Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Qupperneq 15
Þegar Þorsteini Eriingssyni voru sendar Kínaauglýsingar með fyrir-
heiti um rfflega þóknun, vék hann þeim heim til föðurhúsanna og hóf
grimmilegar árásir á kynjalyfin.
lega og gerðist meðalgöngumaður
fyrir íslenzka kaupmenn í
Kaupmannahöfn — útvegaði þeim
útlendan varning og seldi fyrir þá
íslenzkar afurðir. Það var þessi mað-
ur, sem færði okkur lífsvekjarann
og fleira gott, sem síðar verður vik-
ið að, og kemur enginn íslenzkur
maður skörulegar við sögu kynja-
lyfjaverzlunarinnar en hann.
Maður sá, sem fundið hafði upp
lífsvekjarann, nefndist Heskier pró-
fessor. Kom hann upp verksmiðju á
Friðriksbergi, þar sem lífsvekjarinn
var soðinn. Þar var líka búið til
Lífsins te og Austurlandablómið, óvið
jafnanleg handsápa. Jakob Gunnlaugs
son fékk einkaumboð til sölu á þessu
á íslandi og í Færeyjum. íslending-
ar voru ekki nein sápuþjóð, svo að
Austurlandablómið fór að miklu leyti
fyrir ofan garð og neðan. En þeir
voru öllu líklegri til þess að þekkjast
lífsvekjarann, enda lagði umboðsmað
urinn sig meira fram um að sann-
færa þá um kosti hans. Birti hann
auglýsingar miklar í blöðum landsins
og sérstök auglýsingablöð voru að
auki vafin utan um glösin:
„Lífsafl, og þar með framlenging
ævinnar, sem fyrir flesta er allt of
stutt, getur maður öðlazt með því
að neyta daglega þrjátíu til fjörutíu
dropa af hinum nafntogaða elixír,
Sybilles Livsvækker. Þessi undursam-
legi elixír er búinn til úr hinum
sjaldgæfustu og áhrifamestu jurtum,
sem þekktar eru í ríki náttúrunnar."
Þetta vottuðu margir danskir menn
með hinn ágæta lækni, Melchior í
Kaupmannahöfn í broddi fylkingar,
góðkunningja þeirra, sem lesið höfðu
auglýsingar um suma aðra lifselixíra,
er þaðan komu.
Enn var það fleira, sem hingað
barst, landsmönnum til heilsubótar,
áður en öldin var úti. Nafn íslands
var orðið svo vel þekkt meðal þeirra
manna, sem ástunduðu að sjóða „und
ursamlega elixíra, að einum þeirra
þótti _ tilvalið að nefna verksmiðju
sína ísland. Þaðan kom íslandsbitter,
„samsettur úr ómenguðu jurtaseyði,"
fundinn upp árið 1&'57, þótt svona
lengi drægist að hefja framleiðsluna.
Hann var laus við öll æsandi og óholl
efni og „sökum sinna ágætu eigin-
leika með réttu talinn nauðsynlegur,
jafnvel fremur en matur og drykk-
ur.“ Hann læknaði til dæmis bæði
inflúenzu og sjósótt. Oddgeir Steph-
ensen, leikhússtjóri í Kaupmanna-
höfn, mælti með honum með þessum
orðum: „íslandsbitter er ágætur."
Og var furða, þó að maðurinn
viðurkenndi það? I dönsku blöðun-
um var það jafnvei auglýst, að fólk
gæti áhyggjulaust eyðilagt í sér mag-
ann: „Það bregzt ekki, að íslands-
bitter læknar yður.“
Þessi aldarlokaár komu iíka
sagradavínin, búin til úr viði
frá Kaliforníu. „Öllum helztu
læknum heims kemur saman
um, að börkurinn af þessum
viði, sem notaður er í sagradavín, sé
hið bezta hægðaiyf og meltingarlyf."
Það vottaði prófessor einn í Berlín,
ásamt fjölmörgum öðrum. Flaskan
kostaði ekki nema hálfa aðra krónu,
og skyldi tekin inn hálf teskeið þrisv-
ar á dag og ein heil eftir mat, „ef
betur skal.“
Lárus hómópati brá þegar við og
mælti með sagradavíni: „Er þáð hið
eina hægðalyf, sem ég þekki, er verk-
ar án allra óþæginda, og líka eitt
hið óskaðlegasta lyf.“ Þó hélt hann
áfram að mæla með Kínábitter við
öllum magakvillum.
Björn Kristjánsson auglýsti malt-
extrakt með járni og kínin við tauga-
veiklun og veikleika eftir barnaveiki
og taugaveiki, almennt styrkingarlyf,
sem hlotið hefur verðlaun fjórtán
sinnum.
Loks varð sjálfur Valdimar Peter-
sen, „mannvinurinn, sem fann upp
Kína-lífs-elixírinn,“ til þess að bjóða
epn einn kjördrykkinn, lækninga-
konjakk.
Þannig rann nitjánda öldin skeið
sitt á 'enda með meira úrval dásam-
legra heilsudrykkja en áður hafði
þekkzt á þessu landi.
XVI.
Á síðustu árum nítjándu aldar
varði Valdimar Petersen sex til sjö
þúsundum króna árlega til auglýs-
inga í íslenzkum blöðum. Það var
stórfé í þá daga, er framgengin ær
með lambi kostaði tíu eða ellefu
krónur á vordögum, og vafalaust hef-
ur ritstjóra vikublaðanna, sem oftast
voru líka eigendur þeirra. munað í
Kínaauglýsingarnar.
Veturinn 1896 afréðu tveií kaup-
menn á Seyðisfirði, Stefán Th. Jóns-
son og Sigurður Johansen, að stofria
rlilNN - SUNNUDAGSBLAÐ
-199