Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 7
Gáta, sem reyndist torleyst: SJÁ VARFÖLL 06 HIMINTUNGL Við strendur er auðvelt að sjá »jun flóðs og fjöru. Á sex tímum lyftist hafflöturinn frá fjöru til flóðs, Og hnígur síðan aftur að fjöru á jiæstu sex tímum ÞaÖ rnr ekki auðvelt að finna skýr- ingu á þessari hegðun sjávarins. Mikl tr hugsuöir voru lengi búnir að brjó'a heilann um þetta fyrirbæri — og Íöngu áöur en rétt lausn fannst. .\!veg síðan elztu menningarþjóð- itn.ii settust að við vesturstrendurn- ar hafa menn vitað, að sjávarföllin eru i sambandi við tunglið. Þeir tóku sérstaklega eftir því, að flóðbylgján kr m alltaf jafn langri stundu eftir afi íunglið haíði verið hæst i suðri Og jafnframt, að flóðið var hæst við fullt tungl og nýtt tungl. En hvern- ig fór tunglið að því að valda flóði og fjöru á hafinu? Því gátu þeir ekki Svarað. Hinn mikli vísindamaður, fsak Newton, sem var uppi á árunum 1642 U 1727, gerði merkar uppgötvanir eðllsfræði, stjörnufræði og stærð- fcæði. Hann lagði þann grundvöll, sem gerði mögulegt að gera grein fyrir, hvað flóð og fjara er. Hana uppgötvaði, að það eru ekki bara seglar, sem draga hvor annan að sér, heldur verka allir hlutir hver á ann- an með krafti, — aðdráttarafli, — og þessl kraftur eykst með þyngd hiul- árins. Aðdráttaraflið minnkar þó fljótt með fjarlægðinni milli hlut- anna. Maðurinn finnur bezt þann kraft, gem verkar milli hans sjálfs og jarð- ar. Við köllum hann aðdráttarsfl, þyngd eða þyngdarkraft. Þar eð jcrð- in er geysiþung,' er aðdráttarafl hennar mikið. Því meira efnismagn sem hlutur hefur, þeim mun þyngri er hann. Þyngdarkrafturinn er örlítið mis- munandi, eftir því hvar er á jörð- unni. Eins kílógrammslóð myndi vega heldur meira á norðurskauti en við miðbaug, en munurinn er mjög lítill. Ef við förum hins vegar í átt frá jörðu, minnkar þyngdin 1 réttu hlut- falli við kvaðrat fjarlægðarinnar frá jarðarmiðju. Við yfirborð jarðar er fjarlægðin inn að jarðarmiðju einn jarðradíi. Kæmumst við upp í eins jarðradía hæð frá jörðu, þannig að fjarlægðin inn að jarðarmiðju væri tveir jarðradíar, myndum við ekki vega nema fjórða hluta þess, sem við vegum á jörðu niðri. Maður, sem er 80 kíló yrði þar ekki nema 20 kiló. í þriggja jarðradía fjarlægð verður þyngdin aðeins níundi hluti þess, sem hann er við yfirborð jarðar. Tunglið er í um það bil sextíu jarðradía fjarlægð frá jörðu. svo langt í burtu er þyngdarkraftur jarð- ar aðeins 1/3600 af því, sem hann væri, ef engin væri fjarlægðin milli þeirra. En jafnvel í svona mikilli fjarlægð verkar aðdráttarafl jarðar og dregur tunglið að jörðu og neyð- ir það til að ganga braut umhverf- is hana. Tunglið hefur einnig þyngdaráhrif og hefur þannig sitt eigið þyngdar- svið, en það vantar mikið á, að það sé eins sterkt og þyngdarsvið jarð- ar. En áhrif sviðsins ná þó langt. En þá stóð í honum. — Elinóra greip þá fram í og botnaði: En Jón með sinni kjaftakvörn kemur engu saman. Sigrún átti Stefán Vilhjálmsson frá Kirkjubóli. Þau bjuggu einhver ér á Stóra-Steinsvaði, fluttust svo til Borgarfjarðar. Dóttir þeirra, Sigríð- ur, ólst upp hjá Snjólfi Sveinssyni á Þrándarstöðum, hjáleigu frá Desjar- mýri, og fór þaðan ung til Ameríku. Hún var farin að kasta fram stökum á fermingaraldri. Ljóðasyrpu sína hefur hún sent f Landsbókasafnið. Sigríður giftist Einari Eiríkssyni á Borg, sem fyrr er getið. Þau höfðu reikula ábúð fyrst, en staðfestust síð- an á Sævarenda í Loðmundarfirði. Sigríður var orðlögð merkiskona. Syn ir þeirra, Finnur og Sigurður, voru kunnir hæfileikamenn. Ásmundur lærði beykisiðn og flutt- ist til ísafjarðar. Þangað fór einnig Jón-Lídó. Páll fór til Vesturheims. Magnús, launsonur Sigurðar, fékk auknefnið skáldi vegna hagmælsku sinnar, sem fyrr segir. — Frásögn af honum hefur áður birzt. Þeirra gætir alla leið til jarðar, það er sem sagt aðdráttarufl frá tunglinu á jörðu. Við gætum ;átt von á, að jörðin og tunglið ræíjfcst brátt saman með geysiafli, þar .serm þau draga þannig hvort annað að sér. Það verður þó ekki, því að tunglið og jörðin ganga bæði umhverfis sama þyngdarpunkt á brautum, sem eru næstum hring- laga, og slöngvast því í áttina hvort frá öðru. Þyngdarpunktur jarðar og tungls er inni í jarðkúlunni um það bil % radía frá miðju. Umhverfis þennan sameiginlega þyngdarpunkt snúast bæði jörð og tungl á 27 dægr- um. Þetta er alveg óháð göngu jarð- ar umhverfis sólu. Hraðinn á þessum snúningi jarðar og tungls um sama þyngdarpunkt er rétt nægilegur til þess, að þau slöngv- ast hvort frá öðru með jafnmiklum krafti og þau draga hvort annað að sér. Þessi kraftur, miðflóttaafl, eins og hann er oftast nefndur, er jafnmikill alls staðar á jörðunni. Aðdráttarafl tunglsins á ýmsum stöðum jarðar fer hins vegar eftir fjarlægðinni frá tunglinu. ICraftáhrifin frá tungli eru því mest á þeirri hUð jarðar, sem að því snýr. Jafnvægið raskast þess vegna, og það koma fram kraft- áhrif frá yfirborði jarðar í átt til tunglsins. Vatnið rennur að þessum hluta jarðar, og er því auðvelt að skilja, að það verður flóð á þeirri hlið jarðar, sem að tungli snýr. Á hinni hlið jarðar er aðdráttar- aflið frá tungli heldur minna en miðflóttaaflið. Þar verður því ekki jafnvægi heldur. Aðdráttarafl tungls- ins verkar inn að yfirborði jarðar hérna megin, en miðflóttaaflið hins vegar í gagnstæða átt. Þar eð mið- flóttaaflið er sterkara í þessu til- felli, verður lokakrafturinn kraftur, sem togar í áttina frá yfirborði jarð- ar. Vatnið streymir því þangað, og verður einnig flóð á þeirri hUð jarð- ar, sem frá tungli snýr. Inni í miðju jarðar eru kraftarnir jafnstórir og halda hvor öðrum í jafnvægi. Við höfum séð, að það hlýtur að verða flóð bæði á þeirri hlið jarðar, sem að tungli snýr, og hinni, sem frá því snýr. Mitt á milli hlýtur því að verða fjara. Hefði jörðin alllaf snúið sömu hlið að tunglinu, yrðum við ekki vör við flóð og fjöru. Þá hefði jörðin verið örlítið ílöng um ás, sem hefði haft stefnu á tunglið, en tímabundinn mismunur á hæð hafflatar hefði ekki orðið. Nú snýst jörðin umhverfis möndul sinn einn snúning á sólar- hring. Við það snúa stöðugt nýii hlutar jarðar að tungli. Flóðbylgjur myndast, sem fylgja tunglinu um hverfis jörðu. Þar sem þessar flóð bylgjur fara um, verður aðfall. Hefðt tunglið staðið kyrrt með T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 727

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.