Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 10
in er sótt til býflugnanna, þar sem karlflugurnar eru drepnar, þegar þær hafa lokið sínu hlutverki, en drottningin blómgast. Það er það, sem allt snýst um. Þá er athyglisverð mynd eftir God- ard, Jean-Luc Godard, hann er bú- inn að fá mörg verðlaun, fékk ný- lega verðlaun í Berlín, prýðilegur leikstjóri, og þess að vænta, að mynd- in sé þess virði að sjá hana, auk þess er hún gerð eftir sögu Alberts Moravia, Le Mepris, á dönskunni er hún kölluð „Ég elskaði þig í gær.“ Hlutverkaskipunin vekur líka nokk- urn áhuga, Brigitte Bardot er í aðal- hlutverki. Það ætti að duga til að draga ýmsa að, þó að ekki væri ann- að. Efnið er hinn sígildi þríhyrniag- ur. Hér ungur, metnaðargjarn leik- ritahöfundur, heillandi kona hans og amerískur kvikmyndaframleiðandi. Gamli, snjalli kvikmyndastjórinn Fritz Lang, leikur sjálfan sig í mynd- inni. „Túskildingsóperan," kvikmynd eftir óperu Bertolts Brechts er ein þessara mynda, gerð af Wolfgang Staudte, hinum sama, sem gerði myndina „Franz rottu“ og við sýnd- um fyrir nokkrum árum, og einnig „Kirmes" og „Síðasta vitnið." Margir muna eflaust eftir „Túskild- ingsóperunni," sem var sett á svið hjá Leikfélagi Reykja- víkur fyrir nokkrum árum, hún ger- ist í Soho, undirheimum Lundúna- borgar, þar sem Makki hnífur er ill- ræmastur allra. Þegar hann kvæntist Polly dóttur Peachums, betlarakon- ungsins, bregzt gamli maðurinn æf- ur við og vísar lögreglunni á Makka, gengur síðan á ýmsu og endar óvænt og skemmtilega eins og vera ber í slíkri óperu. Þessi mynd sló öll met í aðsókn í Þýzkalandi. Helztu leikar- ar í henni eru Curd Jurgens, Gert Fröbe, June Ritche og, Hidegard Knef. Gúnter Weisenborn, gamall samstarfsmaður Brechts, aðstoð- aði Staudte, og það ætti ekki að spilla. Svo fékk ég mynd, sem mér fannst óskaplega skemmtileg, „Yoyo“ heit- ir hún, frönsk. Hún er mjög góð, ef til vill of góð, franska gamanið er oft of fíngert til að ná til fólksins hér. Fyrir tíu árum sýndi ég fyrstu myndina með Soffíu Lóren, „Hátíð í Napólí." Þá fór ég með myndir til blaðanna, en þær lentu víst flestar í ruslakörfunni, en nú er búið að þekja heilar síður og veggi með myndum af henni. Nú fékk ég nýja mynd — „í gær, í dag og morgun,“ bráðskemmtilega, gerða af Vittorio De Sica. Hún er byggð af þrem þáttum, sem allir fjalla um ástina, þrenns konar ást í mismunandi um- hverfi — og auðvitað fer Soffía með Peachums hjónin j Túskildingsóperunni. bráðlega, gamanmynd — og um leið þjóðfélagsádeila eftir einn af hinum yngri kvikmyndaleikstjórum Dana, Knud Leif Thomsen, hann hefur áð- ur gert myndina „Einvígið,“ sem vakti verðskuldaða athygli. Ég veit ekki, hvernig þessi mynd fellur í kramið hérna, Danir hafa fengið að reyna ýmislegt annað en við og hafa ef til vill dálítið önnur sjónarmið gagnvart lífinu og tilverunni. Þá er frönsk gamanmynd, Landru, dálítið sérstæð, hefur verið kölluð á dönsku: „Er synd að myrða konur?“ Francoise Sagan gerir kvikmynda- handritið og byggði á gömlu, dular- fullu morðmáli, sem upp kom um 1920, er lítill, sköllóttur, skeggjaður húsgagnasali, kvæntur og fjögurra barna faðir, var ákærður fyrir morð ellefu kvenna, sem höfðu ginið við auglýsingu hans: Einmana hjörtu o.s. frv. Þetta er Ieikandi létt háð með góðum leikurum: Charles Denner, Michele Morgan, Danielle Darrieux og fleiri, og leikstjórinn er Claude Chabrol. Eina mynd fékk ég, „Nakið léreft," sem gerð er eftir sögu Alberts Mora- via, La Noia, skemmtimynd. Að gerð hennar eiga hlut listamenn frá ýms- um þjóðum, meðal annarra ítalski leikstjórinn Damiani, þýzki leikarmn Horst Bucholst, belgiska leikkonan Katrín Spaak, Bette Davis, gamla bandaríska stjarnan, Frakkinn Ge- orge Wilson og nokkrar ítalskar leikkonur. Myndin er gerð í Róm. Nokkuð góð mynd, held ég. Enn ein gamanmynd, frönsk-ítólsk mynd, Le Lit conjugal, eða„Hjóna- sængin," er hér hjá mér. Hún er gerð af Marco Ferreri með leikurunum Marinu Vlady og Ugo Tognazzi. Eig- inlega ætti sú mynd að heita „Bý- flugnadrottningin," því að hugmynd- Toyo. 730 T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.