Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Blaðsíða 9
Það er ekki hægt að taka allar. Ég hef rekið mig á, að þær myndir, sem ganga vel úti á landsbygginni í Danmörku, ganga yfirleitt vel hér. Við erum svo fá hér heima, að hóp- urinn verður tiltölulega lítill, sem vill sjá sérstæðar myndir og nýjung- ar. Ég kann svo sem uppskriftina að þeim myndum, sem flestir vilja sjá, en ég ætla ekki að segja þér hana. Þú getur ef til vill fundið hana sjálf. Það er leiðinlegt að segja frá því, að stundum ýti ég frá mér mjög góðum myndum, af því að ég veit fyrir að þær ganga ekki hér. Myndir eins og til dæmis Engill dauðans eftir Bunuel og Jules og Jim eftir Truffaut, báðar framúr- skarandi myndir, sem hafa hlotið mikla viðurkenningu — við sýndum • þær báðar hér, en þær fengu mjög /íeirþrúSur- - Nína Pens Rode og Ebbe Rode í hlutverkum Geirþrúðar dræma agsókn. En eggjamynd- og skáldsins Gabríels Lldmans. inj hvað hún nú hét, hún gekk alveg Kvikmyndahúsin í Hafnarfirði hafa lengi fengið orð fyrir að sýna betri myndir en kvikmyndahúsin í Reykja- vík. Fyrir nokkru náðum við tali af Helga Jónssyni, forstjóra Bæjarbíós og leituðum frétta af næstu verk- efnum. — Við ætlum að fara að sýna Ger- trud eftir Carl Th Dreyer, það er sú mynd, sem ég hef hvað mestan áhuga á um þessar mundir. Þetta er ný mynd, gerð eftir leikriti Hjalm- ars Söderbergs og hefur verið mjög vel tekið, fékk Bodilstyttuna í Dan mörku sem bezta mynd ársins og var valin ein af tíu beztu myndum árs- ins í Frakklandi. Mér fannst mynd- in stórkostlegt verk. Hún verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á sérstakri heiðurssýningu, þar sem Dreyer verður viðstaddur. Dreyer er mesti kvikmyndahöfundur Dana r.g heimsfrægur fyrir myndir sínar. Einna þekktastar af myndum hans eru „Dagur reiðinnar" og „Orðið“ eftir leikriti Kaj Munks, en fyrsta mynd hans, sem verulega athygli vakti, var Jóhanna af Örk, sem hann lauk við 1928. Nú stjómar Dreyer Dagmanskvikmyndahúsinu í Kaup- mannahöfn, þeir reyna að hafa í slík- um störfum menn, sem geta lagt til þeirra listrænan skerf. Efnið í þessa síðustu mynd sína, Geirþrúði, sækir Dreyer í leikritið Gertrud eftir Söd- erberg, það fjallar um óperusóng- konuna Geirþrúði, ást hennar og bár- áttu milli skyldu og tilfinninga. Geir- þrúður er mikil kona, svipar til kven- hetjanna í fomum, grískum harm- leikum, hún gerir miklar kröfur' til þess, sem hún elskar. Hann vcvð- ur að taka ástina fram yfir allt axin- að. Ástin er allt, segir hún, þó að hún viti, að ástinni fylgja þjáningar og vonbrigði. Þetta er áhrifamikil mynd, sem margir munu vonandi hafa ánægju af að sjá. — í hverju liggur, það, að þið hafið yfirleitt betri myndir til sýn- ingar í Bæjarbíói en annars staðar? — Ætli það liggi ekki aðallega í því, að við höfum samning við ágætt dreifingarfyrirtæki, það stærsta á Norðurlöndum „Palladium“ í Dan- mörku, og einnig Dagmarkvikmynda- húsið: Þau fá prýðilegar myndir. Ég fer utan öðru hverju og skoða mynd- irnar, sem þau hafa, og kynni mér þær, því að ég verð að velja og hafna. endalaust, og það er ennþá verið að sýna hana sums staðar í Dan- mörku. Það eru, sem betur fer, ekki bara við hér, sem höfum þennan kvikmyndasmekk. — Hefurðu orðið var við að að- sókn minnkaði að kvikmyndahúsinu, síðan sjónvarpið fór að verða al- gengt hér? — Já, þess hefur gætt talsvert, hvernig ætti öðru vísi að vera, fólk getur ekki verið alls staðar í einu. Þó býst ég við, að þess gæti fyrst að marki, þegar íslenzka sjónvarpið kemur, þá fá allir sér tæki, hvora stöðina, sem þeir taka nú fram yfir. En ég efast ekki um, að sjónvarpið muni bæta kvikmyndasmekkinn eins og það hefur gert víðast hvar erlend- is. Sjónvarpið mettar fólkið af mynd- um, og þá fer það ekki á bíó nema til þess að sjá góðar myndir, það þroskar smekkinn að hafa tækifæri til að sjá mikið af myndum. Mér þykir gaman að sjá, að margt yngra fólkið virðist hafa góðan smekk á kvikmyndum, og þegar um góðar myndir er að ræða, er það yfirleitt í meirihluta meðal sýningar- gesta. — Geturðu sagt mér eitthvað um fleiri væntanlegar myndir en Geir- þrúði? — Það ætti ég að geta, ég hef hér myndirnar fram að áramótum, að minnsta kostl. Ég er að vísu ekki búinn að ákveða alveg á þeim röð- ina. „Sjálfsmorðsskólinn11 heitir mynd, aem óg býst vfð, að við sýnum mjög Rætt við Helga Jónsson, kvik- myndahússtjóra í Hafnarfirði T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 729

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.