Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 2
Jóh, Ásgeirsson: Páskabylurinn 1917 Það var ákaflega milt og gott vaður þennan morgun, laugardag- inn fyrir páska 1917, og að aflíð- andi hádegi var orðið svo hlýtt í veðri, að snjórinn var farinn að síga og hæstu börð farin að stinga kollinum upp úr snjónum. Marg- ir héldu, að þetta góða veður væri byrjun á þíðu og batnandi tíðar- fari. Menn létu því fé sitt út, og sumir fóru í kaupstaðinn. Fóstra mínum ieizt ekki á veð- urútlitið og lét enga skepnu út úr húsi fara, enda leið ekki á löngu, að skjótt skipaðist veður í lofti. — Þegar fór að líða að nóni, tók loft að þykkna í norðri og veðurútlit varð allt lævi b'and- ið. Og skömmu síðar brast á ein sú mesta stórhríð, er ég man eft- ir frá þeim árum þarna fremst frammi í Laxárdai, bæði hvað vcð- urhæð viðvíkur og sorta. Sem dæmi um það vil ég géta pess, að vegalengdin frá bæjarhúsum til fjárhúsa í Plásseli var sem svaraði hundrað metrum eða bili á milli tveggja símastaura. Á miðri þess- ari leið var brunnhús. í venjuleg- um vetrarbyljum sást alltaf höggva fyrir bæjarhúsunum, þegar stað ið var við gamla brunn- húsið, en í þetta sinn sáum við ekki fyrir þeim, fyrr en við áttum aðeins tvo til þrjá faðma að þeim. Á íeiðinni heim frá fjárhúsunum þennan Cag gekk ég á undan Gísla fóstra mjn- um, sem svaraði faðmslengd, en aldrei sagðist hann hafa séð mig lengra niður en til hnés. Þegar við fluttumst að Pálsseli um síðustu aldamót, var Svalhöfði, sem er beint á móti Pálsseli, norð- an Laxár, í eyði. Sá, sem bjó þar síðast, hét Einar Guðnason, afi séra Jóns Guðnasonar. Einar flutt- ist þaðan 1884, og hafði þá Sval- höfði verið í eyði um 30 ára skcið, (en hann byggðist 1914). En árið 1914 flytur þangað ung- ur bóndi, Eyjólfur Jónasson frá Sólheimum, og kona hans, Sigríð- ur Ólafsdóttir. íteisti hann þar bæ sinn á algerlega búlausri jörð. Þar var aðeins grænleitur kragi neðst á holtinu umhverfis gamlar húsa- rústir. Eyjólfur hafði þá búið þrjú ár á Svalhöfða, þegar þetta var. Það kom stundum fyrir á þessvm árum, að Eyjólfur fékk Jakobinu Jakobsdóttur, uppeldissystur mína, til þess að vera hjá Sigríði konu sinni, ef hann fór að heiman, svo að hún væri ekki ein í bænum. Svo er það, að þennan áðurnefnda dag, laugardaginn 7. apríl 1917, fer Eyjólfur af stað nm morgun- inn norður á Borðeyri, ásamt Daníel Jóhannessyni, sem þá bjó í Sólheimum. Skömmu á eftir fer svo Jakobína yfir að Svalhöfða. Áður en Eyjólfur fór að heim- an hafði hann látið fé sitt út, og var það skammt frá bænum á beit upp undir svokallaðri Brún. — Þegar þetta gerðist var Jakobína á sautjánda ári. Hún tekur eftir því, þegar líður á daginn, að veð- urútlit fer að verða viðsjárvert, og þýtur af stað til kindanna. Þegar hún kemur til.-þeirra, fer að hvessa og moldskafa, setur hún þá hundinn á féð heimleiðis og í því skellur hríðin yfir. En þar sem þetta var undan veðri að sækja og stuttur spölur til bæjar, gekk henni slysalaust að komast heim með féð. Áður en hún fer til bæjar, eftir að hafa komið fénu í hús, dettur henni í hug, að ekki verði það neinn leikur að komast í fjósið um kvöldið í myrkri og stórhríð, þar sem á móti veðurofsanum var að sækja heim að bænum, því fjósið var þá við fjárhúsin, sem stóðu neðar á holt- inu en bærinn. Tekur Jakobína þá reipi, er héngu þar í fjárhúsun- um, og hnýtir mörg saman, þar til hún hugði,. að þau næðu til bæjar. Hnýtir hún svo öðrum end- anum í fjárhúshurðina, en hinum í bæjarhurðina. Um kvöldið kom þetta ráð að góðu haldi, því af reipunum hafði hún mikinn styrk að komast áfram á móti veðurofs- anum og einnig til þess að rata, því ekkert sást, er skyggja tók. Nú víkur sögunni til þeirra Eyj- ólfs og Daníeis. Þegar þeir voru tilbúnir að leggja af stað heim- leiðis frá Borðeyri, var hríðin þeg- ar skollin á. Þegar Eyjólfur var að fara, rakst hann á Guðmund Theodórs frá Stórholti í Saurbæ. Hann var þá staddur á Borðeyri. Guðmundur sagði þá eitthvað á þá leið við Eyjólf að ekki fari hann yfir Laxárdaisheiði í kvöld, eins og veðri væri nú háttað, það væri ekkert vit. Eyjólfur svaraði því á þann hátt, að hann ætlaði sér heim í kvöld. Og með það skildu þeir. Þeir ferðafélagar voru með sleðahest. Á sleðanum var tunna ásamt ýmsu öðru, er þeir höfðu meðferðis, og bundu þeir það allt niður á sleð- ann. En er þeir voru komnir út á Borðeyrarmelinn fauk tunnan af sleðanum og valt ofan fyrir mel- inn, sem er þar bæði hár og bratt- ur. En ekki gáfust karlar upp við það, heldur sóttu tunnuna niður fyrir melinn og bundu hana á ný á sleðann og héldu svo af stað til heiðarinnar. Eins og áður er að vikið, hafði veður verið hlýtt framan af degi, snjó hafði þvj tekið af steinum með fram vegin um, og þar sem vegur var lagður. hafði tekið svo af honum, að hann var dekkri, nema þar sem skaflar lágu yfir hann. En þar sem þeir voru, hafði Eyjólfur þann hátt á, að hann lét Daníel bíða við skafl- röndina á meðan hann var að finna veginn, og fór svo aftur til baka að sækja Daníel. Þannig gekk það alltaf öðru hverju yfir heiðina. En þegar niður í dalinn kom og aðeins var rúmur húsaveg- ur eftir heim að Svalhöfða, þraut veginn með öllu. En samt sem áður fataðist Eyjólfi ekki að rata. Hann var þama kunnugur og þekkti svella og snjóalög á þessum spotta. Annars sagði Eyjólfi svo frá, að ekki hefði verið svo erfitt að rata, heldur var það veður- hæðin sem tafði ferð þeirra. Þá höfðu þeir veðrið á móti, en á hlið, er upp á heiðina kom. Það mun hafa verið nær morgni, er þeir komu að Svalhöfða og höfðu þeir þá verið 10—12 tíma frá Borðeyri, sem venjulega var farið á 3—4 tímum. — Eyjólfur er vanur ferðamaður og lenti oft í misjöfnu veðri, eins og geng- ur, en það hefur mér heyrzt á honum, að ferð þessi hafi verið með þeim erfiðustu, sem hann hef- ur farið. Og nokkuð er það, að ekki hefði öllum verið fært að fara þá yfir Laxárdalsheiði. Fjárskaðar og slys urðu víða um land í veðri þessu. Guðbrandur Jónasson, bróðir Eyjólfs, bjó þá í Sólheimum. Fé hans náðist ekki í hús þennan dag. Hraktist sumt af því suður fyrir Laxá og upp á Pálsselsfjall. Margt af því var mjög hrakið og illa leikið eftii hríðina. Nokkuð af því fannst dautt og sumt fannst aldrei. Aust Framhald á 742. síSu 722 T I M l N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.