Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 5
ist fáum utan hins þrðnga vinahóps. Gleði hans er því geysileg, þegar hann snýr heim til Vitebsk við byrj- un styrjaldarinnar 1914. Áhrifa stríðsins gætir hvergi í mynd- Um hans, hann er algerlega á valdi gleðinnar vlð heimkomuna, málar íettingjana og umhverfið. Er hann kvænist æskuvinkonu sinnl, Bellu, hær fögnuðurinn hámarki, hún ferð- ast með honum í myndum hans yf- ír borginni, í skýjunum. En meðan hann er heima í Kúss- landi hafa myndir hans haft áhrif á yngstu kynslóð málara og skálda. pegar hann sneri aftur til Parísar Í923, var hann þekktur maður. Mynd- Írnar, sem hann hafði skilið eftir, >egar hann fór, höfðu verið sýndar Ög voru komnar í þekkt söfn. Lífið lék við hann, og hamingjan kom fram í myndum hans. Blóm og elskendur, það eru myndir hins ham- ingjusama Chagalls. Hamingjan er sjálfsögð og eðlileg, hann virðist ekki eiga við nein vandamál að stríða. Haim málar í fullkominni ró pg sjálfsöryggi friðsamlegan, indæl- an heim. Myndir hans líkjast þjóð- kvæðunum. Eins og tilfinningaheim- ur fólksins kemur fram 1 þjóðkvæð- Unum, þannig er listræn tjáning lífs- ins og ástarinnar frjáls og ósjálfráð tjáning innra lífs. Áhrif kúbismans hverfa úr mynd- unum, og i stað þeirra kemur annar þáttur. Það er hið sterka samræmi milli myndrænnar tjáningar og til- finningalegrar uppsprettu hugmynd- anna. Myndir hans líkjast því, sem nefnt hefur verið surrealismi, en þó er ekkert samband milli markmiða Chagalls og suirealistanna. Surreal- isminn er aðferð þeirra, sem aðhyll- ast hann til að leita annars óræðs heims, en Chagall hlýðnast aðeins eiginn innbiæstri. Enda þótt hann væri einn af upphafsmönnum og brautryðjendum hreyfingarinnar, féll hann aidrei í hópinn. Er hann sneri sér að bókaskreyt- ingum, tók hann til við svartlist. Hvernig gekk nú þessum litglaða málara að tjá sig aðeins með svörtu og hvítu? Því meir sem hann vand- ist blekinu, þeim mun betur kemur málarinn bak við myndina i ljós. í leik ljóss og skugga nær hann sömu áhrifum og með litunum. Hugboð um yfirvofandi ógæfu — stríðið — örvaði Chagall til nýri-a. verka. Hann málar þorpið heima, ættingja, brúðhjón og hamingju hins friðsama lífs. Gyðingaofsóknir nazista höfðu djúp áhrif á hann og urðu honum hvatning til að halda áfram hinu mikla verki sínu, úr biblíunni og sögu Gyðinga frá upphafi til þessa tíma. Þótt Chagall hafi staðið algerlega Framhald á 742. síðu T í M I N N — SUNNUDAGSBLA Ð 725

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.