógarstrandar. Liti hann vestur yfir Gríshólsá, sér hann þar mel niður með ánni, ofursakleys- islegan og ólíklegan til þess, að af honum geti háski stafað. Þarna í melbungunni við ána varð þó hörmulegt slys í ágústmánuði 1929. Þar fórst þá ungur efnis- maður, tuttugu og fimm ára gam- all, Kristján Hallsson á Gríshóli. Faðir hans, Hallur Kristjáns- son, hafði þá búið á Gríshóli í rétt þrjátíu ár. Hann var fram- kvæmdamaður um túnrækt og húsabyggingar, og þetta vor hafði hann hafið byggingu stórs íbúðar- húss úr steinsteypu. Var þar bygg- ingarmeistari Ingólfur Jörunds- son Efnið í steypuna var nærtækt og var það flutt heim á hest- vögnum. Sement, timbur og járn var keyptfí Stykkishólmi og flutt á bíl upþ að Grishóli, því að þangað hafði fyrsti vörufiutning- arbíllinn komið þetta vor. í sláttarbyrjun voru veggir hins nýja húss komnir upp, og um miðjan ágústmánuð var bygging- unni svo langt komið, að senn átti að fara að múrhúða veggina. Sá hængur var þó á, að lítið var um fínan sand, sem til þess hæfði. Mun hans hafa verið leitað nokk uð víða í heimalandinu, og fannst loks viðhlítandi sandur i melbrún inni við ána. Var nú tekið aö moka þar frá mölinni, svo að unnt væri að Komast að honum. Galli var á gjöf Njarðar Sand- iagið var þunnt og undir móhellu, og var mjög örðugt að ná þar sandi, svo að nokkru næmi, þó að gert væri. Fyrst munu tveir synir Halls, Magnús og Höskuldur, hafa sótt sandinn. Svo var það eitt sinn seint á föstudegi, að þeir feðgar. Hallur og Kristján, fará þangað, og var með þeim drengur, er þá var á Gríshóli, Magni Guðmunds- sónj nú kaupmaður og veitinga- maður í Reykjavík. Sandur þessi var allur fluttur heim á hestvögnum, enda ekki long leið. Ganga þeir feðgar og Magni nú til verks, og Iosaði Kristján sandinn undir móhell- unni og færði hann nokkuð fram, en Magni var framar og ruddi honum út. Stóð Hallur þar fram- an við skútann og mokaði upp í vagnana. Þegar Halli þótti nóg komið í vagnana, kallaði hann til þeirra Kristjáns og Magna að koma. Gerðu þeir svo. Þegar Kristjáni varð litið í vagnana, fannst hon- um lítið í þeim. Segir hann þá við föður sinn: „Við förum ekki heim með vagnana hálfa.“ Að svo mæltu snaraðist hann aftur inn undir móhelluna og tek- ur til verka á ný. Eftir örlitla stund sér Hallur, að steinn losn- ar úr brúninni og veltur niður. Kaliar hann þá til þeirra, Kristj- áns og drengsins. að vara sig. Magni, sem var framar, sþauzt þegar út en Kristján varð dálít- ið seinni fyrir enda innar. í fþmu andrá og hann rak höfuðijð' út undan móhellunni, brojnaði stykki úr henni og féi.. ff’Han ofan á hann ,; Ekkert heyrðist i Kristjániteffiv að hann varð undir móheljunni. og var, það álit læknis, að hann hefði kafnað samstundis. Tcldu sumir, að stykkið. sem féll. niður, hefði verið altt að smálest að byngd ' . Þetta V4) óvemuiegt slys., og ‘hörmul.egt i alla staði pgt1 hið mesta áfall fyrir fjölskylduþa, — foreldra Kristjáns, Sigríði Illuga- dóttur og Hall Kristjánssop. og mörg systkini. Um Hall ei það að segja, að hann leit varla glað- an dag effir þetta slys. svo mjög harmaði hann son sinn. Það var líka nikils misst Kiistj- án var kappsfuilur röskleikamað- ur, að hverju sem hann gekk. og vorið áður en þetta gerðist. hafði hann lokið búfræðiprófi á Hvanneyri og var líklegur til þess að verða mikil) athafnaböndi og forystumaður. Sveitin óg bænda- stéttin urðu því einnig fyrir mikl um missi faðir vor á þremur tungumálum Þegar kristni var að i'yðja sér til rúms í landinu, var mönnum mikilí vandi að höndum færður, þar sem var að túlka margs konar ný hugtök og orða nýjar hugmyndir. Við það var þó að styðjast, að tungur sumra þjóða, þar sem kristnin var rótföst orðin, voru ekki alísendis ólíkar íslenzkunni. Hér er Faðir vor á þremur tungum, er menn geta borið saman — tornri íslenzku, tekið eftir gamalli guðsorðabók, engilsaxnesku og norðymbrsku: íslenzka. Faþer vár, es ert á himnom, helgesc nafn þitt, tilkome ríki þitt, verþe vile þinn svá sem á himne oc á jorþo; brauþ várt hversdagslect gef þú oss 1 dag, fyrgef þú oss sculder órar svá sem oc vér fyrgefom sculderum órum, oc eige leiþ þú oss ) freistne, heldr leys þú oss frá illo. Engilsaxneska. Du ure fæder, þe dart on heofenum, sy ðin nama gehalgod: gecume þin rice, sy ðin willá swa swa on heofenum swa euc on eorðan; syle us to-dæg urne dæghwomlican hlaf, and forgii ús ure gyltas swa swa we forgyfað þam þe wið ús agyltað, and ne læd þu na ús on costnunge, ac alys ús fram yfele. Sy hit swa. Norðymbrska: Fader urer, ðu arð in heofnum sie ðin noma gehalgod; tocyme ðin rík; sie ðin willo, suæ is in heofne and in eorðo, useune oferwistlic hlaf se) us todæg aud forgef us usra scylda, suæ and we forgefon usum scyldgum and ne inlæd usih in costnunge, ah gefrig usich from yfle. r I M 1 N N — SUNNUDAGSBl.AÐ 333

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.